Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.08.2018, Qupperneq 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.08.2018, Qupperneq 8
Í PRÓFÍL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.8. 2018 HJARTAKNÚSARI Redford hefur löngum þótt afar myndarlegur maður, með sín fagurbláu augu og ljósa, liðaða lokka. Í kvikmyndinni Barefoot in the Park frá árinu 1967 lék Redford á móti leikkonunni Jane Fonda. Í viðtali sagðist hún hafa verið gagntekin af honum. Hún hefði verið ástfangin af honum en ekkert hefði gerst þeirra á milli. Það hefði verið ótrúlega gott að kyssa hann og hún beðið spennt eftir atriðunum þar sem þau áttu að kela. Verst hefði þó verið að Red- ford vildi ekki leika í kynlífssenum. Barbara Streisand lék á móti Redford í kvikmynd- inni The Way We Were árið 1976 og ef marka má það sem fram kemur í ævisögu hennar frá 2016, Barbra Streisand: Redefining Beauty, Femininity, and Power, var hún bálskotin í leikaranum. Í bókinni segir meðal annars að samkvæmt heimildum af tökustað hafi Streisand átt erfitt með hafa hemil á tilfinningum sínum og hún hafi hreinlega slefað yfir honum þegar þau léku á móti hvort öðru. Redford og Fonda árið 2017, fimmtíu árum eftir að þau léku fyrst saman og kysstust á hvíta tjaldinu. AFP Kossaflens en ekki kynlífssenur ROBERT REDFORD fagnar áttatíu og tveggja ára afmælinu innan skamms og lýsti því nýlega yfir að hann ætlaði að leggja leikarastarfið á hilluna eftir sextíu ára feril. Nýjasta kvikmynd Redford, The Old Man & the Gun, verður frumsýnd vestanhafs í september næstkomandi og Redford sagði í viðtali við Entertainment Weekly fyrir stuttu að þetta væri sitt síðasta leikhlutverk. Hann sagðist þó ekki útiloka að hann tæki að sér fleiri leikstjórnarverkefni en hann hefur einnig notið mikillar velgengni sem leikstjóri. Redford, sem heitir fullu nafni Charles Robert Redford Jr., fæddist í Kali- forníu í Bandaríkjunum 18. ágúst 1936. Faðir hans vann mikið og var lítið heima og móðir Redford lést þegar hann var átján ára. Hann kom sér gjarn- an í vandræði á yngri árum og hefur sjálfur sagst hafa verið erfiður nemandi sem hafði meiri áhuga á listum og íþróttum heldur en skólabókunum. Hann spilaði hafnabolta og fékk námsstyrk út á það til að stunda nám við háskóla í Colorado. Hann missti styrkinn og var rekinn úr skólanum vegna drykkjuskapar og þjófnaðar en hann stal áfengi frá skólafélögum sínum. Eftir að hann hætti í háskólanum þvældist hann um Bandaríkin og vann meðal annars við olíuvinnslu. Hann safnaði sér fyrir ferð til Evrópu og stundaði listnám í París og Flórens. Þegar hann sneri aftur til Bandaríkjanna lærði hann myndlist við Pratt Insti- tute í Brooklyn og tók tíma í American Academy of Dramatic Arts í New York. Redford byrjaði leikferil sinn á sviði Broadway árið 1959. Hann lék fyrst í sjónvarpi árið 1960 og kom fram í mörgum aukahlutverkum í ýmsum sjónvarps- þáttum; þar á meðal í þáttunum The Twilight Zone og Perry Mason. Hann var tilnefndur til Emmy verð- launa fyrir besta leik í aukahlutverki í þáttunum The Voice of Charlie Pont. Fyrsta hlutverk Redford á hvíta tjaldinu var lítið hlutverk í kvikmyndinni Tall Story sem frumsýnd var árið 1960. Fyrsta stóra hlut- verk Redford var í myndinni Butch Cassidy and the Sundance Kid þar sem hann lék á móti Paul Newman. Fyrsta kvikmyndin sem Redford leikstýrði var myndin Ordinary People sem hlaut fern Ósk- arsverðlaun árið 1981, þar á meðal fyrir bestu leik- stjórn og sem besta myndin. gudruno@mbl.is EINKALÍFIÐ Redford kvæntist Lolu Van Wagenen árið 1958. Þau eignuðust fjögur börn: Scott Anthony, sem lést úr vöggu- dauða tíu vikna gamall, Shauna Jean, David James og Amy Hart. Redford og Lola skildu árið 1985. Í júlí 2009 giftist Redford Si- bylle Szaggars, en þau hafa verið saman frá því á tíunda áratugn- um. Börn Redford hafa öll lagt fyrir sig einhvers konar listir. Shauna er málari, Jamie er rithöfundur og framleiðandi og Amy er leik- kona, leikstjóri og framleiðandi. Barnabörn Redford og Lolu eru sjö. Tvíkvæntur Redford ásamt núverandi eiginkonu sinni Sibylle Szaggars. Þau giftu sig árið 2009 en höfðu þá verið saman í nokkur ár. AFP SORGIN Robert Redford hefur lítið viljað tjá sig opinberlega um einkalíf sitt. Hann hefur þó sagt að fólk haldi að lífið hafi farið mjúkum höndum um hann en það sé fjarri sannleik- anum og sárt að heyra. Þegar Redford var níu ára lést frændi hans, David, af slysförum. David hafði verið föðurímynd Redford þar sem faðir hans var mikið að heiman. Móðir hans lést svo aðeins fertug að aldri eftir að hafa fætt andvana tvíbura. Árið 1959 eignuðust Redford og þáverandi kona hans, Lola, dreng sem þau skírðu Scott. Í nóvember sama ár lést Scott úr vöggudauða, aðeins tíu vikna gamall. Redford hefur sagt að örið eftir svona lífs- reynslu grói aldrei að fullu. Systurnar gleði og sorg hafa bankað upp á hjá Redford og fjölskyldu hans. Reuters Ör sem aldrei grær Vandræðapési sem rættist úr AFP Kvikmyndin All the President’s men frá árinu 1976 var til- nefnd til átta Ósk- arsverðlauna og hreppti fjögur. Myndin var sann- söguleg og fjallaði um blaðamenn við Washington Post sem rannsökuðu ráðgátuna bak við Watergate innbrotið. Redford fór með eitt hlutverkanna ásamt Dustin Hoffman. ’ Faðir hans vann mikið og varlítið heima. Móðir Redfordlést þegar hann var átján ára. Redford og Jane Fonda í hlutverkum sínum í kvik- myndinni Barefoot in the Park frá árinu 1967.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.