Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.08.2018, Page 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.08.2018, Page 16
Það tók mig í rauninni svolítið langantíma að átta mig á þessu. Ég var allt-af „strákastelpa“ þegar ég var að alast upp en var ekkert mikið að kippa mér upp við það að ég vildi vera í strákalegum fötum, það var bara eðlilegt. Ég hafði aldrei heyrt um trans fólk fyrr en á unglingsárun- um þegar ég fór á youtube og tumblr, og því meira sem ég aflaði mér fræðslu um hvað þetta var og sá annað fólk sem var í sömu aðstöðu og ég, fór ég að hugsa að kannski væri ég trans. Það tók mig samt alveg mjög langan tíma að sætta mig við að ég væri trans og að viðurkenna það fyrir sjálfum mér. Þegar ég var 12 eða 13 ára, tók ég svona stelputímabil, eins og ég veit að margir gera; setti á mig maskara, fór í kjól og var rosalega stelpuleg, og hugsaði að kannski yrði ég bara þannig, en það óx fljótt af mér sem betur fer, haha! Það leið alveg frekar langur tími á milli þess að ég var alveg fastur á því að ég væri trans, og þangað til að ég kom út úr skápnum fyrir öllum. Ég gat talað um þetta við nánustu vini mína, þegar ég var að byrja að finna mig, en síðan leið mjög langur tími. Ég fór að efast; Hlakkar til að fara á hormóna Ég heitir Óliver Elí og ég er trans strákur. Það þýð- ir að mér var úthlutað kvenkyni við fæðingu en ég er og skilgreini mig sem karlmann í dag „Það tók mig mjög langan tíma að sætta mig við að ég væri trans og viðurkenna það fyrir sjálfum mér,“ segir Óliver Elí. HINSEGIN KYNSEGIN 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.8. 2018 Kynhneigðir eru flæðandi Ég heiti Sonja og ég skilgreini mig sem eikynhneigða en það þýðir að ég finn ekki fyrir kynferðislegri aðlöðun „Eftir að ég fann þetta orð hefur mér fundist svo gott fyrir sjálfa mig að geta skilgreint mig. Ég þarf ekki lengur að lifa í einhverri óvissu um hvað ég er,“ segir Sonja. Ég skilgreini mig líka sem sís konu, en þaðþýðir að mér var úthlutað kvenkyni viðfæðingu og ég get samsamað mig því kyni. Ég hef í langan tíma vitað, eða mig hefur að minnsta kosti grunað, að ég væri einhvern veginn hinsegin, svo fór ég að grennslast að- eins meira fyrir um þetta í gegnum samfélags- miðla. Þar var oft minnst á orðið „asexual“ og eftir því sem ég fór meira að lesa mér til um það fann ég að þetta var ég. Eftir að ég fann þetta orð hefur mér fundist svo gott fyrir sjálfa mig að geta skilgreint mig. Ég þarf ekki lengur að lifa í einhverri óvissu um hvað ég er. Ég get sagt: ég er tvíkynhneigð, eikynhneigð manneskja. Ég er ekkert mikið að flagga kyn- hneigð minni, mér finnst hún ekki skipta það miklu máli. En mér finnst ágætt að geta haldið í þetta orð, því þetta var fyrsta alvöru hinsegin orðið sem ég gat samsamað mig við. En svo eru kynhneigðir náttúrlega flæðandi þannig að hver veit nema ég geti mögulega fundið mig einhvern tímann aftur í framtíðinni? Þegar ég segist vera eikynhneigð og tvíkyn- hneigð þýðir það að ég sé „bi-romantic“, róm- antískt tvíkynhneigð, þannig að ég get hugs- að mér að vera í sambandi og orðið skotin í bæði stelpum eða strákum. Ég finn ekki fyrir kynferðislegri aðlöðun, heldur meira fyrir rómantík, tengingu, vináttu og svoleiðis. Ei- kynhneigð er alls ekki samheiti við skírlífi. Persónulega hef ég ekki áhuga á kynlífi og það myndi kannski eiga betur við mig að vera í sambandi við aðra eikynhneigða manneskju, en sumt eikynhneigt fólk getur alveg hugsað sér að stunda kynlíf, hvort sem það væri bara

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.