Morgunblaðið - 30.08.2018, Side 66
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Eins og alltaf er ég mjög spenntur
fyrir komandi leikári. Á vorin tekur
ávallt við spennandi púsluspil, því
að skipuleggja leikár er eins og vera
í tetris með púslum sem sífellt
breytast. En eins og ég lærði í við-
skiptafræðinni á sínum tíma þá snú-
ast viðskipti ekki um tölur heldur
fólk. Mannlegi þátturinn er óút-
reiknanlegi hlutinn í öllu skipulagi,
enda er fólk ekki excel-skjöl,“ segir
Friðrik Friðriksson framkvæmda-
stjóri Tjarnarbíós.
„Líkt og síðustu ár eiga flestar
sýningar leikársins það sameigin-
legt að hafa hlotið styrk frá Leik-
listarráði. Við förum engu að síður
yfir allar umsóknir og gefum þeim
stig í samræmi við okkar valferlis-
reglur,“ segir Friðrik og bætir við:
„Leikárið hér endurspeglar þær
áherslur og viðfangsefni sem eru
listafólki sjálfstæðu leikhópanna
hugleikin. Sú áhersla sem er á
íslensk verk helst að einhverju leyti
í hendur við áherslur Leiklistarráðs
sem styrkir fremur íslenska frum-
sköpun á svið,“ segir Friðrik og tek-
ur fram að hjá valnefnd Tjarnarbíós
vegi frum- og nýsköpun verkefna
þungt. Aðrir þættir sem valnefndin
horfi til séu fagmennska, erindi efn-
is við íslenska áhorfendur og hvort
verið sé að vinna með nýjar vinnu-
aðferðir.
Tengsl við umheiminn
Að sögn Friðriks bárust um 25
umsóknir í ár. Að minnsta kosti tólf
ný verk verða frumsýnd og nokkrar
sýningar snúa aftur auk þess sem
Tjarnarbíó hýsir þrjár hátíðir þar
sem ný verk í bland við eldri verða
sýnd, en nánari dagskrá skýrist síð-
ar. Jafnframt mun Tjarnarbíó hýsa
erlendar gestasýningar, en sú
fyrsta verður White Beauty sem
norræni sviðslistahópurinn Mell-
anmjölk Productions sýnir 1. og 2.
september kl. 20. „Sýningin fjallar
um uppsveiflu öfgastefna á Norð-
urlöndunum. Flytjendur sökkva sér
í norrænar hefðir, tilfinninga-
þrungna orðræðu og þá fagurfræði
sem stuðningsmenn öfgakenndra
afla á Norðurlöndunum þrífast á,“
segir Friðrik og bætir við: „Við lít-
um á það sem hlutverk okkar að
taka á móti erlendum sviðs-
listamönnum, til að veita áhorf-
endum jafnt sem íslensku listafólki
tækifæri til að verða fyrir erlendum
áhrifum og sjá hvað er í gangi er-
lendis.“
Pota í hið pólitíska landslag
Svartlyng nefnist fyrsta íslenska
leikritið sem frumsýnt verður í
Tjarnarbíói í vetur, en allar upp-
færslur leikársins nema ein eru á
íslenskum verkum. Svartlyng er eft-
ir Guðmund Brynjólfsson í leik-
stjórn Bergs Þórs Ingólfssonar og
er hér um að ræða fimmta sviðsverk
Grindvíska atvinnuleikhússins,
GRAL. Frumsýning verður 21.
september.
„Þarna er undir rós verið að pota
í hið pólitíska landslag. Hér er um
að ræða sótsvartan og blóðugan
gamanleik með Svein Ólaf Gunnars-
son og Sólveigu Guðmundsdóttur í
aðalhlutverkum. Hún er ókrýnd
drottning sjálfstæðu senunnar.
Af öðrum leikurum má nefna Þór
Tulinius sem var hér síðast í Enda-
tafli sem vakti mikla lukku. Sjálf-
stæða senan einkennist oft af yngra
fólki, enda þarf kraft og úthald til
að eldast í bransanum. Það er því
mikið gleðiefni þegar reynsluboltar
taka þátt í uppfærslum sjálfstæðra
leikhópa.“
Tvö útskriftarverkefni sýnd
„Við tökum inn í húsið tvö út-
skriftarverkefni af sviðshöfunda-
braut í vor frá Listaháskóla Íslands.
Fyrra verkefnið er einleikurinn
Griðastaður eftir Matthías Tryggva
Haraldsson í leikstjórn höfundar
sem Allir deyja leikfélag frumsýnir
6. október. Matthías Tryggvi lofar
mjög góðu sem höfundur,“ segir
Friðrik og bendir á að gaman verði
að sjá Jörund Ragnarsson á sviðinu,
enda hafi lítið farið fyrir honum síð-
ustu árin meðan hann var í námi í
kvikmyndaleikstjórn og handrita-
gerð vestanhafs.
