Morgunblaðið - 30.08.2018, Side 16
16 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018
Undirföt
Sundföt
Náttföt
Sloppar
Bláu húsin v/Faxafen
Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena
undirfataverslun • Næg bílastæði
30-60% afsláttur
af völdum vörum
Útsalan
hefst í dag
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Mér hefur alltaf fundistgaman að kenna ogstarfa með ungu fólki,sjá það fyllast sjálfs-
trausti og takast á við ný og ögrandi
verkefni. Kennarastarfið er oft van-
metið þó mikilvægt sé og sama gildir
ef til vill líka um iðnmenntun sem
getur skapað fólki ótalmörg áhuga-
verð tækifæri til starfa,“ segir Hild-
ur Ingvarsdóttir, nýr skólameistari
Tækniskólans – skóla atvinnulífsins.
Hildur tók við starfi skólameist-
ara 1. júní síðastliðinn en þá var ver-
ið að undirbúa starf næsta skólaárs
sem nú er komið á fullt skrið. Áður
starfaði Hildur, sem er vélaverk-
fræðingur að mennt, hjá Veitum
hvar hennar áherslumál var meðal
annars að fá ungt fólk og þá ekki síst
stúlkur til starfa í annars hefð-
bundnum karlastörfum. Einnig að
efla öryggismenningu meðal starfs-
manna, sem nú verður stærri þáttur
en áður í áherslum og starfi Tækni-
skólans.
Fjölmennasti skólinn
Á haustönn verða alls um 2.500
nemendur í Tækniskólanum, sem er
fjölmennasti framhaldsskóli lands-
ins. Starfsemi hans er skipt upp í sjö
undirskóla sem hver sinnir sínu
sviði; svo sem í byggingaiðn, skip-
stjórn, vélstjórn, raf- og málmiðn-
greinum, hársnyrti- og fataiðnum og
upplýsingatækni. Þá eru reknar
starfsbrautir við skólann, nýbúa-
braut og sitthvað fleira.
Leiðir til stúdentsprófs eru
greiðar í skólanum, í meistaraskól-
anum hljóta sveinar réttindi sem
meistarar í sínu fagi auk þess sem
námskeiðahald á vegum Endur-
menntunarskólans er ríkur þáttur í
starfseminni. Svo mætti áfram til-
taka fleira í námsframboði skólans.
Framtíðin er óráðin
Um þessar mundir er í húsi
Tækniskólans á Skólavörðuholti í
Reykjavík unnið að því að útbúa 300
fermetra rými sem verður tileinkað
fjórðu iðnbyltingunni og ýmsum
breytingum í samfélaginu sem henni
munu fylgja. Stofunni verður skipt
upp í svæði fyrir ýmis verkefni og
nefnast þau; skapandi rými, verk-
stæði, mótun, þjarkur, tækni og
hljóð og mynd. Þarna verða þrívídd-
artæknin og aðrar tækninýjungar
áhersluatriði og öll framsetning
þannig að vekja megi áhuga ungs
fólks fyrir iðn-, tækni- og verknámi.
„Við köllum þetta Framtíðar-
stofu sem verður notuð fyrir allan
skólann og vonandi almenning í
framtíðinni,“ segir Hildur skóla-
meistari. „Þessi starfsemi mun
þróast eftir því sem fram líða stund-
ir; enginn veit hvaða störf verða til
eftir tíu eða tuttugu ár. Nemendur
lifa í mjög óráðinni framtíð og við í
skólunum þurfum að geta aðlagað
okkur síbreytilegum veruleika.
Framtíðarstofan sem nú er í verið að
ganga frá og verður væntanlega
opnuð í nóvember þarf ef til vill að
verða allt öðruvísi eftir fimm eða tíu
ár og þá verður bara brugðist við því
eins og öðru.“
Verknám sé
kynnt í grunnskóla
Hildur getur þess að í dag sé
mikil eftirspurn í atvinnulífinu eftir
fólki með menntun í tölvutækni og
Endalausar
nýjungar
Verknámsnemum fjölgar. Hildur Ingvarsdóttir, nýr
skólameistari Tækniskólans, segir mikilvægt að
bregðast við þróun og alltaf sé þörf fyrir iðnaðarmenn
úti í atvinnulífinu.
Hildur Ingvarsdóttir sem er fædd árið
1975 lauk prófi í véla- og iðnaðarverk-
fræði frá Háskóla Íslands 1999 og
meistaraprófi í vélaverkfræði frá há-
skólanum í Bresku Kólumbíu í Kanada
2001. Þá hlaut hún réttindi sem fram-
haldsskólakennari 2003. Frá 2006 og
fram á þetta ár starfaði hún hjá Orku-
veitu Reykjavíkur og var síðustu fimm
árin forstöðumaður viðhaldsþjónustu
Veitna.
