Morgunblaðið - 30.08.2018, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 30.08.2018, Qupperneq 66
VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Eins og alltaf er ég mjög spenntur fyrir komandi leikári. Á vorin tekur ávallt við spennandi púsluspil, því að skipuleggja leikár er eins og vera í tetris með púslum sem sífellt breytast. En eins og ég lærði í við- skiptafræðinni á sínum tíma þá snú- ast viðskipti ekki um tölur heldur fólk. Mannlegi þátturinn er óút- reiknanlegi hlutinn í öllu skipulagi, enda er fólk ekki excel-skjöl,“ segir Friðrik Friðriksson framkvæmda- stjóri Tjarnarbíós. „Líkt og síðustu ár eiga flestar sýningar leikársins það sameigin- legt að hafa hlotið styrk frá Leik- listarráði. Við förum engu að síður yfir allar umsóknir og gefum þeim stig í samræmi við okkar valferlis- reglur,“ segir Friðrik og bætir við: „Leikárið hér endurspeglar þær áherslur og viðfangsefni sem eru listafólki sjálfstæðu leikhópanna hugleikin. Sú áhersla sem er á íslensk verk helst að einhverju leyti í hendur við áherslur Leiklistarráðs sem styrkir fremur íslenska frum- sköpun á svið,“ segir Friðrik og tek- ur fram að hjá valnefnd Tjarnarbíós vegi frum- og nýsköpun verkefna þungt. Aðrir þættir sem valnefndin horfi til séu fagmennska, erindi efn- is við íslenska áhorfendur og hvort verið sé að vinna með nýjar vinnu- aðferðir. Tengsl við umheiminn Að sögn Friðriks bárust um 25 umsóknir í ár. Að minnsta kosti tólf ný verk verða frumsýnd og nokkrar sýningar snúa aftur auk þess sem Tjarnarbíó hýsir þrjár hátíðir þar sem ný verk í bland við eldri verða sýnd, en nánari dagskrá skýrist síð- ar. Jafnframt mun Tjarnarbíó hýsa erlendar gestasýningar, en sú fyrsta verður White Beauty sem norræni sviðslistahópurinn Mell- anmjölk Productions sýnir 1. og 2. september kl. 20. „Sýningin fjallar um uppsveiflu öfgastefna á Norð- urlöndunum. Flytjendur sökkva sér í norrænar hefðir, tilfinninga- þrungna orðræðu og þá fagurfræði sem stuðningsmenn öfgakenndra afla á Norðurlöndunum þrífast á,“ segir Friðrik og bætir við: „Við lít- um á það sem hlutverk okkar að taka á móti erlendum sviðs- listamönnum, til að veita áhorf- endum jafnt sem íslensku listafólki tækifæri til að verða fyrir erlendum áhrifum og sjá hvað er í gangi er- lendis.“ Pota í hið pólitíska landslag Svartlyng nefnist fyrsta íslenska leikritið sem frumsýnt verður í Tjarnarbíói í vetur, en allar upp- færslur leikársins nema ein eru á íslenskum verkum. Svartlyng er eft- ir Guðmund Brynjólfsson í leik- stjórn Bergs Þórs Ingólfssonar og er hér um að ræða fimmta sviðsverk Grindvíska atvinnuleikhússins, GRAL. Frumsýning verður 21. september. „Þarna er undir rós verið að pota í hið pólitíska landslag. Hér er um að ræða sótsvartan og blóðugan gamanleik með Svein Ólaf Gunnars- son og Sólveigu Guðmundsdóttur í aðalhlutverkum. Hún er ókrýnd drottning sjálfstæðu senunnar. Af öðrum leikurum má nefna Þór Tulinius sem var hér síðast í Enda- tafli sem vakti mikla lukku. Sjálf- stæða senan einkennist oft af yngra fólki, enda þarf kraft og úthald til að eldast í bransanum. Það er því mikið gleðiefni þegar reynsluboltar taka þátt í uppfærslum sjálfstæðra leikhópa.