Morgunblaðið - 30.08.2018, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 30.08.2018, Blaðsíða 75
Morgunblaðið/Eggert Von „Á þeim myrku tímum sem við nú lifum höfum við þörf fyrir að fagna, ekki síst lífinu og voninni sem birtist í hvert sinn sem nýtt barn fæðist,“ segir Martin Lima de Faria sem fremur tvo gjörninga í Bíó Paradís í dag. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Sænski myndlistar- og kvikmynda- gerðarmaðurinn Martin Lima de Faria fremur í dag tvo gjörninga í anddyri Bíós Paradísar í tilefni af 100 ára afmæli kvikmyndaleikstjórans Ingmars Bergman. Fyrri gjörningur- inn hófst á miðnætti í nótt og stendur til miðnættis í kvöld, fimmtudag, og er Bíó Paradís opið almenningi allan þann tíma, en listamaðurinn verður á staðnum allan tímann. Í dag hefst einnig sérstök Bergman-dagskrá til heiðurs leikstjóranum sem stendur til 9. september, en á þeim tíma verða myndirnar Sommaren med Monika frá 1953, Smultronstället frá 1957, Höstsonaten frá 1978 og Fanny och Alexander frá 1982 sýndar gestum að kostnaðarlausu. Ógnaði Ullmann með byssu „Ég notast við gjallarhorn Berg- man. Í hvert sinn sem barn fæðist á Landspítalanum heyrist rödd Berg- man gegnum gjallarhornið segja: „Livet, varsågod å börja!“ sem þýðir: „Lífið, gjörðu svo vel að byrja!“. Á sömu stundu kviknar ljós og lítil, hvít fjöður rís upp úr gjallarhorninu og dansar í loftinu við uppáhalds tónlist Bergman þar til leikstjórinn þakkar fyrir sig,“ segir Faria þegar hann er beðinn að lýsa gjörningi sínum, sem hann útfærði í samvinnu við Fredrik Borg. Samkvæmt upplýsingum frá spítalanum fæðast þar að meðaltali um níu börn á sólarhring. „Með þessum gjörningi vil ég fagna lífinu að hætti Bergman. Hver veit hvort nú er að fæðast strákur eða stelpa sem nær að lifa í 100 ár og skapa jafn magnaða list og Berg- man,“ segir Faria, sem sjálfur er menntaður kvikmyndaleikstjóri frá Danska kvikmyndaskólanum, og vann með Bergman um tveggja ára skeið. „Ég var aðstoðarmaður Liv Ullmann þegar hún leikstýrði sjón- varpsþáttunum Enskilda samtal sem sýndir voru 1996. Bergman, fyrrver- andi maður Ullmann, skrifaði hand- ritið að þáttunum. Það var mér mikill heiður að kynnast honum og vinna með honum, en þetta gekk ekki áfallalaust fyrir sig enda var hann ekki auðveldur í umgengni. Eina nóttina hringdi Ullmann í mig og bað mig að koma heim til Berg- man þar sem hann væri að elta hana um húsið með byssu,“ segir Faria og rifjar upp að ástæða þess að Berg- man greip til byssunnar hafi verið að hann var ósáttur við að Ullmann vildi breyta einhverju í handriti hans. „Ég ber mikla virðingu fyrir Bergman, en á tímum #metoo finnst mér ekki hægt að hampa aðeins körlum. Á þeim myrku tímum sem við nú lifum höfum við þörf fyrir að fagna, ekki síst lífinu og voninni sem birtist í hvert sinn sem nýtt barn fæðist,“ seg- ir Faria og tekur fram að gjörn- ingnum sé einnig ætlað að heiðra ljós- mæður og það merkilega starf sem þær vinna á hverjum einasta degi. „Ég er sjálfur faðir og hef verið viðstaddur fæðingu barna minna. Ég veit því hversu mikilvægt starf ljós- mæður inna af hendi,“ segir Faria og gagnrýnir að ljósmæður skuli ekki njóta meiri virðingar í samfélaginu og fá betur borgað en raun ber vitni. Segist hann hafa fylgst vel með kjara- deilu ljósmæðra hérlendis fyrr í sum- ar. „Mig langar að sýna gjörninginn á hinum Norðurlöndunum líka,“ segir Faria sem sýnir hann í Svíþjóð í nóv- ember og í Danmörku og Noregi fyrir áramót. „Mér fannst við hæfi að byrja á Íslandi í ljósi þess hversu hrifinn Bergman var af bæði landi og þjóð.“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráð- herra, setur Bergman-dagskrána í Bíó Paradís í kvöld kl 19 með ávarpi. Við það tækifæri sýnir Faria annað gjörning sem nefnist „Stilla, kamera, börja!“ eða „Hljóð, kvikmyndatöku- vél, byrja!