Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.08.2018, Qupperneq 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.08.2018, Qupperneq 6
Allar aftökur eru skelfilegaren að fara fram á dauða-refsingu yfir aðgerðasinna eins og Israa al-Ghomgham, sem er ekki einu sinni sökuð um of- beldisfulla hegðun, er ómennska.“ Þessi orð er að finna í yfirlýs- ingu sem Sarah Leah Whitson, framkvæmdastjóri Mannréttinda- vaktarinnar í Mið-Austurlöndum, sendi frá sér í vikunni, en sam- tökin mótmæla harðlega áformum ríkissaksóknara í Sádi-Arabíu um að fara fram á dauðadóm yfir téð- um aðgerðasinna sem setið hefur bak við lás og slá frá árinu 2015. Hún var þá handtekin ásamt eigin- manni sínum fyrir friðsamleg mót- mæli, að sögn Mannréttinda- vaktarinnar, sem óttast fordæmisgildi málsins, en fjöldi kvenna situr í fangelsi í landinu fyrir þær sakir að hafa talað fyrir mannréttindum. Mannréttindavaktinni þykir líka út úr korti af réttað sé í máli Ghomgham á vettvangi hryðju- verkadómstóls landsins. Sömu örlög bíða eiginmanns Ghomgham, Moussa al-Hashem, og þriggja annarra karlmanna verði þeir fundnir sekir. Ekki eru heim- ildir fyrir því að kona hafi í annan tíma verið dæmd til dauða fyrir störf sín í þágu mannréttinda í landinu. Að minnsta kosti þrettán manns sem barist hafa fyrir mannrétt- indum og auknum réttindum kon- um til handa hafa verið teknir höndum í Sádi-Arabíu síðan í maí, sakaðir um aðgerðir sem ógna þjóðaröryggi. Sumir hafa verið leystir úr haldi en aðrir sitja enn inni án þess að þeim hafi verið birt ákæra, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins, BBC. Brotin ekki refsiverð Mannréttindavaktin segir meint brot Ghomgham ekki refsiverð, en henni er meðal annars gefið að sök að hafa tekið þátt í mótmælum, að kyrja slagorð sem eru yfirvöldum í Sádi-Arabíu andsnúin, að reyna að hafa áhrif á skoðanir almennings og að taka upp mótmæli og sýna frá þeim á samfélagsmiðlum. Ghomgham tilheyrir minnihluta sjíamúslíma í landinu og hefur bar- átta hennar fyrir réttindum þeirra í Qatif-héraði verið súnníska meiri- hlutanum, ekki síst stjórnvöldum, þyrnir í augum. Sjíar njóta ekki sömu réttinda og súnníar í Sádi- Arabíu og hafa ekki sömu mögu- leika á því að brjótast til mennta og finna sér störf við hæfi. Arab- íska vorið sneiddi ekki hjá Sádi- Arabíu og gaf sjíum byr undir báða vængi. Barátta þeirra fyrir auknum réttindum hefur verið virk síðan og var Ghomgham framar- lega í flokki meðan hún gat enn um frjálst höfuð strokið. Málið þykir hafa varpað skugga á hinn unga krónprins Sádi- Arabíu, Mohammed bin Salman, en hann hefur gefið sig út fyrir að vera „nútímalegur umbótasinni“. Hann hefur raunar fylgt þeim orð- um eftir í verki; til dæmis með efnahagsumbótum, með því að opna kvikmyndahús, með því að hneppa suma af ættingjum sínum í varðhald vegna spillingar og síðast en ekki síst með því að losa um hömlur gagnvart konum, sem mega nú til dæmis eftir langa mæðu setjast undir stýri í landinu. Á sama tíma hefur bin Salman ekki farið í grafgötur með þá sann- Kosta mótmælin hana lífið? Israa al-Ghomgham situr í fangelsi í Sádi-Arabíu og gæti átt á hættu að verða dæmd til dauða fyrir aðild sína að mótmælum gegn stjórnvöldum. Engin kona hefur verið tekin af lífi í landinu fyrir aðkomu sína að baráttu fyrir mannréttindum. AFP Öll spjót standa nú á Mohammed bin Salman, krónprinsi Sádi-Arabíu, en hann hefur sagst vera maður umbóta. færingu sína að Sádi-Arabía eigi áfram að vera konungdæmi, þar