„Í framhaldsnáminu í Kanada, að-
stoðaði ég við kennslu og tilraunir. Þar
vaknaði áhugi minn á skólastarfi og
kenndi ég stærðfræði og eðlisfræði við
MR um skeið áður en ég snéri mér að
hefðbundnari verkfræðistörfum. Þegar
starf skólameistara Tækniskólans var
auglýst ákvað ég að sækja um, fékk
starfið og sé í þessu óteljandi tæki-
færi,“ segir Hildur sem er gift, á þrjár
dætur og er mikil fjölskyldu- og úti-
vistarmanneskja að eigin sögn.
Ég sé óteljandi tækifæri
VÉLAVERKFRÆÐINGUR MEÐ FJÖLBREYTTAN FERIL AÐ BAKI
Skólameistari Hildur
Ingvarsdóttir í kennslustofu.
Tækniskólinn – skóli atvinnulífsins
er með meginstarfsemi sína á
Skólavörðuholti og við Háteigsveg
í Reykjavík og við Flatahraun í
Hafnarfirði. Á þessum stöðum var
áður starfsemi þeirra skóla sem
voru sameinaðir fyrir um áratug.
„Núna dreymir okkur um að
geta sameinað starfsemina undir
einu þaki á góðum stað á höfuð-
borgarsvæðinu. Núverandi húsa-
kostur er hamlandi fyrir nýjar
áherslur í starfinu. Óhagræðið af
því að vera á þremur stöðum og
leigja húsnæði fyrir tilteknar
námsgreinar á fleiri stöðum blasir
við öllum sem vilja. Í nýju húsi sem
byggt væri gagngert fyrir starf-
semina værum við mun betur sett
og höfum því sett húsnæðismálin
á stefnuskrá,“ segir Hildur.
Vilja vera undir einu þaki
HÚSAKOSTUR ER SKÓLASTARFINU HAMLANDI
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skólavörðuholt Iðnskólahúsið sem
var byggt árið 1960 og stækkað síðar.
Morgunblaðið/Valli
Trésmíði Hluti af Tækniskólanum er Byggingatækniskólinn, en nám þar opnar mörg tækifæri.
forritun. Það gildi raunar um flestar
iðngreinar; alls staðar þurfi fólk með
góða fagþekkingu.
„Samfélagið eða þjóðarsálin
stýrir ungu fólki í stúdentspróf og
þaðan í háskóla, en í orði eru allir
líka sammála um að hefja verði verk-
nám til vegs. En þá verða aðgerðir
og hugur að fylgja máli og strax í
grunnskóla þarf að kynna fyrir ungu
fólki möguleika í iðngreinum. Slíkt
gerðum við í mínu fyrra starfi hjá
Veitum. Þar buðum við nemendum
úr Árbæjarskóla að koma til okkar
og kynna sér störfin sem skilaði sér
tvímælalaust. Tækniskólinn hefur
einnig verið með grunnskólaval með
sama markmiði. Verknám er fyrir
alla; í boði eru góð störf og fín laun,“
segir Hildur sem heldur áfram:
„Og nú virðist mér raunar sem
breyting sé að verða. Í haust koma
16% þeirra krakka sem luku grunn-
skólanum í vor beint í verk- og
starfsnám og það hlutfall hefur
sjaldan verið jafn hátt. Hér í Tækni-
skólanum jókst aðsókn mikið í raf-
iðnaðar- og byggingargreinar svo og
málmiðngreinar. Einnig er mikil
ásókn í hönnun og nýsköpun og
fleira mætti telja til. Það sem mér
finnst annars sérstaklega frásagna-
vert nú er að stelpurnar eru að koma
sterkar inn til dæmis í rafiðnaðar-
námið og raunar fleiri greinar þar
sem karlarnir hafa verið ráðandi til
þessa. Konur eru 7,5% nema í raf-
iðngreinum nú en voru 1% árið 2008.
Það er góð þróun og afrakstur mik-
illar vinnu undanfarin ár.“
Þróun sé mætt með samvinnu
Skóli er samfélag fólks sem
skiptist á upplýsingum og miðlar
þeim, kynnir sér málin og tekur
skrefin til framtíðar út frá þekkingu.
Samvinna menntastofnana, sam-
félags og atvinnulífsins er því mikil-
væg. En hver á að leiða þróunina?
Hildur segir að best fari á því hvað
Tækniskólanum viðvíkur að nýrri
verkmenningu og tækniþróun verði
mætt með góðri samvinnu skóla og
atvinnulífsins.
„Ef hver situr í sínu horni ger-
ast hlutirnir hægar en ella og allir
eru síður í stakk búnir til að mæta
nýjum viðfangsefnum og tileinka sér
nýja tækni. Í raf- og stjórnbúnaði
svo dæmi sé tekið eru endalaust að
koma nýjungar og menntun rafiðn-
aðarmanna og tölvufólks tekur mið
af því. Sama gildir raunar í öllum
iðngreinum. Vissulega þarf smiður-
inn áfram að nota hamar og sög og
málarinn pensil en það er hins vegar
margt nýtt að bætast við. Í hár-
greiðslunni eru áfram notuð skæri
og greiða en nú fylgir starfinu mikil
áskorun í því að finna og tileinka sér
notkun umhverfisvænni hárvara.
Þróun á þessum nótum þurfa skól-
arnir, fyrirtækin og raunar sam-
félagið allt að mæta.“