Morgunblaðið - 30.08.2018, Side 70

Morgunblaðið - 30.08.2018, Side 70
70 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018 TRÉSMÍÐAVÉLAR Vélar fyrir atvinnumenn og handverksfólk Yfir 40 ára frábær reynsla á Íslandi Rennibekkur Lata Verð 139.800,- Tifsög Deco-flex Verð 35.660,- Lykilverslun við Laugaveg – Áratuga þekking og reynsla Opið virka daga 9-18 laugardaga 10-16 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | verslun@brynja.is | brynja.is pónsuga 2 stærðir Verð frá 89.800,- Slípivél BTS800 Verð 38.490,- Súluborvél 2 stærðir Verð frá 25.770,- Smergill BG150 Verð 17.980,- Sambyggð vél Combi 6 Verð 239.800,- SRennibekkur DMT 460 Verð 58.190,- Iðnaðarsuga HA1000 Verð 21.520,- Bandsög 2 stærðir Verð frá 45.150,- Slípivél OSM100 Verð37.520,- Ný vefverslun brynja.is Borðsög TS310 Verð 73.600,- Borðsög HS120 TILBOÐ 55.480,- Hefill HMS850 Verð frá 54.870,- Ánýútkominni plötu TeitsMagnússonar, Orna, máfinna átta lög sem myndaeinhverja þá fegurstu hljóðmynd sem lengi hefur komið út á Íslandi. Lögin átta renna saman í heildarmynd sem hljómar, við síend- urteknar hlustanir, eins og hún hafi verið send úr einhverju öðru tilvistar- stigi eða hugsanlega af annarri plán- etu, þar sem verurnar eru komnar lengra en við á jarðkringlunni. Út- setningar eru snotrar brass- og flautulínur í bland við dreymandi gít- ara og hljóm- borðsstef og engl- araddir sungnar af björtum kven- og karlröddum, og allt liggur þetta of- an á afar sterkum grunni sem bass- inn, trommur og slagverkið mynda. Fólkið sem spilar inná þessa plötu er líka með allt á hreinu og maður finnur hve auðveldlega og áreynslulaust lög- in fljóta inn um hlustirnar. Það er í raun ekki fyrr en í lok fimmta lagsins, „Skriftargangur“, sem eitthvað gárar vatnið. Gáran kemur í formi mjög langs og spenn- andi „hala“ á laginu, og maður rankar við sér, alveg búinn að dáleiðast af allri þessari fegurð. Það er þessi hali, eða langi útúrteygði endatónn sem fékk mig til að hugsa heilmikið um þessa plötu á nýjan hátt, og hvernig hún er byggð upp. Hún er fremur stutt að lengd, ein- ungis tæpur hálftími, og hefst á tveimur sterkum og grípandi lögum með miklum og ójarðneskum flautu- og blástursútsetningum, en textarnir bera vott um að eitthvað sé ekki alveg eins og það eigi að vera. Er líður á plötuna verða laglínur og stef skuggalegri og daprari og spurningar í textunum áleitnari. Þetta held ég að sé engin tilviljun. Það er nefnilega eins og maður sé staddur í paradís, þar sem allt er fullkomið á yfir- borðinu en svo renna á mann tvær grímur þegar maður áttar sig á því að eitthvað er að, en maður veit ekki hvað. Í þessu er gífurlega mikill styrkur, en það þarf virkilega að leggja við hlustir til að komast að þessari niðurstöðu. Þannig hlustaði ég á þessa plötu í fyrstu fimm skiptin og fannst hún „full poppuð“ fyrir minn smekk, þótt ég fílaði hana alveg vel. Þarna liggur allt í andstæðunum og finnst mér allir sem koma að þess- ari plötu eiga heiður skilinn fyrir að leggja svona mikið í útsetningar og fylgja einhverri sýn sem hefur verið útgangspunkturinn. Það er augljós- lega verið að leita í útsetningar og hljóm áttunda áratugarins en á sama tíma hljómar platan mjög tímalaus og ég ímynda mér að þeir sem á annað borð týni sér í þessum hljóðheimi muni gera það um aldur og ævi, svo sterk heildarmynd er hér í gangi. Á sama tíma er fegurðin sem boðið er uppá næstum yfirþyrmandi og ær- andi og það er ekki boðið uppá mikla útrás fyrir efasemdirnar um að ekki sé allt sem sýnist. Það eru vissulega skringileg hljóð hér og hvar og um- ræddur „hali“, en ég hefði gjarnan viljað heyra örlítið meiri ómstríðni á stöku stað, eða hreinlega bara eitt lokalag sem gæfi okkur dómsdagstilf- inninguna beint í æð. Það er í raun það eina sem er að þessari plötu. Maður elskar hana, en þarf svo að setja eitthvert hávært rokk á strax á eftir til að fá útrás fyrir allar þessar tilfinningar sem hún skilur eftir óleystar inni í manni. Að lokum mæli ég eindregið með því að hlusta á plöt- una í góðum heyrnartólum. Þannig dregst maður best inn í heiminn og skýst jafnauðveldlega út úr honum. Er svo bara tilbúinn með HAM á kantinum og blastar einu á eftir þess- ari plötu, og málið er dautt. Popp Orna bbbbm Teitur Magnússon sendir frá sér plöt- una Orna sem inniheldur átta lög. 29.44 mín. Skúrinn útgáfa, 2018. RAGNHEIÐUR EIRÍKSDÓTTIR TÓNLIST Ójarðnesk fegurð Fegurð Á Orna „má finna átta lög sem mynda einhverja þá fegurstu hljóðmynd sem lengi hefur komið út á Íslandi“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.