Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.08.2018, Page 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.08.2018, Page 23
Forréttur eða snakk fyrir 8-12 8 pítur, skornar í tvennt og opnaðar 1 bolli hvítlaukssmurostur með kryddjurtum (eða einhvers konar smurostur að eigin vali, hægt að búa til sjálfur og bæta út í venjulegan smurost steinselju og hvítlauk t.d.) 6 sneiðar af elduðu beikoni, skorið í litla bita 12 fersk basillauf 3 msk. olífuolía ¼ tsk. salt ¼ tsk. nýmalaður pipar Hitið grillið þar til það hefur náð miðlungshita. Skerið pítubrauðið í tvennt og smyrjið um 1 msk. af smurostinum inn í hvern pítuhelming. Bætið inn í tveimur basillaufblöðum og smá beikoni. Blandið saman ólífuolíu, salti og pipar í litla skál og penslið pítubrauðin á báðum hliðum með blöndunni. Setjið brauðið á grillið og grillið í u.þ.b. tvær mínútur, eða þar til það hefur aðeins tekið á sit lit og osturinn er bráðnaður. Takið af grillinu og látið kólna í fimm mínútur. Skerið hvern helming í tvennt og berið fram á diski með smátt skornum basillaufum. Grillað pítubrauð með beikoni og osti 19.8. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 næstu umferð við tvo aðra kokka. Þá fengum við kanínu til að elda, ásamt ananas, eggaldin og smjördeigi. Ég hugsaði bara, guð minn góð- ur! Ég borða ekki eggaldin og finnst ananas vondur og vissi ekkert hvað ég ætti að gera við smjördeigið. Svo var það hausverkurinn hvern- ig ég ætti að elda kanínu á hálftíma. Bara á meðan ég var að hugsa málið hafði kokkurinn við hliðina á mér úrbeinað kanínurnar! Tvær kanínur á tveimur mínútum!“ segir hann og hlær. „Ég var vægast sagt smeykur. Ég ákvað að grilla lappirnar og svo brenndi ég smjördeigið. Svo ætlaði ég að setja smá chillipipar á þetta og þá kom vindhviða og ég sturtaði piparnum yfir allt saman. Á meðan reyndi ég að grilla eggald- inið. Hjá kokkinum við hliðina á mér leit allt svo vel út, nema að hann reyndi að setja ananasinn inn í smjördeigið. Það virkar alls ekki; það var allt blautt. Það endaði þannig að dómararnir sögðu kanínulappirnar mínar þær bestu, og sögðu að ég hefði sýnt snilld við grillmennsk- una. Þannig að þessi með blauta smjördeigið var sendur heim. Það var að líða yfir mig þarna, því þarna var ég kominn í úrslit en í úrslitum átti að gera eftirmat, sem ég er ekki góður í. Við fengum kúrbít, sykurpúða, sítrónu og eitthvert kolamolakex. Búið til úr kolum! Þetta er hræði- lega vont. Chopped finnst gaman að gefa manni hráefni sem enginn borðar,“ segir hann og brosir út í annað. Keiles setti saman réttinn, bjó til súkku- laðisósu og karamellusósu sem endaði á að brenna. „Þannig að hinn kokkurinn vann og endaði á að vinna 50 þúsund dollara. Þátturinn er klukkutímalangur en þú sérð mig í sjö mín- útur í heildina. En við tókum þetta upp í 17 klukkutíma! Og ég sást í sjö mínútur. En þetta var frábær reynsla og rosalega skemmtilegt. Þetta var fyrsta serían af Chopped Grill- masters en nú eru þeir með þáttinn innandyra,“ segir Keiles. Fær aldrei leið á beikoni Mikil vinna fer í kryddblönduframleiðsluna en auk þess rekur hann risastóran matartrukk sem fer á milli og eldar fyrir veislur. Það er þó ekki aðalvinnan hans því dags daglega vinnur hann fyrir dagblaðadreifingarfyrirtæki og sér um að þróa tæknina við að dreifa dagblöðum til kúnnanna. „En ég hef sem betur fer sveigjanlegan vinnutíma og þegar ég kem heim vinn ég að matarfyrirtækinu mínu til eitt á nóttunni. Ég eyði svo helgunum í að grilla í veislum og til dæmis áður en ég kom hingað var ég búinn að vinna ellefu helgar í röð. Og það er svipað fram undan. Ég er með mjög langan trukk fullan af stórum grillum. Ég fer í alls kyns veislur, brúð- kaup, afmæli, hvað sem er.