Morgunblaðið - 30.08.2018, Síða 67

Morgunblaðið - 30.08.2018, Síða 67
ember. „Verkið fjallar um Júlíu, sem er ekta íslensk ofurkona sem gefur sig 110% í allt sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún er eftirsóttur ferlafræðingur með eigið ráðgjafa- fyrirtæki en móðurhlutverkið reyn- ist henni afar krefjandi. Þegar óum- flýjanlegar breytingar vofa yfir hjá fjölskyldunni reynir hún að endur- nýja tengslin við æskuvinukonu sína, en saman ætla þær að skipu- leggja grunnskólarejúníon aldar- innar,“ segir Friðrik. Með hlutverk Júlíu fer Sólveig Guðmundsdóttir, en aðrir leikarar eru Sara Marti Guðmundsdóttir og Orri Huginn Ágústsson. Hýsa þrjár hátíðir „Við hýsum tvær hátíðir fyrir áramót og stöndum fyrir einni sjálf í vor. Fyrst í röðinni er sviðslistahá- tíðin Spectacular dagana 14.-18. nóvember. Þetta er í fjórða sinn sem Lókal og Reykjavík Dance Festival vinna saman að því að skipuleggja alþjóðlega sviðslista- hátíð í höfuðborginni,“ segir Friðrik og bendir á að dagskráin skýrist þegar nær dregur. „En markmiðið er að bjóða upp á frumsýningar á ís- lenskum verkum eftir marga af framsæknustu sviðslistamönnum landsins, í bland við ný verk virtra, alþjóðlegra listamanna. Einnig verða bráðnauðsynlegar umræður um listina og lífið, vinnustofur og aðrir viðburðir á dagskrá sem eiga við á þeirri mögnuðu stund þegar glugginn inn í hina litríku veröld sviðslistanna opnast.“ Seinni hátíðin á þessu ári verður danshátíðin Ice Hot sem haldin er í desember. „Hér er um að ræða tvíæring sem hóf göngu sína í Sví- þjóð 2010 og fór þaðan til Finn- lands, Noregs og Danmerkur. Upp- haflega stóð aðeins til að halda fjórar hátíðir, en þar sem Ísland hefur alltaf tekið þátt þótti viðeig- andi að ljúka verkefninu hérlendis,“ segir Friðrik og tekur fram að til umræðu sé að halda verkefninu áfram þar sem þetta sé orðin afar mikilvæg kaupstefna fyrir norræna dansheiminn. „Enda er þessi hátíð orðin það þekkt vörumerki. Við bú- umst við mörg hundruð listamönn- um að utan auk stjórnenda danshá- tíðar erlendis,“ segir Friðrik og tekur fram að hátíðin sé fyrst og fremst faghátíð og því ekki opin al- menningi. Fókus á danssenuna „Annað árið í röð stöndum við fyrir sviðslistahátíðinni Vorblót sem unnin er í samvinnu við danssenuna á Íslandi,“ segir Friðrik, en Vor- blótið verður í apríl. „Markmið okk- ar með hátíðinni er að vekja aukna athygli á danssenunni hérlendis,“ segir Friðrik og bendir á að sjálf- stæðir danshópar séu húsnæðis- lausir hér á landi. „Í ár verður há- tíðin unnin í samvinnu við Reykja- vík Dance Festival,“ segir Friðrik og tekur fram að dagskráin verði kynnt þegar nær dregur. Þriðja árið í röð verður Svanurinn með jólasýningu í desember. „Svan- urinn er spunahópur sem var stofn- aður fyrir fjórum árum og saman- stendur af sjö metnaðarfullum spunaleikurum úr röðum Improv Ísland,“ segir Friðrik og tekur fram að grín og glens verði að vanda áberandi í jólasýningunni. Meðal meðlima Svansins eru Auðunn Lúthersson, Guðmundur Felixson og Pálmi Freyr Hauksson. Árleg aðventusýning „Á síðasta leikári vorum við með óvenju margar barnasýningar. Á komandi leikári verðum við með eina nýja frumsýningu á vegum leikhópsins Lottu auk þess sem að minnsta kosti þrjár eldri sýningar snúa aftur,“ segir Friðrik. „Í september sýnir leikhópurinn Bíbí og Blaka ungbarnadanssýn- inguna Skýjaborgir, en þar er um að ræða fyrstu sýningu hópsins sem frumsýnd var 2012,“ segir Friðrik. Verkið fjallar um tvær verur, Sunnu og Storm, sem vakna furðulostnar upp á dularfullum stað. Þar eru sí- felld veðrabrigði og verurnar verða því stöðugt að takast á við nýjar að- stæður. „Ævintýrið um Augastein eftir Felix Bergsson í samvinnu við Kol- brúnu Halldórsdóttur leikstjóra og Helgu Arnalds brúðu- og leik- myndahönnuð er okkar árlega að- ventusýning,“ segir Friðrik og tek- ur fram að margir líti á það sem hluta af jólaundirbúningnum að koma í Tjarnarbíó og heyra og sjá söguna í flutningi Felix. Lotta sló öll aðsóknarmet „Jólaævintýri Þorra og Þuru úr smiðju Agnesar Wild snýr aftur,“ segir Friðrik og tekur fram að um sé að ræða töfrandi jólaleikrit fyrir yngstu leikhúsgestina og fjöl- skyldur þeirra. „Í sýningunni er fjallað um gildi jólanna og hvernig við eigum það til að gleyma okkur í neysluhyggjunni.