Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.08.2018, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.08.2018, Blaðsíða 34
Þetta er David Crosby – hvernighefurðu það?“ spyr maðurinnsem hringir bjartri og klingj- andi röddu; röddu sem þeir sem hlýtt hafa á bandaríska dægurtónlist frá sjöunda áratugnum kannast mæta vel við. Söngvarinn og gítarleikarinn Crosby gekk í hljómsveitina The Byrds árið 1964 og ári síðar náði hljómsveitin fyrsta sæti vinsældalist- ans vestra með flutningi á lagi Bobs Dylan, „Mr. Tambourine Man“. Árið 1968 var hann einn stofnfélaga ann- arrar goðsagnakenndrar sveitar, Crosby, Stills & Nash, ásamt Steph- en Stills og Graham Nash, og ekki löngu seinna var Neil Young farinn að koma reglulega fram með þeim og bættist eftirnafn hans þá við nafna- rununa. Og Crosby, sem er orðinn 77 ára gamall, hefur verið á kafi í tónlist allar götur síðan, að semja, leika og syngja, með hinum ýmsu sveitum. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna, verið tekinn inn í frægðarhallir rokksins og söngvaskálda, hefur fengið nýja lifur og glímir við sykur- sýki eftir sukksamt líferni, en nú er hann í fínu formi á leið til Íslands að halda tónleika í Háskólabíói ásamt hljómsveit sinni á fimmtudagskvöldið kemur, og hringir í mig til að spjalla. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég hringi í einhvern á Íslandi,“ tilkynnir hann glaðlega. „Ég hef komið til nær allra landa Evrópu að spila og syngja en þetta verður fyrsta heimsóknin til Íslands, ég hlakka til. Ég veit lítið um Ísland annað en þá gömlu sögn að Íslands sé grænt og Grænland ísi lagt. Ég er viss um að það er fallegt hjá ykkur núna. En heyrðu,“ segir hann ákafur. „Ég verð að spyrja þig að svolitlu. Er það satt að silungsveiði á Íslandi sé jafn góð og ég heyri?“ – Heldur betur. Og ef ekki betri! Einhver sú besta sem þú getur kom- ist í. „Ég vildi gjarnan ná að veiða urr- iða á Íslandi en veit ekki hvort það tekst, ég verð bara í tvo daga á land- inu. Ég var fyrir stuttu að eltast við regnbogasilung í Montana, er ekkert mjög flinkur en finnst það stórkost- lega gaman. Það er töfrum líkast að standa við fallega á í morgunsárið.“ Get enn sungið David Crosby er á tónleikaferð sem kann kallar Sky Trail, en það er einn- ig heiti nýjustu sólóplötu hans, sem kom út í fyrra. „Ég kem fram með rafmögnuðu hljómsveitinni minni, hún byggir á gömlu hljómsveitinni minni CPR. Auk mín er James Raymond sonur minn í henni og spilar á hljómborð, vinur minn Jeff Pevar leikur á gítar, Michelle Willis á hljómborð og radd- ar með mér, Mai Leisz er frábær djassbassaleikari frá Eistlandi og þá er Steve DiStanislao, sem leikur líka með David Gilmour, á trommum. Við munum spila nokkur lög frá Crosby, Stills & Nash-tímabilinu og önnur af Crosby, Stills, Nash & Young-efnisskránum. Þá verður eitt- hvað af lögum sem við Graham Nash fluttum saman, nokkur af sólóplötum mínum, og einhver ný.“ – Þú hefur verið svo lengi í brans- anum að þú átt nokkrar kynslóðir aðdáenda og þeir hljóta að eiga sér ólík eftirlætislög. „Svo sannarlega. Ég býð fólki iðu- lega upp á að nefna óskalögin sín á netinu og það koma vissulega upp hundruð uppástunga. Við breytum lagaskránni alltaf eitthvað milli tón- leika.“ – Og þið komið fram á fjölda tón- leika í hverri tónleikaferð, er það ekk- ert erfitt? Ég heyri þó vel að röddin er enn syngjandi tær. „Ég skil ekki hvers vegna ég get enn sungið en sú er svo sannarlega raunin,“ segir Crosby og hlær. Eins og að fá tíkall í kaup – Þú leggur enn upp í langar tónleika- ferðir um heiminn í stað þess að liggja heima í hengirúminu með tærnar upp í loft? Hann hlær. Segir svo að í raun neyðist hann til þess. „Gleðin er vissulega blendin. Sá hluti ferðalag- anna þegar ég er á sviðinu og syng, í tvo til þrjá klukkutíma, er einskær ánægja. Og skemmtilegri en ég get á nokkurn hátt lýst með orðum. Hinn hlutinn, hinir rúmlega 20 tímarnir í sólarhringnum, er ekki eins skemmti- legur. Maður er að heiman og býr á hótelum, borðar misgóðan mat… ég sakna þess að vera ekki heima hjá fjölskyldunni. En sá tími þegar ég syng fyrir tónleikagesti gera erfiðið þess virði.