Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.08.2018, Page 36
Fjölmargar sjónvarpsþáttaraðirbyrja vel en verða verri eftirþví sem á líður. Lopinn er
teygður til að svara vinsældum og
efniviðurinn líður fyrir. Sumar hríf-
andi sögur hefjast á spennandi at-
burðarásum án þess að höfundarnir
hafi nokkra hugmynd um hvernig
þær muni enda. Það er ekki einfalt að
skrifa tugi þátta sem viðhalda sama
gæðastigi.
Sumar þáttaraðir forðast að vatns-
þynna efniviðinn með því að segja
sjálfstæðar sögur sem tengjast ekki í
gegnum gegnumgangandi söguþráð
heldur sameiginleg þemu eða efn-
istök. Þessar svokölluðu safnþátt-
araðir (anthology series) eru þá af-
markaðar í einni seríu, eða jafnvel
einum þætti, og segja það sem segja
þarf án þess að vera með málaleng-
ingar. Þetta snið er gott að því leyti
að hægt er að segja hnitmiðaðar sög-
ur og samt svara eftirspurn aðdá-
enda þáttanna. Annar kostur er að
sögurnar eru í viðráðanlegri stærð.
Það er minni skuldbinding að horfa á
einn þátt eða seríu en að hella sér í
söguþráð sem spannar hátt í hundr-
að þætti.
Leikstjórinn Jordan Peele vinnur
nú að þriðju endurlífgun The Twi-
light Zone sem eru einir þekktustu
safnþættir sjónvarpssögunnar. Hver
þáttur er sjálfstæð saga og sameig-
inlegt stef þeirra er hið undraverða
og yfirnáttúrulega – það sem verður
ekki útskýrt á hefðbundinn hátt.
Black Mirror eru oft kallaðir The
Twilight Zone nýrrar kynslóðar þótt
efnistökin séu önnur. Hver þáttur er
sjálfstæð dæmisaga um mögulegar
hættur sem samfélaginu stafa af
tækniþróun.
Báðir þættirnir fela oft í sér mis-
augljósan boðskap með dökkum und-
irtónum og eiga það sameiginlegt að
þeir enda oftar en ekki illa. Þar sem
hver þáttur er sjálfstæður geta
margir leikstjórar sett fjölbreytilegt
handbragð á sameiginleg þemu.
Þættirnir Fargo komu fyrst út ár-
ið 2014 með það að markmiði að
fanga andrúmsloft kvikmyndarinnar
en segja sjálfstæða sögu. Þættirnir
eru stjörnum prýddir og hafa hlotið
mörg verðlaun, en seríurnar þrjár
sem eru komnar út tengjast aðeins
lauslega og ekki er samhljómur um
hver þeirra sé best. Einn kostur
safnþáttasniðsins fyrir Fargo er að
mikið er um dauðsföll í þáttunum og
styttri sögur halda áhorfandanum í
óvissu um hverjir muni lifa af.
Fyrr í vikunni kom út stikla fyrir
The Romanoffs sem skarta meðal
annars íslensku leikkonunni Heru
Hilmarsdóttur. Hver þáttur verður
sjálfstæð saga um fólk sem á það
sameiginlegt að það telur sig til-
heyra rússnesku Romanov keis-
araættinni.
Þættirnir Fargo
tengjast lauslega
innbyrðis milli sería.
Sjálfstæðar sögur
Safnþáttaraðir samanstanda af sjálfstæðum sögum. Þær forðast langdregna söguþræði og
einbeita sér heldur að stuttum og hnitmiðuðum sögum í viðráðanlegri lengd.
Arnar Tómas Valgeirsson arnart@mbl.is
Ungur William Shatner tekst á við púkann á vængnum í einum eftirminnileg-
asta þætti The Twilight Zone, Nightmare at 20.000 feet.
Black Mirror tekur samtímamál fyrir í
dystópískri framtíðarsýn.
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.8. 2018
LESBÓK
FÓLK Hinn afkastamikli Will Smith fagnar fimmtugsafmæli í næsta
mánuði og mun hann stökkva úr þyrlu í teygju yfir Miklagljúfri á af-
mælisdeginum. Uppákoman er tilkomin eftir áskorun sem
Smith tók með því skilyrði að stökkið yrði gert til góðgerða.
Hann hefur nú efnt til leiks þar sem þátttakendur komast
í pott fyrir að leggja fram rúmar þúsund krónur eða
meira. Einn heppinn aðdáandi verður svo dreginn út
sem fær ásamt gesti að fagna afmælisdegi Smith með
fjölskyldu hans og fær að fylgjast með stökkinu í
eigin persónu.
Smith hefur nú leikið í næstum fjörutíu mynd-
um, en á næsta ári mun hann fara með hlutverk
andans í leikinni endurgerð af Disney-myndinni
Aladdín.
Stekkur til góðs
Will Smith
á HM í
Rússlandi. AFP
KVIKMYNDIR Leikstjórinn Quentin Tarant-
ino hefur valið leikara til að fara með hlutverk
kung fu-goðsagnarinnar Bruce Lee í væntan-
legri mynd sinni Once Upon a Time in Holly-
wood. Fyrir valinu varð hinn 34 ára gamli
Mike Moh, sem segist draga mikinn innblástur
frá Lee. Moh hefur áður leikið í ýmsum minni
verkefnum og lék síðast í Marvel-þáttunum In-
humans, sem fengu afspyrnu lélega dóma.
Myndin mun eiga sér stað undir lok sjöunda
áratugarins og fjallar um morð Manson-
fjölskyldunnar. Aðalleikarar í myndinni verða
Leonardo DiCaprio, Brad Pitt og Margot
Robbie.
Moh leikur Lee
Mike Moh.
Tessa Thompson
Lafði Tessa
KVIKMYNDIR Tessa Thompson
mun ljá cocker-spaniel-hundinum
Freyju rödd sína í endurgerð Disn-
ey-myndarinnar Hefðarfrúin og
umrenningurinn. Myndin verður í
bland leikin og tölvugerð og er
áætlað að hún verði frumsýnd á
nýrri streymisveitu Disney á næsta
ári. Thompson hefur verið áberandi
á skjánum upp á síðkastið, einna
helst í hlutverkum sínum í þátt-
unum Westworld og myndinni
Thor: Ragnarok.
FÓLK Hinn um-
búðalausi Americ-
an-Idol-dómari
Simon Cowell hlýt-
ur á næstu dögum
stjörnu í gang-
stéttinni á The
Hollywood Walk
of Fame. Tals-
maður nefndar-
innar sem sér um valið segir að
Cowell hafi verið valinn vegna
framlags síns til hæfileikasjón-
varpsþátta í gegnum tíðina, auk
þess sem hreinskilin gagnrýni hans
hafi unnið hug og hjarta áhorfenda
um allan heim. American Idol hóf
göngu sína 2002 og síðan þá hafa
ótal afsprengi litið dagsins ljós.
Simon Cowell
Cowell fær
stjörnu
FASTEIGNIR Rúmlega 230 fer-
metra hús í Oregon, sem var heimili
Bellu Swan í Twilight-myndunum,
er nú til sölu fyrir 380 milljónir
króna. Eigandi hússins hefur haldið
mörgu óbreyttu síðan myndirnar
voru teknar, sem hann segir vera
þakklætisvott hússins fyrir tíma
sinn í sviðsljósinu.
Kristen Stewart lék Bellu Swan.
Húsið til sölu
American Crime Story
Creeped Out
Inside No. 9
The Terror
Tales from the Crypt
Aðrar safnþáttaraðir