Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.08.2018, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.8. 2018
Þrívíddarprentarar hafa ver-
ið til í meira en þrjá áratugi
og eiga rætur sínar að rekja
til Japans, en það var engu að
síður Bandaríkjamaður að
nafni Chuck Hull sem sótti
um fyrsta einkaleyfið af þrí-
víddarprentara og stofnaði
3D Systems, sem hefur síðan
verið leiðandi á sviði þrívídd-
arprentunar.
Aðferðin fólst í því að
prenta þunn lög af annað
hvort vökva eða dufti ofan á
hvert annað og bræða þau
saman.
Hefur aðferðin
verið notuð til
að framleiða
allt frá raftækj-
um til líffæra.
Í maí 2013 voru leiðbeiningar umframleiðslu á þrívíddarprent-aðri plastskammbyssu sem bar
nafnið Frelsarinn (e. The Libera-
tor) gerðar aðgengilegar á netinu.
Með hjálp leiðbeininganna væri
hægt að þrívíddarprenta starfhæfa,
nær órekjanlega skammbyssu, sem
mögulegt yrði að að lauma í gegn-
um málmleitartæki, heima í stofu.
Maðurinn á bak við leiðbeining-
arnar heitir Cody Wilson, fyrrver-
andi laganemi og stofnandi vefsam-
takanna Defense Distributed, en
síðan leiðbeiningarnar voru birtar
fyrir rúmum fimm árum hefur Wil-
son staðið í harðri lagalegri baráttu
við bandaríska ríkið fyrir rétti sín-
um til að deila leiðbeiningunum á
netinu.
Fimm ára lagadeila
Skömmu eftir að leiðbeiningarnar
voru birtar var Wilson skipað af ut-
anríkisráðuneyti Bandaríkjanna að
taka þær niður þar sem dreifing
þeirra væri á skjön við lög um tak-
mörkun á vopnaútflutningi og
reglugerðir um alþjóðleg vopna-
viðskipti.
Var dreifing leiðbeininganna
sögð annars vegar gera meinfýsn-
um aðilum of auðvelt fyrir að nálg-
ast órekjanleg vopn sem meðal
annars hægt yrði að smygla um
borð í flugvélar, og hins vegar að
hægt yrði að nálgast leiðbeining-
arnar í löndum sem Bandaríkin
selja ekki vopn.
Í kjölfarið kærði Wilson utanrík-
isráðuneytið Bandaríkjanna fyrir
að brjóta á fyrstu breytingu stjórn-
arskráar Bandaríkjanna sem trygg-
ir frelsi til tjáningar. Segist hann
ekki vera að selja skotvopn, heldur
væri hann einungis að deila kóð-
anum svo aðrir geti prentað þau.
Í júní náðist samkomulag milli
Wilson og utanríkisráðuneytisins
og átti leiðbeiningum Wilsons að
vera hlaðið upp á ný. Fyrsta ágúst
steig dómari frá Washingtonríki
fram og hindraði dreifinguna tíma-
bundið. Þó eru skiptar skoðanir um
hvort hindrun þessi muni vera ár-
angursrík.
Erfitt að hamla dreifingu
Gríðarlega erfitt er að hamla dreif-
ingu gagna á netinu. Sama hvort
um er að ræða leiðbeiningar um
þrívíddarprentuð skotvopn, kvik-
myndir, tónlist eða einkaskilaboð,
er nær ómögulegt að stjórna dreif-
ingu þeirra. Áður en leiðbeiningar
Wilsons voru teknar niður árið
2013 höfðu allt að 100 þúsund að-
ilar hlaðið þeim niður. Dreifing
upplýsinga á netinu virðir auk þess
engin landamæri, þótt þrívídd-
arprentuð skotvopn séu mikið hita-
mál í Bandaríkjunum gætu þau
valdið enn meira fjaðrafoki í lönd-
um þar sem skotvopn eru ólögleg,
þar sem þrívíddarprentun gæti ver-
ið eina leiðin til að koma höndum á
byssur. Ekki er þó fordæmalaust
að upplýsingar sem dreift er í
gegnum netið séu gerðar ólöglegar,
harðar refsingar liggja við dreif-
ingu ýmissa gagna sem stjórnvöld
telja að hafi alvarlegar afleiðingar,
til dæmis barnaklám. Í Bandaríkj-
unum segja engin lög til um að
ólöglegt sé að framleiða eigin skot-
vopn. Rík hefð er í landinu fyrir
framleiðslu skotvopna í heima-
húsum og á sú hefð rætur að
rekja þar til fyrir banda-
rísku byltinguna.