sem farið verði að hans forskrift. Ekkert heyrst í prinsinum Hvorki bin Salman né aðrir ráða- menn í landinu hafa tjáð sig um mál Ghomgham þrátt fyrir áskor- anir, meðal annars frá Mannrétt- indavaktinni. „Sé krónprinsinum í raun og veru alvara með umbótum ætti hann þegar í stað að láta til sín taka og tryggja að engum að- gerðasinna sé haldið að tilefnis- lausu fyrir störf sín í þágu mann- réttinda,“ segir Sarah Lea Whitson í yfirlýsingu sinni. Hún telur ekki ástæðu til bjart- sýni. „Skýlaus valdníðsla kon- ungdæmisins gerir almannatengl- unum sem það hefur á sínum snærum stöðugt erfiðara fyrir þeg- ar kemur að því að sannfæra bandamenn og hinn alþjóðlega við- skiptaheim um það að ævintýrið um „umbætur“ sé í raun og veru að eiga sér stað.“ Ghomgham kemur næst fyrir dóm 28. október næstkomandi. 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.8. 2018 Ekki liggur fyrir hvenær Israa al- Ghomgham er fædd en talið er að hún sé um þrítugt. Ekki hefur gengið vel að afla upplýsinga um handtöku hennar og fangavist en talið er að hún hafi verið tekin höndum síðla árs 2015. Aðgerða- sinnar í Sádi-Arabíu halda því fram að hún hafi ekki haft aðgang að lögmanni fyrr en nú í sumar. Það fæst þó ekki staðfest. Stuðningsmenn hennar birtu í vikunni meðfylgjandi mynd af Ghomgham en þar er hún á barnsaldri. Israa al-Ghomgham Enginn lögmaður? ’ Ég hef áhyggjur af því hversu vítt hryðjuverk eru skilgreind og notkun Sádi-Arabíu á hryðjuverkalöggjöfinni frá 2014. Ben Emmerson, talsmaður Sameinuðu þjóðanna, eftir heimsókn til Sádi-Arabíu á síðasta ári. ERLENT ORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is BANDARÍKIN BAKERSFIELD Jonathan Davis, söngvari nýmálmbandsins Korn, hefur tjáð sig opinberlega um andlát fyrrverandi eiginkonu sinnar en Deven Davis lést 17. ágúst sl. 39 ára að aldri. Davis segir Deven, sem var fyrrver- andi fyrirsæta, hafa verið einstaka eiginkonu, móður og vin en hún hafi glímt við alvarleg andleg veikindi undanfarinn áratug, auk þess sem lyfjafíkn hafi fært hana í fjötra. „Hún hafði risastórt hjarta.“ BRETLAND LUNDÚNIR Eid Aljazairli var ósyndur þegar hann fl úði frá Sýrlandi til Bret- lands fyrir tveimur árum. Nú æfi r hann sund í fjórar klukku- stundir á dag og hefur sett stefnuna á Ólympíuleikana. Fyrir- myndin er bandaríska goðsögnin Michael Phelps, sem unnið hefur fl est ólympíugull allra, en Aljazairli, sem er 24 ára, heillaðist af honum eftir að hafa séð myndbönd á YouTube. Áður en hann féll fyrir sundinu nam Aljaza- irli endur- skoðun. INDÓNESÍA SÚMATRA 44 ára gömul kona sem aðhyllist búddisma hefur verið dæmd í 18 mánaða fangelsi fyrir að biðja húsbændur í mosku í grennd við heimili sitt að lækka í bænakallinu, eða adzan eins og það nefnist. Hefur dómurinn vakið hörð viðbrögð og kallað hefur verið eftir breytingu á umdeildum guðlastslögum í landinu, meðal annars af hálfu trúarleiðtoga múslíma, sem sjá ekki að hatur hafi búið að baki beiðni konunnar. JAPAN TÓKÍÓ Hirohito keisari sýndi iðrun og hafði misst alla lífslöngun síðustu árin sem hann lifði, ef marka má dagbókarfærslur sem nýlega voru gerðar opinberar. „Það hefur engan tilgang að draga úr vinnuálagi og lifa lengur. Það myndi bara auka líkurnar á því að ég heyrði eitthvað sem nístir inn að beini,“ skrifar Hirohito árið 1987 og á þar við árásina á Pearl Harbor og þátttöku Japana í seinni heimsstyrjöldinni. Keisarinn sálaðist tveimur árum síðar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.