Morgunblaðið - 30.08.2018, Blaðsíða 80
FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 242. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Ömurlegt veður í vændum
2. Leita dularfullrar konu í Texas
3. Þarf að læsa og loka öllum …
4. Flygildi kannaði vettvang
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Boðið verður upp á leikhúskaffi um
leikritið Dúkkuheimilið, 2. hluti, í
Borgarbókasafninu í Kringlunni í dag
kl. 17.30. Una Þorleifsdóttir leikstjóri
segir gestum frá uppsetningu
Borgarleikhússins á verkinu og að því
loknu verður gengið yfir í Borgarleik-
húsið, þar sem gestir fá stutta kynn-
ingu á leikmynd og annarri umgjörð
sýningarinnar.
Una segir frá Dúkku-
heimilinu, 2. hluta
JFDR + strings
er yfirskrift tón-
leika sem haldnir
verða í Mengi við
Óðinsgötu í kvöld
kl. 21. Á þeim
koma fram Jófríð-
ur Ákadóttir, sem
gengur undir
listamannsnafn-
inu JFDR, og strengjasveit og flytja
lög af nýútkominni hljómplötu Jófríð-
ar, White Sun Live, Part I: Strings.
Á hana hefur hún valið nokkur lög
af sólóferli sínum sem JFDR og einn-
ig með hljómsveitinni Pascal Pinon,
sem hún er í með tvíburasystur sinni
Ásthildi, og útsett fyrir strengja-
kvintett.
JFDR og strengir
Á föstudag Suðaustan 10-18 m/s árla dags og talsverð rigning,
einkum suðaustanlands. Síðan suðvestan 8-13 með skúrum.
Á laugardag Suðvestan 8-15 m/s og rigning eða skúrir, bjartviðri
norðaustan- og austantil. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast á Austurlandi.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp, hætt
við næturfrosti inn til landsins, en 8 til 16 stiga hiti í dag.
VEÐUR
„Það er frábært að uppselt
skuli vera á leikinn og gott
fyrir íslenskar íþróttir að
okkur takist að fylla
stærsta leikvang landsins.
Vonandi verður stemningin
frábær og leikurinn flottur,“
sagði Glódís Perla Viggós-
dóttir, landsliðskona í
knattspyrnu, meðal annars
þegar Morgunblaðið tók
hana tali á landsliðsæfingu
í gær og ræddi við hana um
Þýskalandsleikinn. »1
Góð tíðindi fyrir
íslenskar íþróttir
Karlalið Selfoss í handknattleik leik-
ur á laugardaginn fyrsta leik sinn í
Evrópukeppni félagsliða í nærri
aldarfjórðung þegar liðið tekur á
móti Klaiopeda Dragunas frá Litháen
í endurbættum íþróttasal Iðu á Sel-
fossi. „Það ríkir eðlilega eftir-
vænting meðal manna svo
snemma leiktíðar
að takast á við
krefjandi leiki,“
sagði Patrekur Jó-
hannesson, þjálfari
Selfoss, í gær.
Nánar er rætt við
Patrek og einnig
er aldarfjórð-
ungssaga Selfoss
í Evrópukeppni
rifjuð lauslega
upp. »2
Evrópuleikur eftir nærri
aldarfjórðungs hlé
UEFA, knattspyrnusamband Evrópu,
heldur í dag verðlaunahóf í Mónakó
þar sem knattspyrnukona og knatt-
spyrnukarl ársins í Evrópu verða út-
nefnd. Þrír karlar og þrjár konur eru
tilnefnd en engin kvennanna verður
viðstödd. Tvær eru uppteknar með
landsliðum sínum og ein fékk skila-
boð um að hún þyrfti ekki að mæta,
þar sem hún hefði ekki unnið. »2
Engin kvennanna á
verðlaunahófi UEFA
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Vináttubekkir eru þýskt fyrir-
brigði. Bekkirnir eru gjöf frá for-
eldrafélagi Melaskóla, Formel, í til-
efni af 70 ára afmæli Melaskóla árið
2016. Ef eitthvert barn í skólanum
vantar félagsskap sest það á bekk-
inn. Aðrir nemendur vita þá af því
að viðkomandi nemandi er að leita
eftir félagsskap,“ segir Björgvin
Þór Þórhallsson, skólastjóri Mela-
skóla.
