Morgunblaðið - 30.08.2018, Side 68

Morgunblaðið - 30.08.2018, Side 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018 E F L IR / H N O T S K Ó G U R STELPUR KONUR STAÐURINN RÆKTIN Tökum mataræðið og ræktina föstum tökum og fyllum okkur af orku og léttleika! Velkomin í okkar hóp! Innritun og nánari upplýsingar í síma 581 3730 og á jsb.is Markviss, fjölbreytileg og öflug líkamsrækt fyrir konur og stelpur sem tekur mið af þörfum ólíkra hópa og skilar auknum krafti, hreysti og vellíðan. Ný TT námskeið hefjast 3. september Tíminn er kominn! Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Við erum náttúrlega búin að vera að taka myndina upp síðan 2011 þannig að það væri í raun hægt að gera heila Game of Thrones-seríu úr þessu efni,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson um heimildarmyndina Nýjar hendur – innan seilingar sem frumsýnd er í Bíó paradís seinni- partinn. Myndin fjallar um bið Guðmundar eftir handaágræðslu en hann missti báðar hendurnar í vinnuslysi árið 1998. Aðgerð af þeirri stærðargráðu sem Guðmundur bíður eftir hefur aldrei áður verið gerð. Hann hefur búið í borginni Lyon í Frakklandi síðan 2013 en þar á aðgerðin að fara fram. „Þeir hafa grætt hendur á fólk og eru búin að gera það í 20 ár, þá er hægt að sníða höndina á staðnum en þegar komið er út í svona heila arma þá má ekkert fara úrskeiðis og það hefur aldrei verið gert áður,“ segir Guðmundur. Mikill undirbúningur hefur því verið fyrir aðgerðina og hefur skrif- finnska sett strik í reikninginn. „Við lentum í frönsku skrifræði sem er algjört brjálæði og það tók náttúrlega svolítið á. Alla vega þrisv- ar sinnum vorum við stopp út af ein- hverjum lagabreytingum. Við vorum í raun alltaf að eltast við nýjustu lagasetningarnar.“ Nú ætti þó allt skrifræði að vera afstaðið. „Nema þessum prinsum detti eitthvað annað í hug. Ég er bú- inn að vera á listanum frá 2016 og bíð því núna eftir gjafa,“ segir Guð- mundur. Föst í Lyon Það er þó ekkert grín að bíða og getur hvorki Guðmundur né teymið sem stendur að aðgerðinni farið frá Lyon á meðan Guðmundur bíður eft- ir gjafa. „Það sem bindur okkur er að það er ekki hægt að brytja manneskjuna niður og flytja hana á milli lands- horna heldur þarf gjafinn helst að vera í næsta herbergi við mig. Ég er opnaður allur og gerður klár áður en blóðflæðið er tekið af gjafanum því það mega ekki líða meira en sex tímar frá því að blóð gjafans hættir að renna í útlimi hans þar til mitt blóð er byrjað að renna í útlimina.“ Því er einungis leitað að líffæra- gjöfum í Lyon og nágrenni borgar- innar. „Þetta væri örugglega löngu af- staðið ef við gætum leitað að gjafa í París en það gengur ekki upp vegna eðlis aðgerðarinnar. Svo er þetta náttúrlega svolítil smíðavinna líka. Ég er opnaður og þau sjá hversu mikið þau þurfa af öxlinni. Það væri auðvitað skandall ef búið væri að flytja til okkar einhverjar hendur en svo vantaði bara aðeins upp á lengd- ina.“ Aðspurður segist Guðmundur ekki hafa hugsað sig tvisvar um þeg- ar leikstjórar myndarinnar höfðu samband við hann og vildu gera heimildarmynd um hann. „Áður en þeir komu þá var ég bú- inn að taka upp fundina mína með læknunum því ég vildi skjalfesta þetta. Svo þegar þeir hafa samband við mig þá var þetta ekki erfið ákvörðum vegna þess að ég vissi að þeir væru miklu betri í að skjalfesta þetta heldur en ég,“ segir Guð- mundur sem bendir á að aðgerðin sé stórmerkilegur viðburður. „Þetta er í fyrsta sinn sem eitt- hvað svona er gert og það er til mik- ils að vinna að hafa heimildarmynd- ina.“ Um það hvort ekki sé erfitt að leyfa ókunnugum að skyggnast inn í líf sitt eins og gert er í myndinni seg- ir Guðmundur: „Það var svo sem ekkert erfitt þar sem ég kynntist leikstjórunum mjög vel og fljótt þar sem við eyddum miklum tíma sam- an. Nú þegar kemur að því að hleypa öllum inn á baðherbergi hjá sér þá er alveg hnútur í maganum. Maður er svolítið afhjúpaður.