Morgunblaðið - 30.08.2018, Side 6
Saga ganganna
2002 Eyþing, samband sveitarfélaga í
Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, skipar
nefnd til þess að gera skýrslu um
gerð Vaðlaheiðarganga.
2003 Einkahlutafélagið Greið leið
stofnað um framkvæmdina.
2004 Jarðfræðirannsóknir hefjast
2005 Unnið að rannsóknaborunum í
Vaðlaheiði.
2006 Kynnt skýrsla Háskólans á
Akureyri um þjóðhagslega arðsemi
Vaðlaheiðarganga.
2007 Margir fundir Greiðrar leiðar og
samgönguyfirvalda án niðurstöðu.
2008 Alþingi samþykkti viðauka við
samgönguáætlun um að göngin
yrðu fjármögnuð í einkafram-
kvæmd með veggjöldum.
2010 Alþingi samþykkir lög um
stofnun hlutafélaga um vegafram-
kvæmdir þar sem Vegagerðinni
er heimilað að taka þátt í stofnun
hlutafélags um gerð Vaðlaheiðar-
ganga.
2011 Vegagerðin auglýsir fyrir hönd
Vaðlaheiðarganga hf. forval vegna
gangagerðarinnar.
2013 Samningar um gerð
Vaðlaheiðarganga gerðir við Ósafl,
dótturfélag ÍAV.
2014 Verktaki kemur að heitri
vatnsæð við gangagerð, sem á
eftir að tefja framkvæmdir mjög
mikið. Stór vatnsæð opnaðist inn í
göngin Fnjóskadalsmegin og ekkert
var hægt að vinna þar fyrr en öllu
vatninu hafði verið dælt út.
2016 Ljóst orðið að framkvæmdin
væri að minnsta kosti ári á eftir
áætlun og að lánið sem búið var að
samþykkja myndi ekki duga til fyrir
framkvæmdum.
2017 Ríkisstjórnin og Alþingi veita
Vaðlaheiðargöngum hf. 4,7
milljarða króna lán, til viðbótar við
þá 8,7 milljarða sem lánaðir voru
árið 2012.
2018 Ljóst orðið að kostnaður við
gangagerð er kominn milljörðum
fram yfir þær fjárhæðir sem
ríkið hefur lánað til verksins. Ósafl
krefur verkkaupann um a.m.k.
þrjá milljarða í bætur, vegna tafa,
m.a. vegna heitavatnslekans, en
Vaðlaheiðargöng bjóða að hámarki
einn milljarð króna. Deilan komin í
algjöran hnút.
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Bjarni Benediktsson, fjármálaráð-
herra, segir það „gríðarlega mikil
vonbrigði“, að nú skuli komið á dag-
inn að fleiri milljarða vanti enn til
þess að ljúka Vaðlaheiðargöngum.
Nú blasi það við stjórn Vaðlaheið-
arganga hf. að meta hvort félagið
geti staðið undir skuldbindingum
sínum, sem Bjarni óttast að félagið
geti ekki.
Meti lögmæti krafna
„Á þessu stigi málsins er mikil-
vægast að stjórn félagsins leggi mat
á þær kröfur sem eru komnar fram
frá verktakanum og lögmæti þeirra.
Þegar það mat hefur verið gert, þarf
að meta það hvort félagið getur stað-
ið undir þeim kröfum sem gerðar
eru,“ sagði Bjarni í samtali við
Morgunblaðið í gær, þegar hann var
spurður hvort hann myndi leggja til
að Vaðlaheiðargöng hf. fengju frek-
ari lánafyrirgreiðslu frá ríkinu.
Er félagið gjaldþrota?
„Ég hef áhyggjur af því að félagið
geti ekki staðið undir þeim kröfum
sem gerðar verða og staðið við skuld-
bindingar sínar. Ef félagið getur
ekki staðið við skuldbindingar sínar,
er auðvitað komin upp sú staða, að
það þarf að svara því hvort félagið sé
þar með orðið gjaldþrota, eða hvort
þeir sem standa að félaginu, sem er
ekki bara ríkið heldur fleiri aðilar,
hyggist grípa til einhverra ráðstaf-
ana af því tilefni,“ sagði fjármálaráð-
herra.
Bjarni segir að sér þyki ekkert
sjálfgefið varðandi hvaða niðurstöðu
menn komast að í þessu erfiða máli.
„Þetta eru auðvitað gríðarlega mikil
vonbrigði, að þessi framkvæmd verði
mörgum milljörðum dýrari, en áætl-
anir gerðu ráð fyrir í upphafi.“ sagði
Bjarni.
Helstu forsendur brostnar
Hann segir að þá sé ekki nema von
að helstu forsendurnar fyrir verkinu,
sem menn hafi í upphafi gefið sér,
séu brostnar. „Ég var einn af þeim
sem í upphafi höfðu miklar efasemd-
ir um forsendurnar og það mat mitt
hefur síður en svo breyst,“ sagði
hann.