Hann segir að nemendur í yngri
bekkjum séu vel vakandi fyrir því
þegar einhver situr á bekknum og
komi og veiti honum félagsskap.
„Þau taka þetta svo alvarlega að
um daginn settist maður á bekkinn
til þess að hvíla sig og krakkarnir
voru komnir um leið til þess að ræða
við hann,“ segir Björgvin og bætir
við að vinabekkirnir séu ekki alveg
að virka hjá elstu nemendunum en
þeir taki hins vegar að sér að vera
vinaliðar á skólalóðinni.
„Vinaliðar eru í sérstökum vest-
um og fá í hendurnar bolta og alls
konar áhöld. Vinaliðar er verkefni
ættað frá Sauðárkróki og snýst um
það að nemendur skipuleggi og
stjórni leikjum fyrir aðra nem-
endum í frímínútum. Þetta á að
tryggja að alltaf sé eitthvað við að
vera og skipulagðir leikir í frímín-
útum,“ segir Björgvin, sem segir að
Melaskóli sé fyrst og fremst Ol-
weusarskóli sem sé með sérstakt
kerfi til þess að koma í veg fyrir ein-
elti. Auk vináttubekkja og vinaliða
eru haldnir bekkjarfundir í öllum
bekkjum þar sem samskipti og líðan
eru rædd og árlega tekur Melaskóli
þátt í viðamikilli eineltiskönnun.
„Við höfum komið vel út, sem bet-
ur fer, undanfarin ár og í raun frá
upphafi. Við stöndum mjög vel en
það þarf að halda áfram að vinna í
þessum málum,“ segir Björgvin.
„Gott samstarf við Formel skiptir
skólann miklu máli. Foreldrafélagið
skipar bekkjarráðsfulltrúa í hvern
bekk og heldur utan um þann hóp
sem telur 60 manns. Formel vinnur
með skólanum og skólastjórnendum
og tilnefnir áheyrnarfulltrúa í skóla-
ráð. Formel hefur stutt dyggilega
við bakið á skólanum með gjöfum
eins og vináttubekkjunum, Legó
tæknikubbaöskjum og ipödum.“
Framtak skólaliða
Það eru fleiri en foreldrar sem
leggja sitt af mörkum á skólalóðinni
í Melaskóla. Skólaliði sem þar starf-
ar hefur tekið í fóstur eina græna
svæðið á skólalóðinni og sett upp í
samstarfi við smíðakennara og fleiri
bekki sem áritaðir hafa verið með
uppbyggilegum skilaboðum.
Vináttubekkir í Melaskóla
Vinaliðar einn
hlutinn af Olweusar-
verkefninu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Vinir Nemendur í Melaskóla í Reykjavík sitja á vináttubekk með tveimur vinaliðum sem sjá um leiki á skólalóðinni í
frímínútum. Melaskóli er Olweusarskóli sem nýtir sérstakt kerfi til þess að koma í veg fyrir einelti á ýmsan hátt.
Morgunblaðið/Eggert
Vinalegt Vinátta, virðing, fyrirgefning og vinir er meðal þess sem er áletr-
að á bekki sem skólaliði í Melaskóla kom ásamt fleirum upp á lóð skólans.
Kristjana Stefáns og Ragga Grön-
dal munu hverfa á vit spunans og
tilraunagleðinnar og flytja dagskrá
af djassstandördum í Listasafni Ís-
lands í dag kl. 17.15,
í tónleikaröðinni
Freyjudjass. Guð-
mundur Péturs-
son leikur á
gítar.
Kristjana og Ragga
í Freyjudjassi