“ Gefur ekki upp vonina Í myndinni kemur fram sú skýra afstaða Guðmundar að gefa ekki upp vonina, þrátt fyrir langa bið eftir nýjum höndum. „Tíminn líður hvort sem þú bíður eða ekki. Svo er það nú einu sinni þannig með svona markmið að ferðalagið er ekkert síðra en áfanga- staðurinn. Í hvert skipti sem maður mætir einhverjum hindrunum eða mótlæti og brýst í gegnum það þá verður maður bara sterkari karakt- er eftir það og tilfinningin sem fylgir því að vera einum degi nær mark- miðinu þínu er bara það sem gefur lífinu gildi. Ég kynntist dásamlegri konu þarna úti og ég er búinn að fá mér tvo hunda þannig að það eru ýmsir bónusar í þessu.“ Starfar sem markþjálfi Guðmundur átti og rak sólbaðs- stofu í fjórtán ár en seldi hana ný- verið. Nú hefur hann snúið sér að öðru atvinnutækifæri sem hann get- ur nýtt sína lífsreynslu í. „Nú er ég algjörlega að snúa mér að markþjálfun. Það ferðalag sem ég hef tekist á við og gengið í gegnum öll þessi ár hefur náttúrlega kennt mér ýmislegt um lífið og hvernig það er að takast á við flóknar áskoranir og koma út sem sigurvegari,“ segir Guðmundur sem setti á dögunum í loftið heimasíðuna www.gretarsson.- com. Þar er hægt að fræðast um ævi hans og markþjálfunina sem hann býður upp á. „Ég ákvað að læra markþjálfun því ég veit að það er eitthvað sem ég er góður í og þarna liggur minn fók- us núna. Ég vil gefa áfram það sem ég hef öðlast og hjálpa fólki með því. Ég held að það að hjálpa öðru fólki sé eitt það besta starf sem nokkur maður getur unnið við.“ Heimildarmyndin um Guðmund, Nýjar hendur – innan seilingar, er frumsýnd í dag, fimmtudag, í Bíó paradís kl. 17.45. Innsýn í handalaust lífshlaup  Ný heimildarmynd um bið Guðmundar Felix Grétarssonar eftir nýjum höndum frumsýnd í dag  Hefur beðið eftir nýjum höndum síðan 2011  „Ferðalagið er ekkert síðra en áfangastaðurinn“ Morgunblaðið/Hari Hamingja Guðmundur Felix ásamt eiginkonu sinni Sylwiu Gretarsson Nowakowska sem hann kynntist úti í Lyon. Guðmundur segir í heimildarmyndinni að allt hafi breyst eftir að hann kynntist Sylwiu. „Að búa hér og bíða, það hefur eiginlega breyst svolítið mikið. Þetta er ekkert mál þegar maður hefur einhvern svona hjá sér.“ „Við fylgdumst með því þegar Guðmundur safnaði fyrir aðgerð- inni, ég Þorkell og Guðbergur Dav- íðsson sem er aðalframleiðandi myndarinnar,“ segir Örn Marinó Arnarsson, annar leikstjóri mynd- arinnar Nýjar hendur - innan seil- ingar. „Við vorum alltaf að ræða það á kaffistofunni að það hlyti einhver að gera mynd um þetta ferli en komumst að því að það væri eng- inn að gera það. Okkur fannst til- valið að slá til, enda spennandi viðfangsefni,“ segir Marinó. Það var árið 2011 sem Marinó og hinn leikstjóri myndarinnar, Þor- kell Harðarson, höfðu samband við Guðmund sem tók strax vel í hug- myndina. „Hann var ljúfur sem lamb. Okkur gengur mjög vel að vinna saman og erum allir orðnir bestu vinir í dag.“ Biðin eftir aðgerðinni hefur ver- ið löng og ströng og gerð heimild- armyndarinnar því tekið sinn tíma. „Við erum búnir að vinna að þessu „on and off“ í sjö ár. Fyrst erum við með Guðmundi hérna heima í næstum tvö ár, svo fer hann til Frakklands 2013 og við er- um búnir að elta hann og fara út reglulega. Svo komu franskir með- höfundar inn í þetta og í gegnum þá erum við með franskan töku- mann á „standby“ úti í Lyon,“ seg- ir Örn en mikilvægt er að töku- maður sé á staðnum því um leið og tækifæri gefst á aðgerðinni mun ekki vera tími fyrir neinar tafir eins og leit að tökumanni til að mynda aðgerðina. Ætlunin er að framleiða þrjár myndir um Guðmund og er Nýjar hendur - innan seilingar sú fyrsta. „Við vorum komnir með svo mikið efni að við ákváðum að gera mynd um biðina og undirbúning- inn. Mynd númer tvö mun fjalla um aðgerðina sjálfa og við sjáum fyrir okkur að síðasta myndin muni fjalla um endurhæfinguna eftir að- gerðina.“ Örn og Þorkell, sem kalla sig Markelsbræður, hafa gefið út fleiri heimildarmyndir og er athyglisvert hversu ólík umfjöllunarefni þeirra eru. „Ef eitthvað vekur áhuga okk- ar þá er aldrei að vita nema það komi mynd út úr því. Við erum búnir að garfa í tónlistarsögunni, elta Bin Laden og ég veit ekki hvað og hvað.“ TVÆR FRAMHALDSMYNDIR Í KORTUNUM Leikstjórar Örn Marinó og Þorkell. „Spennandi viðfangsefni“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.