Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.08.2018, Qupperneq 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.08.2018, Qupperneq 25
Skerið kjúklinginn í bita og kryddið með salti og pipar. Hitið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn á pönnunni. Setjið kjúklinginn í ofnfast mót og beik- onbitana yfir. Skerið banana í sneiðar og setjið yfir. Hellið chilírjómasósunni yfir allt og stráið salthnetum yfir. Setjið í 200°C heitan ofn í 15 mínútur. Í þennan rétt er hægt er að kaupa tilbú- inn kjúkling og rífa niður til að flýta fyrir. Frá fallegtogfreistandi.is 26.8. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 Bananaostakaka Botn 300 g kex með vanillukremi (ca 25 kexkökur) 120 g smjör Bræðið smjör og myljið kex í matvinnsluvél. Blandið þessu saman og setjið í bökunar- form með lausum botni. Þrýstið blöndunni í botninn og aðeins upp í hliðar á forminu. Setjið inn í ísskáp á meðan fyllingin er búin til. Ostakaka 400 g rjómaostur, við stofuhita 2⁄3 dl sykur ½ dl maízenamjöl eða önnur sterkja 3 egg 1 vanillustöng, klofin í tvennt og kornin innan úr báðum helmingunum skafin úr með beitt- um hníf 1 dl rjómi 3 meðalstórir mjög vel þroskaðir bananar, stappaðir Borin fram með karamellusósu (t.d. dulce de leche) þeyttum rjóma Stillið ofn á 160°C við undir/yfirhita. Þeytið rjómaost þar til hann verður mjúkur, og smátt og smátt er sykri og sterkju bætt út í. Þá er eggjum bætt út í, einu í senn. Því næst er banönum og vanillukornum bætt út í. Að lokum er rjómanum smátt og smátt bætt við og þeytt á meðan. Hellið blöndunni yfir kexbotninn. Bakið við 160°C í 45-55 mín- útur, eða þar til að kakan er bökuð að öllu leyti nema hún má vera dálítið blaut í miðj- unni. Þá er slökkt á ofninum og henni leyft að standa í ofninum í a.m.k. hálftíma í við- bót. Notið álpappír yfir kökuna ef hún fer að dökkna mikið þegar líður á bökunartím- ann. Athugið að ostakakan verður ekki beint stíf þegar hún er tilbúin heldur getur hún „dansað“ svolítið í miðjunni þótt hún sé tilbúin. Síðan sígur kakan dálítið og jafn- ar sig. Það koma oft sprungur í yfirborðið en það er algengt og skiptir litlu fyrir bragð- ið. Ostakakan er látin kólna í forminu og sett í ísskáp yfir nótt eða helst í 6-8 tíma áð- ur en hún er borin fram. Borin fram með karamellusósu og þeyttum rjóma og skreytt með bananasneiðum. Frá eldhussogur.com Í banana- stuði Bananar eru sætir, mjúkir og saðsamir og henta vel þegar hungrið sverfur að. Alls konar réttir innihalda þennan suðræna ávöxt, bæði aðalréttir, salöt, kökur og ís. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is 1 banani, skorinn í litla bita og frystur ½ tsk vanilluextrakt ½ dl mjólk frosin bláber til skrauts rifið dökkt súkkulaði til skrauts Skerið niður banana og látið í frysti í nokkrar klukkustundir. Setjið allt í blandara í nokkrar mínútur. Þegar þetta er orðið silkimjúkt þá er ísinn klár. Gott er að bæta við nokkrum blá- berjum og rífa dökkt súkkulaði ofan á ís- inn. Einnig er hægt að setja smá hnetusmjör saman við ísinn. Frá evalaufeykjaran.is. Bananahamingja Fyrir 4 900 g kjúklingabringur 200 g beikon 2 bananar 200 ml chilísósa, extra sterk 500 ml rjómi 1½ dl salthnetur salt pipar Blandið chilísósu og rjóma saman í skál og blandið vel. Steikið beikon þar til stökkt og skerið í bita. Kjúlli með rjómasósu, bananasneiðum og beikoni

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.