Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.08.2018, Side 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.08.2018, Side 15
26.8. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 „Þvílík lífsreynsla. Bláa lóninu má ekki sleppa. Vel skipu- lagt, nútíma- og hátæknilegt. Lónið umvafði mann eftir stutta sturtu og göngutúr úr búningsklefanum. Allir í lón- inu voru að njóta sín.“ (Bandaríkin) „Var ekki viss við hverju ætti að búast þar sem ég hafði lesið gagnrýni á langar biðraðir og mannfjölda. Við komum um kvöld, litlar biðraðir og nóg pláss. Mjög slakandi lífs- reynsla.“ (Írland) „Skemmtilegt og slakandi. Eftir lónið, maska og vínglas leið okkur eins og eftir heila viku í heilsulind. Veitingastaður með frábært útsýni, nokkuð dýrt en þess virði.“ (Pólland) „Ég myndi aldrei mæla með þessum stað fyrir það sem kostar þarna inn. (…) Ofurmarkaðssett saltvatnslaug.“ (Bandaríkin) „Ef ég sé einhvern taka sjálfu eða mynd einhvern tímann aftur er það of mikið. Það eina sem við sáum í lóninu var myndavélar.“ (Bretland) „Algjör túristagildra. Þessi staður skyggir á yndislegu minningarnar um Ísland.“ (Pakistan) Morgunblaðið/Árni Sæberg Of margar sjálfur Ef „ferðamannagildra“ eða „tourist trap Iceland“ er slegið inn á ensku á samfélagsmiðl- inum Twitter birtast skrif í miklum meirihluta um einn stað, Bláa lónið. Þessi einn vinsæl- asti áfangastaður erlendra ferðamanna fær þó góðar umsagnir frá meiriparti ferðamanna. 86 prósent gefa lóninu fimm eða fjórar stjörnur á til dæmis Tripadvisor. Hin fjórtán pró- sentin, sem segja Bláa lónið í meðallagi gott, slakt eða hræðilegt, tæplega 1.700 manns, gagnrýna staðinn einkum fyrir of hátt gjald, mannfjölda, of margar sjálfsmyndatökur gesta og flókna búningsklefa. Á þriðja hundrað manns segja Bláa lónið einfaldlega hræðilegt. „Ótrúleg sýn, svo mikill kraftur og útsýnið er óviðjafnanlegt.“ Danmörk „Ég var ekki viss um að ég ætti að fara og sjá þennan foss. Við vorum við Geysi en ákváðum að slá til. Það hefði verið dauða- synd ef við hefðum misst af þessu. Þetta er ólýsanlegt.“ (Holland) „Ótrúlegasti foss sem ég hef séð á ævi minni og vinnur Niagara-fossana.“ (Kína) „Slysin bíða eftir að verða. Ég skil ekki af hverju ekk- ert er gert til að gera þennan stað, sem Íslendingar vita að þúsundir ferðamanna heimsækja, öruggari.“ (Kanada) „Fossinn sjálfur er fallegur. Það sem eyðilagði ferðina var allt þetta fólk og stundum hegðun þess. ... Allir að ýta og troðast.“ (Nýja-Sjáland) „Þessi foss er allt í lagi en farðu miklu frekar að sjá Skógafoss.“ (Belgía) Morgunblaðið/Ómar Slys bíða eftir að verða Ferðamenn hafa herjað á Suðurlandið öðrum landshlutum fremur. Skiljanlega hafa því áfangastaðir sunnanlands fengið mestu umfjöllunina erlendis og það á einnig við um fossana okkar. Gullfoss er langmest í umræðunni enda hluti af Gullna hringnum og afar vel þokkaður. Skógafoss kemur næstur á eftir. Og er ekki Gullfoss einfaldlega fullkominn? Næstum öllum finnst það. Nema 232 af 10.900 notendum Tripadvisor sem finnst hann í besta falli „lala“ og jafnvel bara glataður. Þar spila slæmar einkunnir vegna öryggismála við fossinn og mannmergð inn í. „Svo fallegt, hvaðan sem þú horfir á það, fullkomið myndefni, árið um kring. Eitt af undrum náttúrunnar.“ (Malasía) „Fáránlega fótógenískt fjall … Við komum hingað því myndir af þessu fjalli eru úti um allt Instagram. Var þess virði!“ (Suður-Afríka) „Ekkert sérstakt. Ég verð að vera sammála nokkrum hér sem eru heiðarlegir. Hvað er svona merkilegt við þetta fjall? Hefði ég ekki lesið mér til og vitað hvar ætti að leita að því hefði ég keyrt framhjá. Það er ekkert meira öðruvísi en önnur þau fjöll sem ég hef séð.“ (Bandaríkin) „Satt best að segja er þetta rétt þess virði til að stoppa og taka eina mynd, engin ástæða til að eyða tíma þarna.“ (Þýskaland) Morgunblaðið/RAX Jafnvel fjöll fá einkunn Stundum er talað um Kirkjufell við vestanverðan Grundarfjörð sem eitt mest myndaða fjall landsins. Fjallið hefur fengið mikla umfjöllun og umsagnir síðustu árin og fyrir utan að fjallið er sérstakt og fagurt hefur það líka aðdráttarafl að það er einnig þekkt sem Arrowhead-fjallið úr sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Langflestir ferðamenn eru ánægðir þegar þeir berja það eigin augum. „Staðurinn er undurfagur – ljósmyndir geta ekki gert fegurð lónsins skil. Þú verður að fara þangað og fellur í stafi.“ (Kanada) „Þessi staður er af öðrum heimi, ótrúlega fagur.“ (Ástralía) „Farðu til Íslands bara fyrir þetta. Þetta er einfaldlega ótrúlegt. Ísjakarnir bíða þess að komast út á sjó og ef þú hlustar vel geturðu heyrt þá brotna. Við sáum einnig seli.“ (Frakkland) „Ekki ferðarinnar frá Reykjavík virði. Jú þarna er lón og vissu- lega er ís þarna en þetta leit bara út eins og brotnir ísmolar að hringsnúast í vatni.“ (Bretland) Morgunblaðið/RAX Fullkomið Jökulsárlón Til allrar hamingju fær íslensk náttúra svo fínar umsagnir að það kolefnisjafnar stóran hluta umfjöllunar um að það að ferðast hingað svíði inn að beini fjárhagslega. Meðan það eru ekkert endilega hundrað prósent allir hrifnir af Þingvöllum, Gullfossi eða Bláa lóninu er þó einn staður á Íslandi sem fær toppumsagnir frá öllum, sé litið til vinsælustu einkunnagjafa erlendra ferðamanna á Tripadvisor og Google Review ásamt umsögnum ferðamanna á samfélagsmiðlum svo sem Twitter og Facebook. Það er Jökulsárlón, en til að mynda gefa 98% notenda Tripadvisor lóninu toppeinkunn, segja það framúrskarandi eða mjög gott. Örfáar hræður segja lónið í „meðallagi“.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.