Morgunblaðið - 30.08.2018, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 30.08.2018, Blaðsíða 59
MINNINGAR 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018 ✝ Hinrik Sigfús-son fæddist í Vogum í Mývatns- sveit 26. nóvember 1922. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Húsavík 22. ágúst 2018. Foreldrar Hin- riks voru Finnur Sigfús Hallgríms- son, bóndi og org- anisti, f. 11. ágúst 1883, d. 14. júlí 1966, og Sólveig Stefánsdóttir húsmóðir, f. 25. september 1891, d. 10. desem- ber 1967. Systkini hans voru Ólöf, Bára, Stefán, Ásdís, Val- gerður, Erna, Jón Árni og Krist- ín. Jón Árni og Kristín lifa bróð- ur sinn. Hinrik kvæntist 4. september 1960 Sigríði Guðmundsdóttur, f. 23. september 1937. Börn þeirra eru: 1) Marta Aðalheiður, gift dóttur, dóttir þeirra Þórveig Björg, 3b) Nanna og 3c) Stefán Örn. 4) Gunnhildur gift Sigur- birni Árna Arngrímssyni, börn þeirra 4a) Guðmundur Gígjar, 4b) Arney Dagmar og 4c) Hinrik Freyr. Hinrik ólst upp í Vogum í Mý- vatnssveit og bjó þar alla tíð fyr- ir utan einn vetur í vinnu í Reykjavík og tvo vetur sem hann var við nám í Héraðsskól- ann á Laugum. Hinrik tók virk- an þátt í bústörfum á heimilinu, stofnaði félagsbú með föður sín- um og bróður og stundaði bú- skap alla tíð. Hann vann einnig sem vörubílstjóri, aðallega við lagningu vega víða um héraðið. Hinrik tók þátt í ýmsum félags- störfum, var m.a. formaður Kiwanisklúbbs Mývatnssveitar, söng í kirkjukór og karlakór og var liðtækur í knattspyrnu langt fram eftir aldri. Útför Hinriks fer fram frá Reykjahlíðarkirkju í dag, 30. ágúst 2018, og hefst athöfnin kl. 13.30. Guðjóni Eyjólfs- syni, börn þeirra: 1a) Eyjólfur, maki Petrea Kaðlín Sig- mundsdóttir, 1b) Sigríður, maki Dagur Sævarsson, 1c) Kristín, 1d) Sól- veig og 1e) Hinrik. 2) Jón Ingi, kvænt- ur Hrafnhildi Geirsdóttur, börn þeirra: 2a) Hinrik Geir, maki Aðalheiður Björg Halldórsdóttir, börn þeirra: Halldór Ingi og Hrafnhildur Huld, 2b) Þórhallur Ingi, kvænt- ur Huldu Hrund Sigmunds- dóttur, dætur þeirra: Annalísa Rún og Sunna Dís, og 2c) Björg Lilja, maki Hörður Hermanns- son, sonur þeirra Hermann Ingi. 3) Sólveig Erla, gift Kristjáni Stefánssyni, börn þeirra: 3a) Einar Örn, kvæntur Ástu Gísla- Með djúpri virðingu og þökk viljum við systkinin minnast móð- urbróður okkar, Hinriks Sigfús- sonar. Hinrik var næsti nágranni okk- ar og mikill samgangur milli heimilanna. Mikil vinátta ríkti milli þeirra systkinanna Hinriks og mömmu alla tíð og Hinrik telj- um við einnig hafa verið einn besta vin pabba gegnum tíðina. Þegar þeir voru báðir upp á sitt besta kom Hinrik oft að kvöldlagi suður í Stuðla til að spjalla um pólitík og önnur þjóðþrifamál og var þá hávaðinn oft ógurlegur. Hann var þó ekki merki um ósætti, þvert á móti voru þeir mágarnir innilega sammála. Nú munu þeir blessaðir geta tekið upp þráðinn á ný. Elstu systkinin eiga minningar frá þeim tíma þegar báðar fjöl- skyldur bjuggu undir sama þaki í Vogum III. Hinrik Árni er skírður í höfuðið á Hinriki og minnist hans sem fyrirmyndar og í raun sem föðurímyndar allt þar til pabbi hætti á sjónum og hóf störf við Léttsteypuna. Hinrik var glæsimenni þegar hann var upp á sitt besta, fallega eygður með