“ Hvað er það besta á grillið að þínu mati? „Ef ég ætti að velja eitt væri það sennilega hörpudiskur, humar og rækjur með minni kryddblöndu. En það er margt gott á grillið, ég elska hamborgarana mína, beikon og góða steik.“ Færðu aldrei leið á beikoni? „Nei, það er ekki hægt.“ Fyrir 4-6 3 stórar ferskjur (má líka nota nektarínur) ½ kg beikon (ca 24 þunn- ar sneiðar) 2 msk. kryddblanda sem samanstendur af 1 msk. af púðursykri, ½ tsk. salti, ½ tsk. cajunkryddi (eða Rub 4 all BBQ rub frá Ribs Within) 1 búnt basillauf (helming fyrir ferskjurnar og hitt til skreytinga) balsamgljái (fæst í búð- um eða hægt að búa til sjálfur úr 1 bolla balsam- edik, ½ bolla púðursykri, 1 tsk. smjöri, allt brætt saman í potti og látið kólna.) Festið lausa enda beikons með tann- stöngli. Gerið þetta við alla ferskjubitanna. Penslið létt með smá ólífuolíu svo að beikonið festist ekki við grillið. Grillið þar til beikonið er tilbúið og munið að snúa reglulega svo allar hliðar grillist jafnt. Þetta tekur um 15-20 mínútur. Takið af grilli og setjið á fat og takið tann- stönglana í burtu. Hellið yfir passlega miklu af balsamgljáanum. Skreytið með basil- laufum. Berið fram heitt eða við stofuhita. Forhitið grillið í 10 mín- útur og hafið það á lág- um hita. Bleytið eldhúspappír með canola-olíu og strjúkið yfir heitu grill- grindina. Þvoið og þerrið ferskjurnar (eða nekt- arínurnar). Skerið í tvennt og skerið svo hvorn helm- ing fyrir sig í fjóra hluta. Kryddið með krydd- blöndunni. Setjið basillauf á hverja hlið ferskjubit- anna. Skerið beikonst- rimlana í tvennt. Vefjið beikoni utan um hvern ferskjubita með basilinu. Beikonvafðar ferskjur með balsamgljáa Fyrir 8-10 1 kg kartöflur 2 msk. ólífuolía 1 teaspoon gott grillkrydd (t.d. frá Ribs Within) ½ tsk. salt ½ Cajun-pipar (má líka nota svartan pipar) ½ bolli majónes ½ bolli gráðostasalatdress- ing (fæst víða í búðum, t.d. blue cheese ranch) (má líka nota blöndu af ½ bolla majónes og ¼ bolla rifnum fetaosti) 1 msk. sterk sósa (hot sauce) ¼ bolli fersk steinselja, smátt skorin ½ rauðlaukur, smátt skorinn 120 g gráðostur, mulinn 6 sneiðar af beikoni, eldað og mulið í litla bita Setjið kartöflur í sjóðandi vatn sem búið er að salta. Sjóðið þar til þær eru mjúkar og kælið svo. Sker- ið þá kartöflur í tvennt og látið á bakka. Hitið grillið og hafið það miðlungsheitt eða rúm- lega það. Penslið kartöflurnar með olíu og kryddið með salti og pipar eða cajun- pipar. Blandið saman majó- nesi, gráðostasalatdress- ingu og sterku sósunni. Hrærið steinselju, gráð- osti og beikonbitunum saman við. Grillið kart- öfluhelmingana með sárið niður þar til þeir eru komnir með smá grill- skorpu, eða í u.þ.b. fimm mínútur. Takið þá af grill- inu og dreifið úr þeim og kælið. Setjið kartöflurnar í stóra skál og bætið mixt- úrunni saman við og hrær- ið. Smakkið til með salti, pipar og sterkri sósu. Berið fram volgt eða við stofu- hita. Grillað beikon-osta-kartöflusalat

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.