“ Leikhópurinn Lotta frumsýnir Rauðhettu eftir Snæbjörn Ragn- arsson í leikstjórn Ágústu Skúla- dóttur í janúar. „Í Rauðhettu er ekki aðeins sögð saga Rauðhettu, heldur blandast Hans og Gréta sem og grísirnir þrír inn í atburðarásina. Lotta hefur frá árinu 2007 sýnt nýj- ar útisýningar yfir sumartímann. Í fyrravetur tóku þau upp á því að setja upp eldri verk sín í nýjum uppfærslum tíu árum seinna. Fyrsta uppfærslan þeirra hér í Tjarnarbíói var Galdrakarlinn í Oz sem sló öll aðsóknarmet hjá okkur og fyllti húsið 32 sinnum,“ segir Friðrik. Leikarar eru Andrea Ösp Karlsdóttir, Anna Bergljót Thor- arensen, Árni Beinteinn Árnason, Sigsteinn Sigurbergsson og Stefán Benedikt Vilhelmsson. Óttinn við höfnun Það sem við gerum í einrúmi nefnist nýtt íslenskt kvikmyndaleik- húsverk um einsemdina eftir Sig- rúnu Huld Skúladóttur og Söru Martí Guðmundsdóttur í leikstjórn þeirrar síðarnefndu sem Smartílab frumsýnir í janúar. „Verkið segir frá fjórum ólíkum einstaklingum sem búa í sömu blokkinni. Öll eru þau einangruð, en af mismunandi ástæðum. Þrá þeirra til að tengja við aðra drífur þau áfram til að- gerða, hvert á sinn hátt. Óttinn við höfnun getur þó verið ansi hávær þegar safna á kjarki og sumar að- ferðir eru árangursríkari en aðrar í mannlegum samskiptum,“ segir Friðrik. Meðal leikenda eru Árni Pétur Guðjónsson, Ragnheiður Steindórsdóttir og Albert Hall- dórsson. Annað árið í röð stendur Unnur Elísabet Gunnarsdóttir fyrir smá- réttaveislu undir yfirskriftinni Ég býð mig fram. „Þarna er um að ræða listahátíð þar sem listafólk þvert yfir listsviðið skapar hvert sitt örverk, en alls eru örverkin 14,“ segir Friðrik, en frumsýning verður í febrúar. Meðal höfunda eru Frið- geir Einarsson, Gréta Kristín Óm- arsdóttir, Helgi Björnsson, Ilmur Stefánsdóttir, Ingvar E. Sigurðs- son, Kitty Von Sometime og Urður Hákonardóttir, en listrænn stjórn- andi og flytjandi er Unnur Elísabet. Skór og tónleikhús Í hennar sporum nefnist söng- dagskrá með leikrænu ívafi úr smiðju Svanlaugar Jóhannsdóttur söngkonu sem sýnd verður með vor- inu. „Hún hefur safnað sögum frá konum sem hún lítur upp til og not- ar skópörin þeirra sem farartæki fyrir þær sögur,“ segir Friðrik. Síðasta frumsýning leikársins verður einleikurinn Iður eftir Gunn- ar Karel Másson í leikstjórn höf- undar. „Hér er á ferðinni nýtt íslenskt tónleikhúsverk sem fjallar um lögreglumanninn og fjölskyldu- föðurinn Mark Kennedy sem reynir að lifa tveimur aðskildum lífum sem uppljóstrari. Í verkinu er velt upp spurningum um raunveruleikann, sjálfsímynd og stað okkar í tilver- unni,“ segir Friðrik og bendir á að inn í atburðarásina fléttist aríur og kórlög við texta eftir endurreisnar- skáldið John Donne sem hafa að leiðarstefi innri baráttu mannsins og spurningar um lífið og dauðann. Leikari sýningarinnar er Hlynur Þorsteinsson, sem útskrifaðist af leikarabraut LHÍ í vor sem leið, en með honum á sviðinu verður Drengjakór Reykjavíkur. Reksturinn loks kominn á flug Aðspurður segir Friðrik rekstur Tjarnarbíós loks vera kominn á flug eftir býsna mögur ár. „Þegar húsið opnaði eftir endurbætur 2010 voru leikhópar mjög áhugasamir um að koma hingað inn. Rekstrarmódelið gekk hins vegar ekki upp þar sem húsaleigan reyndist of há miðað við tekjur hópanna,“ segir Friðrik og rifjar upp að framtíðarhúsaleiga hafi átt að fjármagna endurbæt- urnar. „Sem betur fer rönkuðu borgar- yfirvöld við sér og ákváðu að leggja okkur lið, sem breytti öllu. Frá og með 2014 var innri leiga felld niður samtímis því sem borgin styrkti reksturinn árlega um 10 milljónir á árunum 2014-16, sem hækkað var í 14-15 milljónir fyrir árin 2017-19. Frá þeim tíma hefur reksturinn