hátt enni og liðað hár. Hann var íþróttamaður og mikill garpur á yngri árum og tók virk- an þátt í íþróttakeppnum á veg- um Ungmennafélagsins. Þegar kraftarnir þrutu hafði hann enn yndi af að horfa á boltann í sjón- varpinu. Ævistarf Hinriks var að vera fjárbóndi í Vogum. Samtímis því nýtti hann ýmis atvinnutækifæri önnur. Hann var einn af stofnend- um Léttsteypunnar 1963, átti vörubíl og keyrði bæði möl og steypueiningar um allt Norður- og Austurland. Hann var góður bóndi og mikill ræktunarmaður sauðfjár. Þá var hann bæði nýj- ungagjarn og framfarasinni. Allt- af leitandi og skoðandi það sem betur mætti fara til að létta störf- in við búskapinn. Hann var hagur mjög og smíðaði nánast allt sem þurfti til búsins. Þegar heyinu var blásið í hlöðuna keypti hann „seglhólk“ til að hægt væri að blása heyinu í öll horn hlöðunnar. Þá þurfti ekki að moka til í hlöð- unni. Þegar rakað var saman á túnunum ýtti hann öllu heyinu inn á miðja sléttuna til að ekki þyrfti að raka dreifar eftir garða um allt tún. Þegar baggarnir komu til sögunnar smíðaði hann færiband í hlöðuna og var böggunum velt af bandinu þar sem þeir áttu að fara. Það þurfti því ekki að bera þá eða kasta langar leiðir. Þegar rúllurn- ar komu smíðaði hann flutnings- kerfi yfir garðana sem gjafakass- inn rann eftir. Það þurfti því ekki að fara með hneppi fram garðann heldur var mokað beint í gjafa- kassann. Kassinn var á vigt og þannig gefið rétt magn af heyi. Ýmsar endurbætur gerði hann líka á fjárhúsunum, braut niður garða og setti fóðurgang inn við hlöðuna til að hægt væri að taka fé frá fleiri hliðum í fjárhúsin. Í dag hefði slíkur maður farið í verkfræði og getið sér gott orð sem frumkvöðull og uppfinninga- maður. Slík tækifæri buðust honum ekki. Eftir stendur að Hinrik ávaxtaði sitt pund vel og vann af leikni og ábyrgð úr þeim kostum sem honum stóðu til boða. Að leiðarlokum viljum við þakka Hinriki hans góða lífsverk. Siggu og allri fjölskyldunni vott- um við samúð og biðjum góðan Guð að styrkja þau í sorginni. Guð blessi minningu Hinriks Sigfús- sonar. Fyrir hönd systkinanna í Stuðlum, Hinrik Árni Bóasson. Enn einn höfðinginn er fallinn í valinn. Elsku Hinrik minn, frændi og vinur. Ég ólst upp við hlið hans. Hann var stór, sterkur og alltaf hlýr og góður við mig frá því ég var lítil stúlka hjá afa og ömmu. Við frændsystkinin, Hin- rik Árni og ég, kepptumst um að ná sæti á bekknum við hlið hans við eldhúsborðið. Ég var eldri og frekari og vann oftast. Hinrik gat verið hrjúfur á yf- irborðinu og hafði hátt, en undir sló hlýtt hjarta. Það þurfti nú stundum að hækka sig og lesa yfir krakkaskaranum í Vogum á sumrin. Svo sannarlega vorum við engin englabörn. Við höfum oft skemmt okkur við að rifja það upp. Okkur fannst þessi hávaði al- veg ástæðulaus. Allt eru þetta samt góðar minningar. Hinrik kynntist ungri, fallegri stúlku sem var að vinna úti í hót- eli. Brúðkaupið var uppi á gömlu stofu í Vogum og var ævintýri lík- ast. Sigga var á grænum kjól, svo ung og sæt. Veislan heima í Vog- um. Brúðartertan var á nokkrum hæðum og skreytt með rauðu jarðarberi efst. Við Pétur höfum notið gest- risni Hinriks og Siggu í gegnum tíðina með börn okkar og barna- börn og ekki í kot vísað. Alltaf tekið á móti okkur með sömu hjartahlýjunni. Þeir Pétur horfðu saman á fótboltann og Hinrik var með ensku liðin öll á hreinu. Nú seinni árin heilsaði hann mér allt- af með sömu kveðjunni, hækkaði róminn og sagði: „Það er mikið að þú kemur.