Morgunblaðið - 30.08.2018, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.08.2018, Blaðsíða 42
42 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018 Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Fjölskylda Franciscos Francos, fyrrverandi einræðisherra Spánar, mun taka við jarðneskum leifum hans þegar þær hafa verið fjar- lægðar úr grafhýsinu mikla í Dal hinna föllnu 50 km norðvestur af Madríd. Ríkisstjórn Spánar, undir forystu Pedro Sanchez forsætisráð- herra, samþykkti næstliðinn föstu- dag tilskipun þess efnis að líkams- leifar einræðisherrans skyldu grafnar upp og fjarlægðar úr graf- hýsinu sem staðið hefur honum til heiðurs. „Vitaskuld munum við taka við jarðneskum leifum afa okkar. Við munum ekki láta ríkisstjórninni þær eftir,“ sagði sonarsonur einræðis- herrans, Francis Franco, í blaðinu La Razon um helgina. Hann er eitt sjö barnabarna leiðtogans fyrrver- andi, en í sameiginlegri yfirlýsingu lýstu afabörnin sig „einarðlega og einhuga“ andvíg uppgreftrinum áformaða. Eitt barnanna, Francisco Martinez-Bordiu, lýsti áætlunum stjórnarinnar sem „ósiðmennt- uðum“ í samtali við sjónvarpsstöðina Antena 3. Fjölskyldan hefur fengið hálfs mánaðar frest til að finna beinunum nýjan legstað, eins og tilskipunin um uppgröftinn kveður á um. „Verði uppgröfturinn knúinn í gegn krefj- umst við þess að fá líkamsleifarnar í okkar hendur svo við getum veitt þeim kristna útför,“ segir í yfirlýs- ingu afkomenda Francos. Að sögn Carmen Calvo aðstoðarforsætis- ráðherra mun beinatakan úr basil- íkunni í Dal hinna föllnu vart eiga sér stað fyrr en seint á árinu. Ákvörðunin um uppgröft líkams- leifa Francos hefur klofið Spánverja í tvennt og ýft upp gömul sár. And- stæðingar einræðisherrans segja óásættanlegt að hinum grimma harðstjóra skuli veitt þessi viður- kenning. Aðrir, sem sjá Franco- tímann í rósrauðum bjarma, eru andvígir brottflutningi leifanna. Og í þriðja lagi eru þeir sem telja að lík- amsleifar Francos eigi að vera áfram í Valle de los Caidos þar sem grafarminnismerkið sé hluti af sögu Spánar. Fjölskylda Francos lagðist gegn uppgreftrinum í formlegu mótmæla- skjali til stjórnar Sanchez og ábóta Benediktsreglunnar sem haft hefur með málefni basilíkunnar að gera. Þar leggur fjölskyldan traust sitt á herðar ábótans um að meina stjórn- inni að koma „hefndarfýsn“ sinni fram. Stjórnaði með járnaga Óljóst er hvaða lagalegu leiðir eru fjölskyldunni mögulegar gegn til- skipun ríkisstjórnarinnar. Fyrr- nefnd Calvo sagði að færi svo að fjöl- skyldan hafnaði flutningi beinanna í hennar eigið grafhýsi myndi ríkis- stjórnin velja endurgreftrun líkams- leifanna stað. „Ég held að þau ætli að beita valdi og grafa líkið upp, en þá munum við láta á lögmæti þess reyna,“ sagði Francis Franco í La Razon. Hann bætti því þó við að fjöl- skyldan áformaði þó ekki að mót- mæla uppgreftinum fyrir dóm- stólum því það væri bara sóun á tíma og fjármunum að takast á við stjórnina í réttarsölum. Franco hershöfðingi réði ríkjum á Spáni og stjórnaði með harðri hendi frá lyktum borgarastríðsins 1936-39 og allt þar til hann lést árið 1975. Borgarastyrjöldinni hleypti hann af stað er herinn gerði uppreisn gegn lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn. Lét hann byggja grafarminnis- merkið á árunum 1940 til 1959 til heiðurs þeim sem létu lífið í styrj- aldarátökunum. Meðal verkamanna sem þar komu að verki voru um 20.000 pólitískir fangar í þrælk- unarvinnu. Grafhýsið geymir jarð- neskar leifar um 37.000 manna úr báðum fylkingum er tókust á í borg- arastyrjöldinni. Kennsl hafa ekki verið borin á langflesta þeirra en ríkisstjórnin áformar að láta grafa leifar þeirra upp líka til að hægt verði að bera kennsl á viðkomandi. Alls munu fórnarlömb átakanna og ofsókna herforingjastjórnarinnar í fjóra áratugi í kjölfarið hafa verið 114.000. Áformar stjórn Pedro Sanc- hez að láta bera kennsl á allan þenn- an hóp. Löngum komu stuðningsmenn Francos saman við grafhýsið á fæð- ingardegi hans til að votta honum virðingu en tekið var fyrir slíkar samkomur með lagasetningu árið 2007. Flokkarnir ósamstiga Mið- og hægriflokkar Spánar hafa gagnrýnt áform stjórnar Sanchez á þeim grunni að þær séu til þess fallnar að espa upp pólitískar deilur eins og þær sem kvöldu Spánverja á síðustu öld. Stuðningsmenn upp- graftarins segja aftur á móti, að um sé að ræða nauðsynlegt skref svo þjóðin geti loks