Morgunblaðið - 30.08.2018, Síða 46
46 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018
Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is
Frábær smurefni sem einangra, verja
og koma í veg fyrir tæringu eins og
verkfæra o rafma nsvara.
100% eins árs RAKAVÖRN
Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is
Merkivélarnar
frá Brother eru
frábær lausn
inná hvert
heimili og
fyrirtæki
Komdu og kíktu
á úrvalið hjá okkur
Peking. AFP. | Kennsluróbóti hefur
verið tekinn í notkun til reynslu í
leikskólum í Kína og vakið hrifn-
ingu barna sem hlýða á hann
segja þeim sögur eða leggja fyrir
þau þrautir sem reyna á rökvísi
þeirra.
Kínverjar hafa lagt mikið fé í
þróun róbóta sem eru notaðir til
að veita ýmiskonar þjónustu, með-
al annars til að flytja matvæli frá
verslunum til kaupenda og veita
öldruðu fólki félagsskap. Kín-
verskt fyrirtæki hefur nú þróað
kennsluróbótann Keeko, sem hef-
ur verið prófaður í rúmlega 600
leikskólum víðs vegar um landið.
Fyrirtækið vonar að róbótinn
verði tekinn í notkun í fleiri skól-
um í Kína og í grannríkjum í Suð-
vestur-Asíu.
Leysir ekki kennara af hólmi
Róbótinn er um 60 cm hár, með
lítil hjól, skjá fyrir andlitinu og
innbyggðar myndavélar og skynj-
ara. Hann leggur þrautir fyrir
börnin og í hvert skipti sem þau
leysa þær rétt lætur hann ánægju
sína í ljós með því að láta hjarta-
laga augu á skjánum leiftra.
„Þegar börnin sjá Keeko með
hringlaga höfuðið og búkinn
finnst þeim hann vera indæll og
hrífast strax af honum,“ segir
kennarinn Candy Xiong sem þjálf-
ar aðra kennara í notkun róbót-
ans á vegum tæknifyrirtækis sem
framleiðir hann.
Hver róboti kostar um 10.000
júön, jafnvirði 160.000 króna, eða
sem svarar mánaðarlaunum kín-
verskra leikskólakennara. Xie Yi,
skólastjóri eins leikskólanna þar
sem Keeko hefur verið notaður til
reynslu, kveðst telja að langur
tími líði þar til róbótar geti tekið
algerlega við hlutverki kennara í
skólunum. Þeir séu hins vegar
gagnlegir við kennsluna og hafi
ýmsa kosti fram yfir kennara af
holdi og blóði. „Hvað er það besta
við róbóta? Þeir eru jafnlyndari
en við,“ svaraði hún og hló.
AFP
Gagnlegur róbóti Börn horfa á róbótann Keeko í leikskóla í Peking þar sem hann hefur verið notaður til reynslu.
Kennsluróbóti gerir lukku
í kínverskum leikskólum
Moskvu. AFP. | Þegar rússneska fyrirtækið Kalashníkov til-
kynnti nýlega að það væri að undirbúa framleiðslu á rúss-
neskum „ofur-rafbíl“ í gömlum stíl höfðu gárungar það að
háði en áformin ættu ekki að koma á óvart því að fyrir-
tækið hefur lengi stefnt að því að færa út kvíarnar með
framleiðslu á öðrum tækjum en vopnum, meðal annars flyg-
ildum og seglbátum.
Kalashníkov er þekktast fyrir framleiðslu vopna, einkum
riffla, en umskiptin sem hafa orðið á rekstri fyrirtækisins
síðustu misseri eru þau mestu í 211 ára sögu þess.
Kalashníkov-fyrirtækið framleiðir núna um 95% af öllum
byssum sem framleiddar eru í Rússlandi og flytur út vörur
sínar til 27 landa. Fyrirtækið framleiðir enn þekktustu
byssu sína, riffil af gerðinni AK-47 sem kennd er við rúss-
neska vopnahönnuðinn Míkhaíl Kalashníkov. Hann hannaði
riffilinn skömmu eftir síðari heimsstyrjöldina og fyrirtækið
hefur lýst byssunni sem „stórkostlegasta vopni 20. aldar-
innar“.
Aukin umsvif eftir einkavæðingu
Fyrirtækið var stofnað í borginni Izhevsk árið 1807 þegar
Izhmash-vopnaverksmiðjan var tekin í notkun. Rússneska
ríkisfyrirtækið RosTec, aðaleigandi fyrirtækisins, sameinaði
það skammbyssuframleiðandanum Izhmekh árið 2013 og
nýja félagið fékk nafnið Kontsern Kalashníkova á rúss-
nesku. Fyrir sameininguna benti flest til þess að Izhmash
biðu sömu örlög og margra sovéskra iðnaðarrisa sem fóru í
þrot vegna minnkandi sölu eftir hrun Sovétríkjanna. Míkha-
íl Kalashníkov og fleiri gamlir starfsmenn fyrirtækisins
kvörtuðu yfir hnignun þess, sögðu að því væri illa stjórnað
og laun starfsmannanna væru of lág.