“ Þetta þótti mér vænt um, því að ég fann að þessu fylgdi hlýja og væntumþykja. Ég kveð Hinrik frænda minn með virðingu og þakklæti. Guð blessi minningu hans. Hjartans kveðja til ykkar allra, elsku Sigga og frændsystkin mín. Sólveig Ólöf Jónsdóttir. Hinrik Sigfússon ✝ KristbjörgSveinsdóttir fæddist í Reykjavík 4. nóvember 1950. Hún lést 18. júlí 2018. Foreldrar Krist- bjargar voru Val- gerður Kristjáns- dóttir frá Skoruvík á Langanesi, f. 2. mars 1918, d. 27. sept. 1988, og Sveinn Gestur Guðmundsson, f. 2. ágúst 1926, d. 1. júní 2003. Kristbjörg var elst systkina sinna, þau eru Guðmundur Rún- ar Sveinsson, f. 14. apríl 1952. f. 3. nóvember 1932. Börn Kiddu eru Valgeir, Sóley, Kristjana og Sunna. Valgeir á tvö börn, þá Gabríel og Kristján. Sóley á Óð- in, Katrínu, Jón Viðar og Ingi- berg. Eiginmaður Sóleyjar er Sigurbjörn Hilmarsson. Kristjana á Kristbjörgu, Brynjar og Eddu Marín, eigin- maður Kristjönu er Árni Hörður Ragnarsson. Sunna á Guðnýju og Jón Óskar, eiginmaður Sunnu er Guðni Yngvason. Kristbjörg hóf skólagöngu sína í Laugarnesskóla árið 1957 og lauk gagnfræðaprófi árið 1966. Eftir skóla lágu leiðir Kiddu út í lífið. Hún vann mikið og fór á ver- tíðir út á land. Áhugamál hennar voru veiði og ferðalög og uppi í Borgarfirði áttu þau hjón sumarhús. Útför hennar fór fram 27. júlí 2018. Kristján Helgi Sveinsson, f. 18. feb. 1958, d. 20. ágúst 1981. María Sveins- dóttir, f. 22. sept. 1959. Kristbjörg átti tvö hálfsystkini, þau Kristínu Sveinsdótt- ur og Sævar Þór Sveinsson. Kristbjörg, eða Kidda, giftist núver- andi eiginmanni sín- um Guðna Óskari Jensen, árið 1990. Guðni er sonur þeirra Líneyjar Huldu Gestsdóttur, f. 3. nóvember 1935, d. 19. júlí 1998, og Hálfdánar Inga Jensen, Þú ákvaðst að eignast mig, ákvaðst að gefa mér líf, líf sem varð að stórri fjölskyldu, miklu stærri en þú elsku mamma gast gert þér í hugarlund, ég gaf þér til baka þrjá gullfallega drengi, eina dásamlega dóttur, tvö barnabarnabörn og dásamlegan tengdason sem að þú elskaðir og varð mikill og góður vinur þinn allt til enda. Þitt líf var okkar líf og fyrir það verð ég ávallt þakklát. Fyrir mér ert þú og varst alltaf hetjan mín sem áttir ekki að fara strax. Ég var engan veginn tilbúin fyr- ir það, ég átti eftir að segja þér svo margt og sýna þér svo margt t.d. hvað ég elskaði þig mikið og hvað ég met þig mikið, hugrekkið og sanngirnina sem þú syndir öllum alltaf og hjarta- lagið þitt. En ég fékk ekki tækifæri til þess elsku mamma mín því að góður Guð ákvað að kalla þig til sín, hann gerði mistök, tók fal- legasta og sterkasta engilinn minn og gerði hann að sínum. Og nú sitt ég hér ein á kaffi- húsi úti á Gran Canaria og er að skrifa minningargrein um þig, sem á engan veginn við því það ert þú sem átt að sitja hér með mér í fallega kjólnum þínum, sem að þú varst ný búin að kaupa fyrir þessa ferð ... ekki ég ein og þú þar sem þú ert, en ég trúi því að þú ert hjá fjölskyld- unni þinni