“. „Þar nota ég sama gjall- arhornið til að láta rödd Bergman við upptökur á Det sjunde inseglet frá 1957 hljóma um leið og ég sýni hið fræga atriði þar sem dauðinn og ridd- arinn ræðast við,“ segir Faria. Nýju lífi fagnað  Bergman-dagskrá í Bíó Paradís hefst með gjörningum Martins Lima de Faria  Fjöður dansar fyrir nýfædd börn MENNING 75 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018 Lovísa er sænsk kona á þrí-tugsaldri sem starfar viðafgreiðslu- og lagerstörf ísportvöruverslun. Kostur- inn við starfið er ungur samstarfs- maður hennar sem hún vill giftast og geta börn með en verst er að hann veit það ekki því ástin felst í að njósna um hann á sam- félagsmiðlunum. En þar með eru kostir starfsins upptaldir því mis- lyndir yfirmenn, dónalegir kúnnar og afgreiðsla í leiðinlegasta hluta búðarinnar, „yfirhöfnum“ er til þess eins að Lovísa telur niður mínúturnar þar til hverjum degi lýk- ur. Lovísa deilir íbúð með tveimur vinum sínum og á stóran, skrautlegan og afspyrnufyndinn vinkvennahóp, konur sem eru á mismunandi stað í lífinu en hittast á hverjum föstudegi. Lovísa er partískipuleggjandi lífsins og kann öðrum fremur að búa til góð- ar veislur og ef einhver ætlar að halda upp á afmæli fær Lovísa verk- efnið í sínar hendur. Lovísa á líka systur sem stríðir við alvarlegt þunglyndi og foreldra sem eiga erfitt með að horfast í augu við veikindin, að dóttir þeirra sé það veik að hún þurfi að vera á geðdeild. Sag- an er því í senn skondin samtímasaga af Lovísu og leit hennar að sjálfri sér og ástinni sem og saga af glímu við lífshættulegt þunglyndi og hvernig er að vera aðstandandi í þeim veik- indum. Það er ekki sjálfsagt að það heppn- ist vel að koma fyndni svo vel sé yfir á annað tungumál en höfundar. Verð að nefna að Helgu Soffíu Einarsdóttur tekst það lýtalaust og nær að snara hverri einustu háræð húmorsins yfir á íslensku enda skiptir það öllu máli í þessu tilfelli þar sem Hözzlaðu eins og þú verslar er í toppbaráttu við fyndnustu bækur síðari tíma. Þar er það bæði orðfæri Lovísu sjálfrar og uppátæki sem og vinahóps hennar þar sem frásögnin græðir á hömlu- leysi og þeirri frábæru lífsreglu; „láttu það bara gossa“. Um leið er Lovísa bráðskörp og dýpt frásagnar- innar geldur ekki fyrir grínið, enda engin þörf á slíkri fórn. Framrás sög- unnar er þó á smá köflum örlítið ein- hæf og endurtekningarsöm og ef þetta er uppistandsbók, eins og sumir gagnrýnendur hafa sagt, þá er uppi- standið kannski örlítið of langt. Viss barnaskapar gætir líka í lýsingum á geðsjúkrahúsinu þar sem áhersla er lögð á að systir hennar sé ekki geð- sjúklingur heldur þunglynd, maður geti verið á slíkum spítala án þess að vera eins og hinir sem eru kúkú. Góð frásögn af þunglyndi geldur örlítið fyrir þennan tón um „þá þunglyndu“ og svo þá með „hina sjúkdómana“. Lovísa sem kætir og bætir Skáldsaga Hözzlaðu eins og þú verslar bbbmn Eftir Lin Jansson Þýðandi: Helga Soffía Einarsdóttir Bjartur gefur út. 2018. Kilja. 357 bls. JÚLÍA MARGRÉT ALEXANDERSDÓTTIR BÆKUR Fyndin „Í toppbaráttu við fyndnustu bækur síðari tíma,“ segir í rýni. Aðstandendur tónlistarhátíðar- innar Iceland Airwaves kynntu í gær yfir 100 tónlistarmenn og hljómsveitir sem bætast við lista flytjenda en þegar hefur verið til- kynnt um 120 atriði á dagskrá. Meðal þeirra sem bætast við eru Ás- geir, Aurora, Haiku Hands, Not3s og Black Midi. Hátíðin verður haldin í tutt- ugasta sinn 7.-10. nóvember og hafa aldrei verið jafnmargir flytj- endur og í ár, 221 hljómsveit og tónlistarmenn frá 26 löndum. Meðal viðburða verður frum- flutningar Ásgeirs á nýrri plötu sinni á tvennum tónleikum í Frí- kirkjunni en platan kemur út í byrj- un næsta árs. Ásgeir mun einnig velja tónlistarmenn af hátíðinni og fá þá til að taka þátt í tónleikum sem fram fara alla fjóra hátíð- ardagana í Stúd- íó Hljóðrita í Hafnarfirði og verða þeir teknir upp beint á vín- ylplötu. Norska tónlist- arkonan Aurora kemur fram á hátíðinni á ný en hún mun gefa út nýja plötu á næst- unni, samkvæmt tilkynningu, en hún hélt tónleika í Hafnarhúsi fyrir þremur árum. Þá munu tónlistar- útgáfufyrirtækin Bella Union og Moshi Moshi fagna 20 ára afmæli og halda sérstök „label“ kvöld. Frekari upplýsingar á icelandair- waves.is. Yfir 100 nöfn til viðbótar Ásgeir Trausti Einarsson Sogavegi við Réttarholtsveg og Miklubraut Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | gardsapotek.is | appotek.is Lágt lyfjaverð - góð þjónusta Einkarekið apótek Nú einnig netapótek: Appotek.is ICQC 2018-20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.