“ – Færðu jafn mikið út úr því nú og til dæmis á sjöunda áratugnum? „Ég fæ líklega enn meira út úr því núna, það er dásamlegt! En svo er hitt að nú þurfum við tónlistarmenn að ferðast helmingi meira en áður því við fáum ekkert greitt lengur fyrir plötur. Streymis- veiturnar borga okkur ekkert. Fyrir vikið hafa tekjur mínar minnkað um helming; áður fór ég tvisvar á ári í tónleikaferðir, nú fer ég fjórum sinn- um. Þetta er fíflalegt en samt blá- kaldur veruleiki sem ég fæ ekki breytt. Ein helsta breytingin í þessum bransa á þessum langa tíma er líklega þessi, að áður gátum við haft ágætar tekjur af plötusölu. Nú fáum við ein- hvern þúsundhluta af dal fyrir hvert lag sem er spilað. Það er ekki neitt, eins og ef maður ynni í viku og fengi tíkall í kaup! Þetta er heppilegt fyrir alla nema tónlistarmennina sem skapa tónlist- ina og lifa af henni. Vandamálið fyrir okkur er að fyrirtækin hafa milljarða dala í tekjur – en borga okkur smán- arlega lítið fyrir tónlistina. Það er ekki sanngjarnt. En svo er hin hliðin sú að ég er heppinn að geta enn ferðast um og sungið á tónleikum.“ Alltaf að semja „Tónlistin hefur fært mér bæði gleði og tilgang í lífinu. Hún hefur gefið mér ástæðu til að lifa, svo ég segi eins og er; hún hefur reynst mér frábær- lega,“ segir Crosby og hann kveðst sí- fellt vera að semja ný lög. „Ég er alltaf að semja. Stundum einn, stundum með James syni mín- um eða með vinum og öðrum meðspil- urum. Hinn aðilinn kemur alltaf með eitthvað nýtt í samspilið og það víkk- ar möguleikana svo mikið út. Og það er rosalega gaman.“ Crosby er auðheyrilega glaður og hlakkar til að koma til Íslands. En tónninn í röddinni harðnar þegar hann fer að lokum að tala um stjórn- mál í heimalandinu og er ekki sáttur. „Ástandið hér er slæmt sem stend- ur. Það er erfitt að vera bandarískur í dag. Við skömmumst okkar fyrir þennan náunga,“ segir Crosby og er að tala um Donald Trump. „Hann er hræðilegur, hefur skað- leg áhrif á lýðræðið í þessu landi, á samband okkar við umheiminn og fólk sem við viljum samsama okkur með. Við Bandaríkjamenn viljum vera stoltir af landinu okkar en sem sakir standa skömmumst við okkar fyrir það,“ segir hann ergilega. „Ég er heppinn að geta enn ferðast um og sungið á tónleikum,“ segir David Crosby. Hann er orðinn 77 ára gamall en nýtur þess að syngja. Ljósmynd/Anna Webber Tónlistin færir gleði og tilgang Goðsögnin David Crosby kemur fram ásamt hljómsveit í Háskólabíói á fimmtudag og á efnisskránni verða meðal annars lög sem Crosby, Stills, Nash & Young gerðu fræg. Crosby segist enn njóta þess að koma fram, meira en hálfri öld eftir að ævintýrið hófst. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is ’ Sá hluti ferðalagannaþegar ég er á sviðinuog syng, í tvo til þrjáklukkutíma, er einskær ánægja. Og skemmtilegri en ég get á nokkurn hátt lýst með orðum. Hin víðfræga hljómsveit Crosby, Stills, Nash &Young í kynningarmynd frá 1970. LESBÓK Borghildur Indriðadóttir verður með gjörninginn Hei Maey fyrirframan skipið Cape Race í Reykjavíkurhöfn á Menningarnótt kl. 18.08. Branislav Jovancevic leikur þar tónlist frá kl. 18.08 til 18.38. Gjörningur við höfnina 34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.8. 2018

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.