Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.08.2018, Síða 18
O
ddný er sjálf fædd og uppalin í
Reykjavík en segist hafa lært
að meta náttúruna þegar hún
stundaði viðskiptanám við Há-
skólann á Bifröst og í sum-
arbústaðaferðum í æsku. „Ég var á Bifröst í
þrjú ár og bjó einn veturinn í bústað í Saurdal. Á
hverjum morgni, á leið minni í skólann, gekk ég
í gegnum óspillt hraunið og fannst það vera því-
lík forréttindi. Pálmi var sendur í sveit á níunda
aldursári og eftir þriðja sumarið í sveitinni
ákvað hann að ílengjast þar. Hann ólst því upp á
sauðfjárbúi í Suðursveit, var eitt ár í bænda-
skóla og átti sér alltaf þann draum að verða
bóndi,“ segir Oddný og bætir við að þau hjónin
séu bæði miklir náttúruunnendur.
Í Berufirðinum reka þau áfram fyrirtæki sitt,
Geisla hönnunarhús, sem sérhæfir sig í hönnun
og framleiðslu á umhverfisvænum leikföngum,
minjagripum og gjafavöru. Vörurnar eru gerðar
úr viði og öðrum náttúrulegum hráefnum og eru
allar framleiddar á verkstæðinu þeirra, sem nú
er flutt í sveitina þar sem þau vinna að því að
byggja upp draumaveröldina sína.
Frá Kaliforníu til Kópavogs
Oddný Anna er menntaður viðskiptafræðingur
og Pálmi er iðnhönnuður. Leiðir þeirra lágu
fyrst saman þegar þau störfuðu bæði hjá stoð-
tækjafyrirtækinu Össuri en þar byrjaði Oddný
að vinna að loknu námi. Árið 2003 fluttist Oddný
til Kaliforníu þar sem hún starfaði sem mark-
aðs- og almannatengslastjóri Össurar í Banda-
ríkjunum en Pálmi, sem var deildarstjóri þróun-
ardeildar fyrirtækisins á Íslandi, flutti út árið
eftir og tók við sem deildarstjóri þróunardeild-
arinnar hjá Össuri í Bandaríkjunum.
Þau hjón eiga saman synina Róbert Björn (12
ára), Brynjar Örn (10 ára) og Sævar Kára (4
ára). Fyrir átti Pálmi soninn Gísla Jóhann (28
ára). Þau fluttu aftur til Íslands árið 2010 og
komu sér vel fyrir í Kópavoginum. Þau höfðu
byggt sér sumarbústað í Kjósinni og fóru þang-
að við hvert tækifæri sem gafst.
Vildu komast út í sveit
Oddný segir að þau Pálmi hafi fljótlega verið
farin að ræða það að flytja út í sveit. Þau hafi
skoðað jarðir víða en rétta jörðin hafi þurft að
uppfylla ákveðin skilyrði. „Ég var til dæmis
ákveðin í því að ef ég myndi flytja út á land þá
yrðu að vera há fjöll og ég vildi ekki vera lengst
inni í dal því þá fengi ég innilokunarkennd. Við
skoðuðum meðal annars jörð í Eyjafirði og
norður í Skagafirði. Pálmi var með alls konar
pælingar sem kröfðust ákveðinna jarðgæða sem
hann setti fram og kynnti undir heitinu Eden-
garðar Íslands og síðar Fiskaland.is, sem var
ákveðinn drifkraftur í þessari leit.“
Svo leið tíminn án þess að þau væru mikið að
pæla í þessu. „Þar til á föstudegi í lok apríl síð-
astliðins,“ segir Oddný. Þá sendi Pálmi henni
vefslóð með upplýsingum um jörðina Gautavík í
Berufirði en Oddný segir að sér hafi nú ekki al-
veg litist á blikuna. „Mér fannst þetta svo rosa-
lega langt í burtu og spurði Pálma bara hvort
hann ætlaði að flytja með mig í langt-í-
burtistan,“ segir Oddný og skellir upp úr. Á
sunnudeginum, tveimur dögum síðar, þegar
fjölskyldan var á heimleið úr bústaðnum í Kjós-
inni bað Pálmi Oddnýju að skoða aftur upplýs-
ingarnar um Gautavíkina, gefa henni annað
tækifæri. Hún hafi því farið að kíkja á þær í sím-
anum sínum. „Allt í einu small allt saman í
hausnum á mér. Við vorum stödd á þeim stað í
okkar lífi að þetta var rétti tíminn til að taka
stökkið. Jörðin hafði líka bara allt sem við vild-
um og tikkaði í öll box. Há og tignarleg fjöll, ár,
læki og fossa, er alveg niðri við sjó við sögu-
fræga vík, með stór og vel hirt tún og ofboðslega
fallega náttúru allt um kring. Svo hafði hún
húsakostinn sem skipti líka miklu máli, því við
vorum ekki tilbúin í að þurfa að byrja á því að
fara út í stórfelldar framkvæmdir eins og hafði
verið staðan á mörgum af þeim jörðum sem við
höfðum skoðað. Það þurfti ekkert að gera í
Gautavíkinni til að hægt væri að flytja inn.
Þarna var lítið og sætt íbúðarhús, góð gripahús
og stór hlaða að ógleymdri vélaskemmunni sem
var fullkomin fyrir fyrirtækið okkar, Geisla
hönnunarhús. Við gátum bara flutt beint inn.“
Oddný segir að hlutirnir hafa síðan gerst
hratt. „Þessi bílferð heim úr bústaðnum var á
sunnudagseftirmiðdegi og akkúrat viku síðar
vorum við búin að ganga frá þessu,“ segir hún.