“ Tvö útskriftarverkefni sýnd „Við tökum inn í húsið tvö út- skriftarverkefni af sviðshöfunda- braut í vor frá Listaháskóla Íslands. Fyrra verkefnið er einleikurinn Griðastaður eftir Matthías Tryggva Haraldsson í leikstjórn höfundar sem Allir deyja leikfélag frumsýnir 6. október. Matthías Tryggvi lofar mjög góðu sem höfundur,“ segir Friðrik og bendir á að gaman verði að sjá Jörund Ragnarsson á sviðinu, enda hafi lítið farið fyrir honum síð- ustu árin meðan hann var í námi í kvikmyndaleikstjórn og handrita- gerð vestanhafs. „Þetta er einleikur sem gerist í Ikea og fjallar um dauðleikann, fjöldaframleiðslu húsgagna, Billy- hillur, bældar tilfinningar, mömmur, sænskar grænmetis- bollur, fyrrverandi kærustur, krútt- legar skjaldbökur, einsemd, snið- ugar kryddhillur, dauðann, Nockeby-sófa, lífið, sorgina og fleira,“ segir Friðrik og tekur fram að ekki megi gefa of mikið upp fyr- irfram um framvinduna. „Mér finnst mikilvægt að við séum að styðja við þá nýju kynslóð sem er að koma inn í leikhúsið og gefa þeim tækifæri,“ segir Friðrik, en seinna útskriftarverkefnið nefn- ist Istan og er eftir Pálma Frey Hauksson í leikstjórn höfundar. Það verður frumsýnt um mánaðamótin mars/apríl á næsta ári. „Það verk gerist í smábænum Istan sem hefur alltaf verið rólegur og saklaus. Áhorfendur fá innsýn í hvernig óvæntur atburður á 19. öld hristir upp í þorpinu og lætur íbúa Istan sýna sitt raunverulega andlit. Bæjarbúar eru fljótir að kenna hver öðrum um hvernig farið er fyrir fal- lega bænum þeirra,“ segir Friðrik og bendir á að Albert Halldórsson fari með um þrjátíu hlutverk í sýn- ingunni. Afhjúpa tálsýn ameríska draumsins í óperu Bernstein „Við verðum í samstarfi við Óp- erudaga í Reykjavík sem hefjast 20. október og standa til 4. nóvember. Hér verður 28. október frumsýnd fyrsta ópera Leonards Bernstein sem nefnist Trouble in Tahiti,“ seg- ir Friðrik og bendir á að Bernstein hefði orðið 100 ára á árinu. „Leik- stjóri er Pálína Jónsdóttir, sem ný- verið lauk leikstjórnarnámi í Banda- ríkjunum, og í helstu hlutverkum eru Ása Fanney Gestsdóttir og Aron Axel Cortes,“ segir Friðrik. Verkinu er lýst sem háðsádeilu sem afhjúpi tálsýn ameríska draumsins, heim samanburðar og neyslukapp- hlaups á kostnað ástarinnar. „Við hýsum einnig danska óperu sem nefnist Støv eða Ryk eftir Pet- er Kohlmetz Møller við texta Neills Cardinal Furio í leikstjórn Jespers Pedersen,“ segir Friðrik, en flytj- endur eru sópransöngkonan Nina Sveistrup og brúðumeistarinn Svend E. Kristensen. „Sýningin var tilnefnd til dönsku Reumert- sviðslistaverðlaunanna 2016. Þetta er ljóðræn sýning um endalok heimsins og hvað gæti tekið við að þeim loknum.“ Krefjandi móðurhlutverk Rejúníon nefnist nýtt leikrit eftir Sóleyju Ómarsdóttur í leikstjórn Árna Kristjánssonar sem leikhópur- inn Lakehouse frumsýnir í nóv- „Fólk óhrætt við að sækja fram“  Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Tjarnarbíós, segir sviðslistafólk í sjálfstæða geiranum í framvarðarsveit  Að minnsta kosti tólf ný verk frumsýnd á komandi leikári og nokkur snúa aftur Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Blómlegt starf „Annar mælikvarði yfir hversu blómlegt starfið er hér í Tjarnarbíói birtist í því að tilnefningum til Grímuverðlaunanna hefur fjölg- að milli ára sem og verðlaunum til sjálfstæðu leikhópanna,“ segir Friðrik. 66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018 Síðumúli 9 - 108 Reykjavík | Dalshraun 13 - 220 Hafnarfjörður Dalsbraut 1 - 600 Akureyri | 560-8888 • www.vfs.is Hnoðbyssa M12 BRT-201X ál, stál og ryðfrí 2,4-4,8 mm, ð 325x4.8 mm hnoð með rafhlöðu. r í tösku með rafhlöðu og utæki. kr. 59.900. Tekur hnoð allt a ryðfrí 2,0Ah Kemu 2,0Ah hleðsl Verð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.