„Þetta er einleikur sem gerist í
Ikea og fjallar um dauðleikann,
fjöldaframleiðslu húsgagna, Billy-
hillur, bældar tilfinningar,
mömmur, sænskar grænmetis-
bollur, fyrrverandi kærustur, krútt-
legar skjaldbökur, einsemd, snið-
ugar kryddhillur, dauðann,
Nockeby-sófa, lífið, sorgina og
fleira,“ segir Friðrik og tekur fram
að ekki megi gefa of mikið upp fyr-
irfram um framvinduna.
„Mér finnst mikilvægt að við
séum að styðja við þá nýju kynslóð
sem er að koma inn í leikhúsið og
gefa þeim tækifæri,“ segir Friðrik,
en seinna útskriftarverkefnið nefn-
ist Istan og er eftir Pálma Frey
Hauksson í leikstjórn höfundar. Það
verður frumsýnt um mánaðamótin
mars/apríl á næsta ári.
„Það verk gerist í smábænum
Istan sem hefur alltaf verið rólegur
og saklaus. Áhorfendur fá innsýn í
hvernig óvæntur atburður á 19. öld
hristir upp í þorpinu og lætur íbúa
Istan sýna sitt raunverulega andlit.
Bæjarbúar eru fljótir að kenna hver
öðrum um hvernig farið er fyrir fal-
lega bænum þeirra,“ segir Friðrik
og bendir á að Albert Halldórsson
fari með um þrjátíu hlutverk í sýn-
ingunni.
Afhjúpa tálsýn ameríska
draumsins í óperu Bernstein
„Við verðum í samstarfi við Óp-
erudaga í Reykjavík sem hefjast 20.
október og standa til 4. nóvember.
Hér verður 28. október frumsýnd
fyrsta ópera Leonards Bernstein
sem nefnist Trouble in Tahiti,“ seg-
ir Friðrik og bendir á að Bernstein
hefði orðið 100 ára á árinu. „Leik-
stjóri er Pálína Jónsdóttir, sem ný-
verið lauk leikstjórnarnámi í Banda-
ríkjunum, og í helstu hlutverkum
eru Ása Fanney Gestsdóttir og
Aron Axel Cortes,“ segir Friðrik.
Verkinu er lýst sem háðsádeilu sem
afhjúpi tálsýn ameríska draumsins,
heim samanburðar og neyslukapp-
hlaups á kostnað ástarinnar.
„Við hýsum einnig danska óperu
sem nefnist Støv eða Ryk eftir Pet-
er Kohlmetz Møller við texta Neills
Cardinal Furio í leikstjórn Jespers
Pedersen,“ segir Friðrik, en flytj-
endur eru sópransöngkonan Nina
Sveistrup og brúðumeistarinn
Svend E. Kristensen. „Sýningin var
tilnefnd til dönsku Reumert-
sviðslistaverðlaunanna 2016. Þetta
er ljóðræn sýning um endalok
heimsins og hvað gæti tekið við að
þeim loknum.“
Krefjandi móðurhlutverk
Rejúníon nefnist nýtt leikrit eftir
Sóleyju Ómarsdóttur í leikstjórn
Árna Kristjánssonar sem leikhópur-
inn Lakehouse frumsýnir í nóv-
„Fólk óhrætt við að sækja fram“
Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Tjarnarbíós, segir sviðslistafólk í sjálfstæða geiranum í
framvarðarsveit Að minnsta kosti tólf ný verk frumsýnd á komandi leikári og nokkur snúa aftur
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Blómlegt starf „Annar mælikvarði yfir hversu blómlegt starfið er hér í
Tjarnarbíói birtist í því að tilnefningum til Grímuverðlaunanna hefur fjölg-
að milli ára sem og verðlaunum til sjálfstæðu leikhópanna,“ segir Friðrik.
66 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018
Síðumúli 9 - 108 Reykjavík | Dalshraun 13 - 220 Hafnarfjörður
Dalsbraut 1 - 600 Akureyri | 560-8888 • www.vfs.is
Hnoðbyssa
M12 BRT-201X
ál, stál og ryðfrí
2,4-4,8 mm,
ð 325x4.8 mm
hnoð með
rafhlöðu.
r í tösku með
rafhlöðu og
utæki.
kr. 59.900.
Tekur
hnoð
allt a
ryðfrí
2,0Ah
Kemu
2,0Ah
hleðsl
Verð