játað þau sár sem uppreisn Francos og einræðisstjórn hans skildi eftir sig og grætt þau. „Við erum að fagna fjörutíu árum lýðræðis á Spáni; stöðugri og þrosk- aðri stjórnarskrárbundinni reglu- semi … og þetta samræmist því ekki að halda uppi grafarminnismerki þar sem við vegsömum enn Franco,“ sagði Calvo varaforsætisráðherra á blaðamannafundi eftir að tilskipunin um uppgröftinn var samþykkt á rík- isstjórnarfundi fyrir tæpri viku. „Sem staðfast evrópskt lýðræðis- ríki getur Spánn ekki leyft tákn- merki sem sundra þjóðinni,“ sagði Pedro Sanchez forsætisráðherra. Það hefur verið forgangsmál hjá honum að fjarlægja líkamsleifar Francos úr Dal hinna föllnu. Vill hann að grafarminnismerkinu verði breytt í stað „sáttar og minninga“. Hefur hann jafnframt lagt áherslu á að „óhugsandi“ væri fyrir önnur fyrrverandi einræðisríki í Evrópu að halda uppi fasískum minnis- merkjum. Þingið á eftir að staðfesta tilskip- unina en ekki er við öðru búist en að hún hljóti samþykki þess. Tilskip- unin nýtur stuðnings Sósíalista- flokks Sanchez, vinstriflokksins Podemos og basknesku og kata- lónsku þjóðernisflokkanna. Eina minnismerkið um fasistastjórn Gagnrýnt hefur verið að grafhýsi Francos sé eina minnismerkið um fasistaleiðtoga sem enn stendur í Evrópu. Stjórnartíð hans, sem lauk við dauða hans 1975, er enn afar við- kvæmt mál í augum Spánverja, bæði stuðningsmanna hans sem andstæð- inga. Í valdatíð hans 1939 til 1975 lét Franco taka af lífi eða fangelsa tug- þúsundi andstæðinga sinna í þeim tilgangi að útrýma andófi. Þá er tal- ið að um hálf milljón manna, vopn- aðra sem óbreytta borgara, hafi dáið í stríðsátökunum, sem klufu Spán- verja í tvennt. „Að grafa fórnarlömb beggja fylk- inga á sama stað og er að finna ríkis- grafhýsi Francos er óvirðing og skortur á friðhelgi þeirra og al- gjörlega óásættanlegt í nútíma lýð- ræðisríki eins og okkar,“ sagði Car- men Calvo. Hún rifjaði og upp, að sendinefnd Sameinuðu þjóðanna hefði fyrir fjórum árum lýst því yfir að grafhýsi er heiðraði minningu Francos væri lýðræðinu ósamþýð- anlegt. Samkvæmt skoðanakönnun Sigma Dos hugveitunnar fyrir blaðið El Mundo styðja um 41% Spánverja uppgröft jarðneskra leifa Francos og að þær verði fjarlægð úr grafar- minnismerkinu. Andstæðir áform- unum voru 38,5% og alls 54% sögðu tímann til að gera þetta núna óheppilegan. Losnar við pólitískt yfirbragð „Þegar leiði Francos er flutt burt úr Dal hinna föllnu losnar staðurinn við hið pólitíska yfirbragð sem á honum hefur hvílt. Þetta verður ekki lengur minnismerki um Franco eða annars helmings fórnarlamba borgarastríðsins,“ sagði Gomez Bravo, sagnfræðiprófessor við Complutense-háskólann í Madríd, í viðtali. „Fyrst þá yrðu mannvirkin tákn sátta vegna átaka sem áttu sér stað fyrir 80 árum á Spáni,“ bætti hann við. Eftir andlát Francos voru pólitískir glæpir fyrirgefnir af opin- berri hálfu fjölskyldum fórnarlamba hans til lítillar gleði. Metnaður Sósíalistaflokksins hef- ur lengi staðið til þess að rýma graf- hýsi Francos einræðisherra. Í tíð Rodriguez Zapatero forsætisráð- herra lagði sérfræðinganefnd stjórnarinnar til að Dalur hinna föllnu yrði helgaður minningu þeirra sem týndu lífi í borgarastríðinu fyrir 80 árum, alveg óháð því hvorri fylk- ingu þeir tilheyrðu. Þeir lögðu einn- ig til að líkamsleifar Francos yrðu fjarlægðar. Brottnám þeirra yrði stórmikilvæg og táknræn aðgerð á Spáni, í landi þar sem íbúarnir glíma enn við pólitísk og félagsleg mein borgarastríðsins. Mannvirkin í Dal hinna föllnu eru mest áberandi opinbera arfleifð valdatíma Francos. Þau voru reist til heiðurs þeim er féllu í átökunum 1936-39 sem Franco kallaði sína „dásamlegu krossför“. Spænska stjórnin vinnur nú að því að breyta dalnum í minningarsetur. agas@mbl.is Deilt um jarðneskar leifar Francos AFP Minnismerki Langar biðraðir eru eftir því að komast inn í basilíkuna í Dal hinna föllnu sem Franco lét reisa í San Lorenzo del Escorial skammt frá Madríd. Aðsókn að minnismerkinu hefur stóraukist eftir að spænska ríkisstjórnin lýsti í júní áformum um að fjarlægja leifar einræðisherrans úr grafhýsinu. Myndin er tekin 15. júlí sl. Einræðisherra Francesco Franco.  Ákvörðun um uppgröft líkamsleifa fyrrum einræðisherra Spánar hefur klofið spænsku þjóðina í tvennt og ýft upp gömul sár  Stjórnartíð Francos er enn afar viðkvæmt mál í augum Spánverja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.