Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.08.2018, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.8. 2018
FERÐALÖG
Austur-Tímor er fyrsta þjóðin sem fékk sjálfstæði
á þessari öld, árið 2002. Landið, sem er aðeins
15.410 ferkílómetrar, er í dag öruggt en allir inn-
viðir eru í lamasessi og vegir lélegir. Landið var
undir stjórn Portúgala frá sextándu öld fram til
1975 en eftir það laut það stjórn Indónesíu. Við
tóku áratugir sem einkenndust af ófriði og ofbeldi
en friður ríkir nú í þessu landi sem telur rúmlega
milljón manns.
Aðeins um sextíu þúsund ferðamenn koma
þangað árlega. Ef þú keyrir meðfram ströndinni
er ólíklegt að þú rekist á annan ferðamann, en
nauðsynlegt er að leigja bíl þar sem almennings-
samgöngur eru ekki góðar. Landið er mjög dýrt
að heimsækja; bæði er mjög dýrt að komast þang-
að og eins eru hótel og uppihald líka í hærri kant-
inum.
Ferðamenn eru margir hverjir að kanna undir-
djúpin en landið er paradís fyrir kafara, enda í
miðju kóralrifi á milli Indónesíu og Ástralíu.
AUSTUR-TÍMOR
Paradís kafara
Í Austur-Tímor get-
ur ferðamaðurinn
notið þess að kafa í
undirdjúpunum og
ferðast um landið
sem fáir heimsækja.
Thinkstock
Þangað sem
fæstir fara
Fátt er verra á ferðalögum en að vera umkringd öðrum ferðamönnum. Sem
betur fer eru enn til lönd í heiminum sem bjóða upp á ævintýralega
áfangastaði en eru ekki yfirfull af ferðamönnum. Hvernig væri að fara á
framandi slóðir, þangað sem nærri enginn fer?
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Sómalía er ekki ferðamannaland,
enda einn hættulegasti staður
heims; stríðshrjáð land þar sem
óöld og ofbeldi er daglegt brauð.
Margar þjóðir vara þegna sína við
ferðalögum þangað vegna ofbeldis
og mannrána. Hins vegar er horn
á Sómalíu sem öruggt er að heim-
sækja og nefnist Sómalíland. Það
er fyrrverandi breskt yfirráða-
svæði í norðvesturhluta Sómalíu.
Í Sómalíu eru nánast engir túr-
istar; aðeins hermenn og blaða-
menn. En í Sómalílandi, sem er
ekki viðurkennt sjálfstætt ríki,
finnur þú nokkra ævintýragjarna
ferðalanga. Vinsælt er að skoða
þar fornar hellamyndir. Þar er
hægri umferð en samt sem áður
eru bílar þar með stýrið hægra
megin.
SÓMALÍA
Thinkstock
Sómalíland fyrir ævintýragjarna
Fornar hellamyndir
heilla ferðamenn sem
fara til Sómalílands.
Í Kyrrahafinu er eyjaklasinn
Tonga. Eyjarnar eru 169 talsins
og þar af eru 96 byggðar. Þetta
litla konungsríki er mitt á milli
Nýja-Sjálands og Havaí. Árlega
heimsækja um sextíu þúsund
ferðamenn eyjarnar. Ef þú átt
leið þar um skaltu ekki sleppa
því að synda með hnúfubökum;
það verður ógleymanleg
reynsla. Einnig er hægt að
snorkla, synda í hellum, sigla og
veiða svo eitthvað sé nefnt.
Á nokkrum af eyjunum muntu
sjá sjón sem þú sérð hvergi ann-
ars staðar; svín sem vaða út í sjó
í leit að sjávarfangi. Svínin eru
víst lunkin við veiðarnar.
TONGA
Thinkstock
Hnúfubakar og svín
Svínin á Tonga leita
út í sjó eftir æti.
Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is
Nýjar vörur
Matardiskur 2.950
Forréttardiskur 2.550
Ljós
21.000
Glas 1.550
Ljós
17.000
30-50%afsláttur afvöldumvörum