Gæti þrívídd-
arprentun á
skotvopnum
valdið frekari
vandamálum í þeim ríkjum þar sem
byssueign er ekki eins algeng.
Þrívíddarprent til heilla
Þrívíddarprentun hefur gjörbylt
framleiðslu á fjölmörgum sviðum.
Þar sem hægt er að prenta með
mismunandi efni, frá stáli til líf-
rænna vefja, hefur verið hægt að
framleiða aukahluti í þyrlur, flug-
vélar og bíla á hagkvæmari hátt en
áður, auk þess að hægt hefur verið
að þrívíddarprenta líffæri á borð
við eyru, lifur og nýru.
Hefur þrívíddarprent einnig ver-
ið notað við líknarstarf eftir nátt-
úruhamfarir. Eftir skæða jarð-
skjálfta í Nepal árið 2015 voru
þrívíddarprentarar notaðir til að
framleiða hluti í snatri sem ekki
var hægt að flytja inn eða fram-
leiða, svo sem aukahluti í rafala og
þeytivindur.
Í framtíðinni munu þrívídd-
arprentarar eflaust leika stórt hlut-
verk í ýmiss konar framleiðslu og
eru möguleikarnir nánast endalaus-
ir.
Skotvopn
prentuð í
stofunni
Síðan leiðbeiningar um þrívíddarprentaða byssu
rötuðu á netið fyrir fimm árum hefur hatrömm
umræða geisað um ágæti þrívíddarprents
Pétur Magnússon petur@mbl.is
Þrívíddarprentaða
byssan Frelsarinn.
Þrjátíu ára
aðferð
FP
Cody Wilson hefur staðið í lagadeilum við utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í fimm ár.
Ég trúi ekki að aðgangur að upplýsingum sé nokkurn tímann gríðarlega
neikvæður eða slæmur. Ég veit að fólk getur notað upplýsingar til slæmra
hluta. En það er ekki réttlæting á að þagga niður í þeim sem tala.“
Cody Wilson, stofnandi Defense Distributed
ERLENT
PÉTUR MAGNÚSSON
petur@mbl.is
ARGENTÍNA
Lagafrumvarp sem átti
að afl étta banni á fóst-
ureyðingum á fyrstu
fjórtán vikum með-
göngu var slegið niður
af argentínska þinginu
í vikunni. Frumvarpið
var samþykkt í neðri
deild þingsins, en kos-
ið var á móti því með
38 atkvæðum gegn 31 í öldungadeild þingsins. Málsvarar
frumvarpsins segjast ekki ætla að gefast upp og þeir
muni leggja fram nýtt frumvarp árið 2019.
ÁSTRALÍA
Fjöldi Ástrala hefur
beðið um að fá mynd
af Elísabetu II. Breta-
drottningu eftir að
fjölmiðlar hafa fjallað
um rétt ástralskra
ríkisborgara til að fá
slíka mynd endur-
gjaldslaust. Frétta-
miðillinn Vice vakti
fyrst athygli á rétti
þessum, en Ástralía
er meðlimur Breska
sambandsveldisins og
Elísabet II. því einnig
þjóðhöfðingi Ástralíu.
ÍRAK
Breska þjóðminjasafnið
mun skila átta tæplega
5.000 ára gömlum íröksk-
um fornmunum til írakska
sendiráðsins í vikunni.
Munirnir voru gerðir
upptækir árið 2003 þegar þeir fundust hjá fornmuna-
sala í London, en talið er að þeim hafi verið stolið.
Ekki hafði tekist að staðfesta uppruna þeirra fyrr en
nákvæmlega eins munir, leirkeilur með súmerísku
letri, fundust við fornleifauppgröft í Írak.
ÞÝSKALAND
Banni á Nasistatáknum í tölvuleikjum hefur verið afl étt
í Þýskalandi, en ákvörðunin var tekin eftir deilur í kring-
um tölvuleikinn Wolfenstein 2, þar sem leikmenn berjast
við sveitir Þriðja ríkisins. Nasistatákn eru að staðaldri
bönnuð í landinu, en undanþága er gefi n þegar tákn eru notuð í listrænum, sagn-
fræðilegum eða vísindalegum tilgangi, til dæmis í kvikmyndum eða kennslubókum.