Árið eftir sameininguna var nýja fyrirtækið einkavætt að
hluta og það hóf sölu á nýjum gerðum af árásar- og veiði-
rifflum, skammbyssum og fleiri vopnum, auk þess sem það
hóf framleiðslu á öðrum varningi, meðal annars fatnaði,
höttum, regnhlífum og fleiri fylgihlutum.
Þessi auknu umsvif virðast hafa gefist vel og fyrirtækið
fjölgaði starfsfólki sínu um 30% í janúar 2017 vegna aukins
útflutnings. Mánuði síðar seldi RosTec forstjóra Kalashní-
kov, Alexej Krívorútsjko, stóran hlut í fyrirtækinu og þar
með átti rússneska ríkið minnihluta í því. Fyrirtækið stefn-
ir nú að því að vopnaframleiðsla þess verði aðeins um 50%
af heildarframleiðslu þess ekki síðar en árið 2025.
Byrjað á rafbifhjólum
Kalashníkov íhugar meðal annars að hasla sér völl á raf-
bílamarkaðnum. Frumgerð rafbílsins CV-1 var kynnt á
kaupstefnu vopnafyrirtækja í grennd við Moskvu í vikunni
sem leið. Hönnun bílsins er gamaldags og byggist á sov-
éskum hlaðbak frá áttunda áratug aldarinnar sem leið.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort hefja eigi
fjöldaframleiðslu á bílnum. Fyrirtækið hyggst fyrst hefja
framleiðslu á rafknúnum bifhjólum og það sá rússnesku lög-
reglunni fyrir 30 slíkum hjólum þegar heimsmeistaramótið í
fótbolta fór fram í Rússlandi í sumar. „Á næsta ári ætlum
við að hefja sölu á fyrsta rafbifhjólinu okkar,“ sagði Vladi-
mír Dmítríev, sem varð forstjóri Kalashníkov eftir að Krí-
vorutsjko hóf störf fyrir rússneska varnarmálaráðuneytið.
„Við beinum sjónum okkar að rafknúnum farartækjum
vegna þess að við vitum að bensínvélin hverfur fyrr eða síð-
ar,“ sagði Olga Boitsova, markaðsstjóri þeirrar deildar
fyrirtækisins sem annast framleiðslu á öðrum varningi en
byssum.
Stefnt er að því að hefja útflutning á rafbílum og rafbif-
hjólum til Sádi-Arabíu ekki síðar en á næsta ári.
„Er þetta brandari?“
Frumgerð rafbílsins vakti mikla athygli á kaupstefnunni
og margir ráku upp stór augu þegar þeir sáu hann innan
um nýjar byssur sem fyrirtækið kynnti. 27 ára námsmaður
á meðal gestanna sagði að rafbílinn væri „skrýtinn“ en sex-
tug kona kvaðst vona að bíllinn yrði „eins traustur og Ka-
lashníkov-riffillinn og færi sigurför um heiminn“.
Aðrir voru efins um að rafbíllinn CV-1 ætti sér bjarta
framtíð og gárungar höfðu hann að háði og spotti á sam-
félagsmiðlum. „Er þetta brandari?“ spurði vefurinn
MoteurNature.com sem sérhæfir sig í fréttum um umhverf-
isvænar samgöngur.
Rússneska fyrirtækið Kalashníkov, sem er þekktast fyrir
framleiðslu Kalashníkov-riffla, AK-47, hefur kynnt
áform um að framleiða rafbíl í gömlum stíl.
Frumgerð rafbílsins CV-1. Hönnun hans
byggist á sovéskum hlaðbak frá áttunda
áratug aldarinnar sem leið. Kalashníkov-
fyrirtækið segir að markmið þess sé að
keppa við Tesla á rafbílamarkaðnum.
Tesla, gerð 3
Nokkrar tegundir og verð
í bandaríkjadölum
Verð: 35.000 $
29.990 $ 44.4450 $
37.495 $
Drægi: 499 km
383 km
Drægi:
350 km
241 km 183 km
2018 Nissan Leaf
Chevrolet Bolt EV
BMW i3
Aðrir rafbílar
Kalashníkov kynnir rússneskan rafbíl
Heimild og ljósmyndir: digitaltrends.com/AFP Photos/GettyImages
136.500 $
32.250 $
507 km
150 km
Tesla, gerð S P100D
Kia Soul EV
Frá rifflum
í rafknúin
farartæki
Kalashníkov-fyrirtækið í
Rússlandi færir út kvíarnar