Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.08.2018, Síða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.08.2018, Síða 2
Hvað ertu að gera á Íslandi? Breiða út beikon-boðskapinn og fara á matarhátíðina hér. Ég er stofnandi Beikon-kirkjunnar (United Church of Bacon). Hvernig datt þér í hug að stofna beikon-kirkju? Þetta hófst árið 2010 þegar ég sat á spjalli við vini mína sem eru töfra- menn og við ræddum að hægt væri að sanna að beikon væri raunveru- legt og ákváðum að stofna kirkju í kringum það. Nú eru 23.0000 með- limir út um allan heim, þar af eru 100 Íslendingar. Við tökum ekki við neinum peningum en meðlimir okkar gefa beint til góðgerðarmála í nafni kirkjunnar og hafa milljónir dollarar safnast. Það eru milljarðarmæringar og Hollywood-leikarar og -leikstjórar í kirkj- unni en ég má ekki gefa upp hverjir. Eru flestir meðlimir kirkjunnar trúlausir? Mjög margir en ég spyr ekki fólk. Það er ekki vinsælt í Bandaríkjunum að vera trú- laus. En ég er sjálfur kaþólskur af því þeir neita að hleypa mér úr kaþólsku kirkj- unni, maður þarf sérstakt leyfi frá páf- anum. Af hverju beikon? Af því beikon er vinsælt og það er hægt að sanna tilvist þess. Þetta hljómar eins og brandari. Er það tilfellið? Fjórða boðorð okkar er að við eigum að skemmta okkur, og við erum óhrædd við að gera grín að okkur sjálfum. Við trúum ekki í raun að beikon sé guð. Hvernig gekk að gifta á og hrút í Húsdýragarðinum? Brúðurin missti kjarkinn og hljóp í burtu en þetta gekk að lokum og þau kysstust. Þetta var mjög skemmtilegt. Morgunblaðið/Ásdís JOHN WHITESIDE SITUR FYRIR SVÖRUM Guð er ekki beikon Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.8. 2018 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Á dögunum birti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu færslu á Facebook-síðu sinni um hjólreiðafólk og kvartanir sem lögreglu berast vegnaþeirra sem hjóla. Í færslunni, sem birt var fyrsta dag ágústmánaðar, segir meðal annars: „Mikið hefur verið kvartað undan reiðhjólafólki á höf- uðborgarsvæðinu í sumar, en margir hjólreiðamenn eru sagðir virða allar umferðarreglur að vettugi og skeyta í engu um aðra vegfarendur í umferð- inni. [...] Þeir sem kvarta undan hjólareiðamönnum segja þá m.a. glannalega og hjóla í veg fyrir aðra vegfarendur, ýmist á akbrautum eða göngustígum. Eru þessir sömu hjólareiðamenn sagðir tillitslausir með öllu að mati þeirra sem hafa kvartað, en þeim síðarnefndu hefur oft verið mikið niðri fyrir þegar þeir hafa hringt í lögregluna og bent á þá miklu slysahættu sem þessu fylgir.“ Færslan vakti skiljanlega mikil og hörð viðbrögð, enda ekki á hverjum degi sem svona furðufréttir eru bornar fram af lögreglunni. Færslan fjallaði í raun aðeins um að margir kvört- uðu, ekki kom neitt fram um það hvort slysum hefði fjölgað, hvort hjólreiðamenn yllu einhverjum skaða eða hvort þessar kvartanir væru til marks um eitt né neitt nema það að fólk gæfi sér tíma í að kvarta. Auk þess var færslan skrifuð þannig að vitnað var í þá sem kvarta og því ábyrgðin á frásögninni færð frá lög- reglunni yfir á meinta innhringj- endur, samanber orðalagið „en margir reiðhjólamenn eru sagðir...“ án þess að styðja málið frekar. Kannski er það að bera í bakkafullan lækinn að lýsa frati á þessa færslu, enda virðist löggan nú hafa séð eitthvað að sér. Að minnsta kosti er reynt að bæta fyrir þessi kjánalegu skrif í athugasemdum undir færslunni þar sem löggan skrifar til dæmis: „Langflestir eru til algerrar fyrirmyndar.“ En burtséð frá hvað þetta eru ábyrgðarlaus skrif þá er það þessi flokkun á vegfarendum sem þarna birtist sem er eiginlega hvað vandræðalegust fyrir lögregluna. Lögreglan ber jafnmikla ábyrgð gagnvart öllum þegnum, einnig þeim sem velja sem reiðhjól sem fararskjóta. Að tala um hjólreiðafólk eins og það sé einhver sérstakur þjóðflokkur sem hefur dólgshátt og dónaskap sem aðalsmerki, og vitna í reiða innhringjendur sem sönnun, er út í hött. Vonandi var löggan ekki að meina neitt slæmt í garð hjólreiðafólks og von- andi verður löggan bara full af gleði um helgina. Og vonandi láta hinir reiðu innhringjendur það ekki trufla sig þótt þjóðflokkurinn hjólreiðafólk spari ökumönnum mínútur í umferðinni með því að hjóla í miðbæinn um helgina. Hjólreiðafólk er fólk sem hjólar. Þegar hjólreiðamaður er undir stýri á bíl kallast hann ökumaður. Þetta eru ekki tveir ólíkir flokkar fólks. Morgunblaðið/Eggert Flokkar fólks í umferðinni Pistill Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is ’Kannski er það aðbera í bakkafullanlækinn að lýsa frati áþessa færslu, enda virðist löggan nú hafa séð eitt- hvað að sér. Gróa Laufey Eyþórsdóttir Já. Ég elska Pál Óskar. SPURNING DAGSINS Ætlar þú í Gleðigöng- una? Karl Jóhann Stefánsson Nei, ég held ekki. Ég hef farið, þeg- ar ég var lítill. Morgunblaðið/Ásdís Ólöf Sigþórsdóttir Já, það er svo skemmtilegt og algjör- lega þess virði. Ég stend með þeim. Gylfi Jónsson Já, ég var að spá í það. Sýna málefn- inu stuðning. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndir tók Arnþór Birkisson John Whiteside, sem nú er staddur á Íslandi, er stofnandi United Church of Bacon. Hann er fyrrverandi hermaður og flugmaður. Beikonhátíðin sem nú heitir Reykjavík Food Festival fer fram á Skólavörðustíg laugardaginn 11. ágúst og í ár er margt annað á boðstólnum en beikon.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.