því að við söknum þín svo sárt og innilega. Aðeins góður Guð og við vit- um hvað þú varst mikilvæg í okkar lífi. Aldrei nein vandamál en oft svo mörg, en þú gerðir bara lítið úr þeim og tókst bara á við þau, reddaðir þessu bara einhvern veginn alltaf, þú varst og ert stoðin, styttan og límið sem að hélt þessu öllu saman. Elsku mamma mín, hvernig á ég að geta endað þessi skrif? Mig langar að skrifa svo margt til þín sem ég gat ekki sagt, ég fékk ekki einu sinni að kveðja þig en það huggar mig svo mikið að mín síðustu orð til þín voru ég elska þig og þín til baka voru sömuleiðis elskan mín, eins og við enduðum alltaf okkar samtal. En núna þarf ég bara að bíða þangað til minn tími kemur. Ég veit að þú verður það fyrsta og fallegasta sem tekur á móti mér, ég segi ekki bless því það er svo endanlegt - frekar sjáumst þá, eins og alltaf tókstu vel á móti okkur fjölskyldunni, þegar við komum þreytt frá Eyjum sitj- andi við eldhúsborðið, með kossi, knúsi og mömmulykt. Ég vildi óska þess að ég væri eins og þú - svona sterk og göf- ug manneskja, en sennilega kemst ég ekki mikið nær því að líkjast neinni manneskju þar sem ég er búin til af þér. Ég elska þig og sakna þín fal- legi engillinn minn. Þín dóttir, Sóley María Hafsteinsdóttir. Þann 18. júlí fékk ég þær sorglegu fréttir að tengdamóðir mín væri látin langt fyrir aldur fram, þessi fregn gerði mig hljóðan og engin orð fá lýst þeim tilfinningum sem koma til manns á svona stundu. Kiddu, eins og hún var alltaf kölluð, kynntist ég þegar leiðir okkar Sóleyjar lágu saman, í fyrstu held ég að henni hafi ekki litist mikið á mig en fljótlega urðum við góðir vinir allt til enda. Kidda var stjórnsöm kona en hjartalagið göfugt og gott enda fór engin bónleiður frá henni og nutu sumir góðs af því og gera enn. Mjög gott var að koma til hennar meðan hún var á lífi og fá að dvelja hjá henni og hlæja með henni þegar við fjölskyldan komum frá Vestmannaeyjum og alltaf væri eins og kóngurinn frá Krít væri kominn og mikið spjallað. En nú ertu farin, elskan mín, á vonandi miklu betri stað, megi Guð geyma þig í faðmi sínum þangað til við hittumst aftur, en hugur minn og hjarta er hjá fjöl- skyldunni þinni á þessum erf- iðum tímum. Hinsta kveðja, þinn tengda- sonur Sigurbjörn Hilmarsson. Kristbjörg Sveinsdótir Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Lúðrasveitin Svanur kveður í dag einn af heiðursfélögum sín- um, Jón Sigurðsson trompetleik- ara, hinstu kveðju. Sjaldan hafa þær ljóðlínur, sem hér fara á undan, átt betur við. Félagar sveitarinnar eiga eftir að sakna þess að sjá andlit Jóns í áheyr- endahópnum á tónleikum Svans- ins en við munum halda áfram að spila eitthvað létt og ærsla- fullt á tónleikum okkar til að heiðra minningu hans. Jón Sigurðsson var stjórnandi Jón Sigurðsson ✝ Jón Sigurðssonfæddist 16. mars 1927. Hann lést 16. ágúst 2018. Útför Jóns fór fram 29. ágúst 2018. Svansins um tíu ára skeið á árunum 1964-1974 og náði því besta fram í sveitinni með sínu hægláta viðmóti og ábendingum. Hann stóð fyrir ýmsum nýjungum í starfi sveitarinnar og tók hún stórstígum framförum undir hans stjórn með nýjum félögum og krefjandi verkefnum. Auk þess kenndi Jón mörgum af