„Á einni viku vorum við búin að setja húsið
okkar í Kópavogi á sölu, fara hingað austur með
strákana, skoða eignina, leikskólann og skólann,
tala við nágrannana, fá bindandi tilboð í okkar
eign og gera bindandi tilboð í Gautavíkina. Þetta
tók sem sagt sjö daga frá því ég gaf Gautavík-
inni annan séns,“ segir Oddný og hlær. Nánast
allar upplýsingar sem bættust við studdu enn
frekar þessa ákvörðun, til dæmis að Djúpivogur
er eini Cittaslow bærinn á Íslandi og að HA-
VARÍ frumkvöðlanna Svavars (sem kallar sig
Prins Póló) og Berglindar á Karlsstöðum væri
rétt hjá, en þar gistum við þegar við fórum aust-
ur. Þau voru svo jákvæð að það var ekki nokkur
vafi í mínum huga að þetta væri rétt ákvörðun
þegar við skrifuðum undir kauptilboðið.“
Saknar ekki umferðarinnar
Ekki var langur tími til stefnu því áætlaður
flutningur var í lok júní. Næstu vikur fóru því í
að pakka og undirbúa flutninginn. „Pálmi fékk
leyfi eigenda til að fara austur til að hreinsa og
mála vélaskemmuna svo hún væri tilbúin þegar
við kæmum, því við máttum ekki við mörgum
dögum þar sem starfsemi fyrirtækisins lægi
niðri, sérstaklega ekki svona yfir háannatím-
ann,“ segir Oddný. Hún bætir við að þetta hafi
verið alveg heljarinnar mál. „Ég meina, við erum
með framleiðslufyrirtæki, þrjú börn og að fara í
allt annars konar líf og vildum undirbúa þetta
vel.“
Fjölskyldan lagði af stað austur í Berufjörð-
inn föstudagskvöldið 29. júní á tveimur smekk-
fullum bílum, nokkrum klukkutímum eftir að
búið var að skrifa undir kaupsamning á húsinu
þeirra í Kópavoginum. „Búslóðin var þá komin í
gám, 40 feta extra háan,“ segir Oddný og skellir
upp úr. „Ég pantaði gám hjá Eimskip sem átti
að fara sjóleiðina því þeir eru eiginlega hættir
landflutningum á búslóðagámum. En skipið bil-
aði og svo bilaði skipið sem hann átti að fara í í
staðinn svo á endanum þurfti að keyra gáminn
sem mætti á svæðið daginn á undan okkur.“
Um sjö klukkutíma akstur er á milli höf-
uðborgarinnar og Gautavíkur ef lítið er stoppað.
Hún segir fjarlægðina vissulega mikla en það
taki aðeins klukkutíma að keyra til Egilsstaða
um Öxi og um einn og hálfan út á Höfn þaðan
sem hægt sé að fljúga í bæinn ef svo beri undir.
Stærsti ókosturinn sé hvað það sé dýrt að fljúga
innanlands og Oddný segir það vissulega hafa
verið dálítið áhyggjuefni til að byrja með. En
kostirnir séu svo miklu fleiri. Og talandi um
akstur, þá segist Oddný ekki sakna umferð-
arinnar í bænum. „Ó, nei, ég var nú alveg komin
með nóg af henni. Undanfarin tvö ár var ég búin
að vinna ýmis störf nálægt og í miðbænum og ef
ég var ekki farin af stað fyrir klukkan fjögur þá
náði ég ekki að sækja barnið í leikskólann fyrir
klukkan hálffimm. Og á föstudögum sat maður
kannski alveg í klukkutíma í bílnum. Fastur í
mengun,“ segir Oddný og bætir við að hún hafi
verið farin að þrá að komast í burtu. Út úr um-
ferðinni og menguninni.
„Það hefur gengið vel að koma okkur fyrir;
við Pálmi erum bæði svona fólk sem er alltaf að.
Við viljum klára hlutina og svo var mikil hjálp í
félögum okkar sem komu með okkur hingað
austur til að hjálpa okkur fyrstu dagana. Þetta
hefur auðvitað verið heilmikil vinna, sérstaklega
að koma fyrirtækinu og framleiðslunni fyrir á
nýjum stað, en gaman, það er gaman að koma
sér fyrir á stað sem mann langar að búa á. Við
höfum einhvern veginn alltaf verið á leiðinni í
burtu frá þeim stöðum sem við höfum átt heima
á hingað til og vitað að þeir væru einhvern veg-
inn ekki endanlegu staðirnir okkar. En eftir
fyrstu nóttina hér fannst okkur við bara alltaf
hafa átt heima hérna og við Pálmi sögðum bæði:
Nú erum við komin heim! Maður sefur svo vel
hérna; í kyrrðinni og hreina loftinu og svo höf-
um við verið einstaklega heppin með veður.“
Oddný segir að það sé búinn að vera mikill
gestagangur hjá þeim; fjölskylda, vinir og kunn-
ingjar hafi komið í heimsókn og eins hafi margir
úr sveitinni heilsað upp á þau og þau kíkt við á
„Á ég í alvörunni
heima hérna?“
Að flytja fimm manna fjölskyldu með allt sitt hafurtask og fyrirtæki úr Kópavoginum austur á Berufjörð gæti vaxið einhverjum í
augum. En hjónin Oddný Anna Björnsdóttir og Pálmi Einarsson afgreiddu kaup og sölu á einni viku og fluttu um mánuði síðar.
Fjölskyldan nýtur samverunnar í friðsælli sveitasælunni og stefnir á að verða sem mest sjálfbær.
Guðrún Óla Jónsdóttir gudruno@mbl.is
Úr einkasafni
Oddný og Pálmi
ásamt sonum sínum
Róberti, Brynjari og
Sævari.
VIÐTAL
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.8. 2018