Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.08.2018, Síða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.08.2018, Síða 16
Í MYNDUM 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.8. 2018 Frá örófi alda hafa Færeyingar veittgrindhvali sér til matar og hafa forn-leifarannsóknir leitt það í ljós að allt frá því á víkingaöld hafa grindhvalir verið hluti af matarmenningu Færeyinga. Menn hafa haldið ítarlegar skrár um veiðarnar frá árinu 1584 og er haldið til haga hversu mörg dýr eru veidd og hvar. Veiðarnar fara þannig fram að þegar sést til hvala er sent út boð til þeirra bátaeigenda sem vanalega taka þátt í veiðunum. Þeir sigla út til móts við hvalina og reka þá svo að landi þar sem best er að drepa dýrin. Á ströndinni bíða menn sem hafa hlotið þjálfun í að drepa hval- ina og einungis þeir mega taka þátt í drápinu. Nokkrar sekúndur tekur að drepa hvern hval og yfirleitt er búið að drepa alla hvalavöðuna á innan við tíu mínútum. Eftir drápið eru hvalirnir hífðir upp á bryggju þar sem gerðar eru rannsóknir á þeim. Hvalirnir eru t.a.m. aldursgreindir og gerðar á þeim eiturefnarannsóknir. Eftir það fer skiptingin fram. Alla jafna eru það þeir sem taka þátt í veiðunum sem fyrst fá kjöt en ef veiddir eru nógu margir hvalir njóta fleiri góðs af. Hverjum hval er skipt í einingar sem kallast skinn og í hverju skinni eru 50 kg af kjöti og 25 kg af spiki. Þeir sem fá úthlutað skinn þurfa sjálfir að gera að hvalnum. Safnast þá fólkið saman í kringum hvern hval og sker hann í réttar einingar. Þó svo að grindhvalaveiðar séu enn stór hluti af menningu Færeyinga hefur umræða farið af stað um hver framtíð veiðanna sé. Ein helsta ástæða umræðunnar er að samkvæmt rannsóknum er í kjötinu mikið magn kvikasilf- urs og PCB og hefur heilbrigðisstofnun Fær- eyja ráðlagt fólki að takmarka neyslu á grind- hvalakjöti og er sérstaklega bent á að óléttar konur ættu ekki að borða slíkt kjöt. Þrátt fyrir þessa umræðu hafa kannanir sýnt að mikill meirihluti Færeyinga er enn hlynntur veið- unum. Áætluð stofnstærð grindhvala í austurhluta Atlantshafsins er um 778.000 dýr og í kringum Færeyjar er stofninn um 100.000 dýr. Árlega veiða Færeyingar að meðaltali um 800 grind- hvali. Eftir drápið Fjöldi fólks er samankominn niður við bryggju, bæði heimamenn og ferðamenn, og grindaformaðurinn stendur uppi á palli og kallar yfir hópinn nöfn þeirra sem fá hlut af hval. Stemningin er mikil og fólk stekkur af stað þegar nöfn þeirra eru köll- uð upp. Handan mannfjöldans liggja rúm- lega 66 grindhvalir á blóðugri bryggjunni. Mávarnir sveima um fyrir ofan og lyktin af blóði, iðrum og sjónum blandast saman í ólýsanlegan kokteil Meira en 60 hvalir voru veiddir í þetta skipti. Þegar heim er komið þarf að ganga frá kjötinu. Hluti þess er þurrkaður og spikið saltað. Ljósmyndir KRISTINN MAGNÚSSON

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.