Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.08.2018, Page 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.08.2018, Page 24
Fyrir 6-8 5 msk ólífuolía 1 laukur, skorinn smátt 1 rauð paprika, skorin smátt 2 hvítlauksrif, rifin salt og nýmalaður pipar eftir smekk 2 msk smátt skorin flatlaufasteinselja (geymið nokkur heil lauf til skreytingar) 3 msk smátt skorið kóríander (geymið nokkur heil lauf til skreytingar) 2 bollar eldaðar linsubaunir 3 þroskaðir en stinnir bananar, skornir í bita 2 msk balsamedik Hitið olíu á pönnu á miðlungshita. Bætið lauknum út í og hrærið reglulega þar til hann er mjúkur. Bætið papriku saman við og steikið þar til hún fer að mýkjast. Bætið þá hvítlauk við og hrærið og eldið í eina mínutu. Saltið og piprið. Bætið steinselju, kóríander og linsubaun- um út á pönnuna og hitið þar til baunirnar eru heitar í gegn. Setjið allt í stóra skál og bætið banana- bitum saman við. Saltið og piprið eftir smekk. Skreytið með laufum af steinselju og kóríander. Banana-linsubaunasalat 240 ml möndlumjólk 2 lúkur gott blandað salat, t.d. spínat og grænkál 2 bananar, frosnir 4-5 mjúkar döðlur, steinlausar 2 msk hampfræ 1 msk chiafræ 1 msk hnetusmjör Skraut chiafræ hampfræ möndlur Setjið allt hráefni í bland- ara og blandið vel saman. Stráið skrauti að eigin vali yfir og njótið vel. Frá grgs.is Græna sólin 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.8. 2018 MATUR 4 þroskaðir bananar, afhýddir 250 g sykur 2 egg 140 g mjúkt smjör 250 g hveiti 2 tsk lyftiduft 100 g muldar valhnetur (valfrjálst) 100 g súkkulaðibitar (t.d. frá Hershey’s) Hitið ofninn í 190°C á blæstri. Smyrjið brauðform eða notið sílikonform. Merjið banana í stórri skál með gaffli og blandið sykri saman við. Bætið eggjum við og hrærið blönduna í hrærivél eða með handþeytara þar til allt hefur blandast vel. Setjið þá smjörið út í og blandið. Hellið hveiti og lyftidufti saman við og blandið vel með sleif. Bætið svo valhnetum og súkku- laðibitum út í. Hrærið saman með sleif og hellið í formið. Bakið í rúma klukkustund eða þar til tilbú- ið. Látið kólna um stund og skerið svo í sneiðar. Best er að borða brauðið volgt með nógu af smjöri og ískaldri mjólk. Bananabrauð með súkkulaðibitum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.