far- ið á flug. Þessir fjármunir hafa skil- að sér beint í reksturinn og auknum sýningarfjölda með tilheyrandi lífi hér í húsinu. Frá 2014 hefur veltan þannig aukist um 30% milli ára. Þessi aukna velta fer nær óskipt beint til listamannanna, enda renn- ur aðeins lítið brot af henni til Tjarnarbíós til að halda starfsem- inni gangandi,“ segir Friðrik og bendir á að 50% af rekstrarfé Tjarnarbíós sé sjálfsaflafé. Úr 4 í 40 þúsund gesti „Þegar reksturinn var sem þyngstur komu aðeins um 4.000 áhorfendur í húsið, en á síðasta leik- ári voru útgefnir leikhúsmiðar um 20 þúsund,“ segir Friðrik og tekur fram að annar eins fjöldi hafi komið í húsið á aðra viðburði en leiksýn- ingar, s.s. á fríar hátíðir, tónleika, umræðufundi og leiklestra. „Annar mælikvarði yfir hversu blómlegt starfið er hér í Tjarnarbíói birtist í því að tilnefningum til Grímuverðlaunanna hefur fjölgað milli ára sem og verðlaunum til sjálfstæðu leikhópanna,“ segir Frið- rik, sem samtímis því að vera fram- kvæmdastjóri Tjarnarbíós er fram- kvæmdastjóri Bandalags sjálfstæðra leikhúsa. Enn svigrúm til að vaxa Spurður hvort umfang reksturs- ins í Tjarnarbíói geti haldið áfram að vaxa svarar Friðrik því játandi. „Ramminn okkar afmarkast af einu sviði sem rúmar 180 áhorfendur í sæti og fjölda daga í árinu. Svig- rúmið til að vaxa varðandi áhorf- endafjöldann er enn til staðar auk þess sem húsið hefur staðið nánast tómt yfir sumartímann,“ segir Frið- rik og bendir á að stjórnendur húss- ins hafi skoðað þann möguleika að bjóða erlendum leikhópum að æfa og sýna í Tjarnarbíói yfir sumartím- ann. „Mér leiðist að tala um grasrót, því mér finnst orðið ekki nógu um- fangsmikið. Vissulega erum við að næra og gefa fólki tækifæri til að stíga sín fyrstu skref – en um leið býr sjálfstæða senan yfir miklum reynsluboltum. Í raun má segja að við séum í framvarðarsveit sviðs- lista, því hér eru teknar listrænar áhættur, hér er verið að vinna með nýja hluti hvort sem eru ný íslensk verk eða nýjar aðferðir auk þess sem listafólkið þarf að geta unnið sjálfstætt. Fólk hér er óhrætt við að sækja fram og tilbúið að hlaupa fram og mæta áhorfendum.“ » Í raun má segja aðvið séum í framvarð- arsveit sviðslista, því hér eru teknar listrænar áhættur, hér er verið að vinna með nýja hluti hvort sem eru ný íslensk verk eða nýjar aðferðir auk þess sem listafólkið þarf að geta unnið sjálf- stætt. Fólk hér er óhrætt við að sækja fram og tilbúið að hlaupa fram og mæta áhorfendum. MENNING 67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018 Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is Leikarinn góðkunni John Goodman útskýrir í stóru viðtali við banda- ríska dagsblaðið New York Times af hverju persónan Roseanne er ekki með í sjónvarpsþáttaröðinni The Conners sem er búin til upp úr þáttaröðinni vinsælu Roseanne þar sem leikkonan Roseanne Barr lék aðalhlutverkið. „Hún er dáin,“ sagði Goodman. Þótt Dan Conner, persóna Good- mans, sé sjálfur risinn upp frá dauðum í þessari þáttaröð er dauði Roseanne mun varanlegri. Sjónsvarpsstöðin ABC hefur lýst því yfir að Roseanne Barr komi ekki að gerð þáttanna, hvorki fjár- hagslega né hugmyndalega séð. Allt byrjaði þetta á því að Rose- anne Barr tísti um að fyrrverandi ráðgjafi Baracks Obamas, Valerie Jarrett, væri afkvæmi Bræðralags múslima og Apaplánetunnar. Lásu flestir út úr þessu líkingu með Jar- rett, sem er svört, og apa. Næsta dag var sýningum á Rose- anne hætt á ABC, og sögðu yfir- ráðamenn stöðvarinnar frá því að The Conners myndu hefja göngu, en án Roseanne. Goodman segir í viðtalinu að hann hafi verið mjög hissa á tístinu, sem Barr hefur sagt að hafi verið skrifað undir áhrifum svefnlyfja. „Ég veit að hún er ekki kynþátta- hatari,“ sagði hann um Barr. ABC Conner-hjónin John Goodman og Roseanne Barr í hlutverkum sínum í þáttaröðinni vinsælu Roseanne sem framleidd var á árunum 1988-1997. John Goodman segir per- sónuna Roseanne dána

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.