Ríkið lánaði félaginu 8,7 milljarða
2012 og 4,7 milljarða í fyrra. Að-
spurður hvort hann útilokaði á þessu
stigi, að ríkið legði Vaðlaheiðargöng-
um hf. til frekara lánsfé sagði Bjarni:
„Ég held að það sé svo langt í frá að
vera sjálfsagt mál, að ríkið leggi fé-
laginu til frekara lánsfé. Alveg sér-
staklega finnst mér það ekki koma til
greina að gera það til þess að félagið
standi undir kröfum sem eru um-
deildar.“
Gríðarleg vonbrigði
Fjármálaráðherra segir það vera svo langt í frá sjálfgefið
að ríkið leggi Vaðlaheiðargöngum hf. til frekara lánsfé
Morgunblaðið/Skapti
Vaðlaheiðargöng Fjármálaráðherra vill að mat sé lagt á lögmæti krafna Ósafls á hendur Vaðlaheiðargöngum.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Verð: 112.800 kr. á mann í tvíbýli.
Skoðunarferðir innifaldar!
sp
ör
eh
f.
Jólaferð til Dublin
Dásamleg jólaferð til Dublin, höfuðborgar Írlands. Hér er
jólastemningin í hávegum höfð, borgin er ljósum prýdd
og íbúar borgarinnar í hátíðarskapi. Við skoðum helstu
kennileiti Dublinar, ásamt nokkrum jólamörkuðum og
áhugasamir geta fræðst og smakkað framleiðslu Guinness.
29. nóvember - 2. desember
Fararstjóri: Þórhallur Vilhjálmsson
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Eins og eðlilegt er þegar maður
fær leyfi þá snýr hann til baka að
því loknu, nema einhverjar mál-
efnalegar ástæður séu fyrir öðru.
Þær eru ekki í málinu,“ segir Ari
Matthíasson þjóðleikhússtjóri.
Ari var inntur eftir því hvort Atli
Rafn Sigurðarson leikari hefði snú-
ið aftur til starfa í Þjóðleikhúsinu
eftir ársleyfi frá störfum. Leyfið
nýtti hann til starfa í Borgarleik-
húsinu en þar var Atla sagt upp
störfum í desember síðastliðnum.
Atli átti að fara með eitt aðal-
hlutverkanna í leikritinu Medeu en
honum var sagt upp vegna ásakana
í tengslum við #Metoo-byltinguna. Í
yfirlýsingu þegar málið kom upp
sagði Atli að um nafnlausar ásak-
anir væri að ræða og að sér hefði
ekki verið greint frá því hvers eðlis
þær væru, frá hvaða tíma eða
hverjir ættu í hlut.
„Ég hef sagt það áður að Atli
Rafn Sigurðarson hefur ekki brotið
af sér í starfi hjá Þjóðleikhúsinu og
vegna hans hafa engar kvartanir
borist mér. Því sneri hann til baka
til starfa 20. ágúst eins og til stóð,“
segir Ari í samtali við Morgun-
blaðið. Hann segir að Atli Rafn
muni leika í Jónsmessunætur-
draumi í leikhúsinu í vetur auk þess
að vinna í sérverkefnum sem gætu
ratað á fjalir leikhússins í fram-
tíðinni.
Atli Rafn útskrifaðist frá Leik-
listarskóla Íslands árið 1997 og hef-
ur getið sér gott orð á fjölum leik-
húsanna auk þess að leika í sjón-
varpi og kvikmyndum.
Atli Rafn Sigurðarson
aftur til starfa í leikhúsinu
Mun leika í Jónsmessunæturdraumi í Þjóðleikhúsinu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þjóðleikhúsið Nýtt leikár er að hefjast og Atli Rafn stígur á svið í vetur.
Atli Rafn
Sigurðarson
Ari
Matthíasson
Íslandspóstur hefur farið fram á
8% hækkun á gjaldskrá sinni. Í
febrúar síðastliðnum fékk fyrir-
tækið heimild frá Póst- og fjar-
skiptastofnun (PFS) til að draga
úr útburðarþjónustu sinni. Í kjöl-
farið fækkaði
dreifingar-
dögum í þéttbýli
um helming.
Ákvörðunin
kvað hins vegar
einnig á um það
að Íslands-
póstur skyldi
endurskoða
gjaldskrá fyrir-
tækisins fyrir 1.
júní 2018. Er-
indi frá fyrirtækinu barst 22. júní
þar sem farið er fram á hækk-
unina. Ólafur Stephensen,
framkvæmdastjóri Félags at-
vinnurekenda, gagnrýnir fyrir-
tækið og segir ýmislegt benda til
þess að rekstur þess standist ekki
lög. „Við höfum lengi gagnrýnt Ís-
landspóst fyrir að sýna ekki fram
á það með óyggjandi hætti að ekki
sé verið að nota hagnað af einka-
rekstrarþjónustunni til þess að
niðurgreiða samkeppnisrekstur.“
Ólafur segir PFS hafa fallist á
fækkun útburðardaga með því
skilyrði að hagræði af samdrætti í
þjónustu skili sér til viðskiptavin-
anna. Því komi honum á óvart að
verðið hækki en þjónustan
minnki. „Félagsmenn okkar og
allur almenningur í landinu eru að
greiða póstútburðargjöld. Gjald-
skrá Íslandspóst í einkarétti
hækkar stöðugt og hefur tekið
gríðarlegum hækkunum á undan-
förnum árum. Á sama tíma hækk-
ar gjaldskrá fyrirtækisins í sam-
keppnisrekstri lítið sem ekkert,
þrátt fyrir að kostnaðarliðirnir
séu iðulega þeir sömu. Þetta er
rekstrarhagfræði sem enginn skil-
ur.“
ninag@mbl.is
Minnka
þjónustu en
hækka verð
Rekstrarhagfræði
sem enginn skilur
Ólafur
Stephensen