trompet- leikurum Svansins í gegnum ár- in, meðal annars undirrituðum. Mér eru minnisstæðar margar kennslustundir í Tónó í Skip- holtinu þar sem að Jón deildi kunnáttu sinni og reynslu af festu og ljúfmennsku, einstakur kennari. Lúðrasveitin Svanur kveður fallinn félaga með trega og sendir öllum aðstandendum Jóns Sigurðssonar hlýjar sam- úðarkveðjur. Snorri Valsson, formaður Svansins. Hallgrímur föð- urbróðir minn varð gamall maður, vantaði aðeins nokkra mánuði í 100 árin. Það er víst langlífi í okkar fjöl- skyldu. Það eru viss forréttindi að hafa þekkt Hallgrím svo að segja frá barnæsku. Hann hafði upplifað ótrúlegar þjóðfélags- breytingar á sínu lífshlaupi og var fús að miðla þeim upplýs- ingum til næstu kynslóða. Ungur gerðist hann bóndi á fæðingarstað sínum, Hvammi í Vatnsdal. Ótrúlega fallegri sveit með sínum háu fjöllum fyrir of- an bæinn og sléttum og frjó- sömum engjum á bökkum Vatnsdalsár. Þar byggði hann upp sitt bú af mikilli natni og fyrirhyggju, varð góður bóndi og hafði arð af sínum búrekstri. Sem dæmi um framsýni var að hann lét leggja símakapal með vatnsleiðslunni þegar hann byggði nýtt fjós. Var það trú- lega eina fjósið á sjöunda áratug síðustu aldar sem var í síma- sambandi. Öll nýjasta tækni til búskapar var til á bænum. Ég heyrði góða sögu af hon- um þegar hann keypti nýja dráttarvél hjá Sambandinu: Eft- ir að Hallgrímur hafði gengið frá pöntun á nýrri vél hjá sölu- manninum kvaddi hann og gekk til dyra en snéri sér við og sagði: „Heyrðu, við skulum hafa þær tvær.“ Þessi saga var fleyg þar innan dyra þegar ég seinna byrjaði að vinna þar sem ungur maður. Hallgrímur var ungur mikill Hallgrímur Guðjónsson ✝ HallgrímurGuðjónsson fæddist 15. janúar 1919. Hann lést 3. ágúst 2018. Útför Hallgríms fór fram 14. ágúst 2018. félagsmálamaður og valinn til ábyrgðarstarfa fyr- ir sína stétt og sína sveit, síðast hrepp- stjóri í Áshreppi. Þegar hann seinna flutti á „mölina“ eftir fjörutíu ára búskap naut ég þess að heimsækja hann oftar en ég hafði gert þegar hann var fyrir norð- an. Þar drakk ég í mig fjölda sagna um lífið og lífsbaráttuna á þeim tíma sem hann var að alast upp, búskap hans og bú- skaparhætti. Sögur af mönnum, nú löngu horfnum og mannlífinu á þeim tíma. Það gerði ekkert til þó að sumar sögur væru sagðar oftar en einu sinni. Í mínum huga voru þær samt áhugaverðar. Hann var stál- minnugur og sögurnar breyttust ekkert í meðförum, þær voru réttar. Að honum gengnum verða margar sagnanna aldrei aftur sagðar. Hallgrímur var fyrst og fremst bóndi og þann titil bar hann alla tíð en seinni árin sem fyrrverandi bóndi og er það heiðurstitill. Hann var réttsýnn og mannasættir þegar þess þurfti. Háaldraður hélt hann fullri reisn, lítt gráhærður og gekk óstuddur undir það síðasta. Eitt sinn sagði hann við mig „að það væri ótrúlegt, komin á tíunda áratuginn, að finna hvergi til í skrokknum“. Að lokum vil ég þakka Hall- grími fyrir samfylgdina sem varði óslitið í yfir sextíu ár, þá frændsemi og vináttu sem hann sýndi mér og mínu fólki. Aðstandendum Hallgríms sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Farðu heill, frændi minn. Eiður Steingrímsson. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.