Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.08.2018, Síða 37
Stjarna Jennifer Lopez skein skært á verðlaunahátíð
MTV í vikunni. Hún fékk aðalverðlaun hátíðarinnar
og tók af því tilefni mörg af sínum þekktustu lögum
og var sjónarspilið mikið.
Lopez klæddist sérsaumuðum Versace-flíkum og
var bæði í gulldressi og silfurkjól auk þess að bera
dýra demantsskartgripi frá Tiffany & Co.
Framkoma Lopez þótti mörgum hápunktur
kvöldsins. Lagasyrpan innihélt m.a. lögin „Waiting
for Tonight, „On the Floor, „I Ain’t Your Mama,
„Dance Again, „El Anillo, „Booty“, „Love
Don’t Cost a Thing, „Get Right og “All I
Have“.
DJ Khaled tók síðan við í miðri syrpu á
meðan Lopez skipti um föt og þegar hún
kom til baka söng hún smellinn „Jenny
from the Block“. Hún settist síðan í lest
númer 6 sem þjónar Bronx-hverfinu
þaðan sem Lopez er ættuð.
Fyrsta plata hennar heitir einmitt
On the 6 og kom út árið 1999. Lopez
hefur gefið út átta plötur í fullri lengd
og af þeim hafa fjögur lög farið á topp-
inn á Billboard Hot 100-listanum í
Bandaríkjunum. Hafa plötur hennar
selst í meira en 80 milljónum eintaka
um allan heim.
Lagasyrpan innihélt mörg frægustu lög Lopez og var sjón-
arspilið mikið í atriðinu á MTV-verðlaunahátíðinni.
AFP
VERÐLAUNAHÁTÍÐ MTV
Gull og silfur
til Lopez
Jennifer
Lopez í
Versace.
AFP AFP
26.8. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
KVIKMYNDIR Maya Hawke, dóttir Umu Thurman og
Ethans Hawke, leikur í næstu mynd Quentins Tarant-
inos, Once Upon a Time in Hollywood. Aðrir sem bæst
hafa í leikarahópinn eru Lena Dunham úr Girls og Aust-
in Butler úr The Carrie Diaries. Hawke mun ennfremur
leika í þriðju þáttaröð Stranger Things hjá Netflix en
áður hefur hún leikið í stuttþáttaröðinni Little Women.
Val Tarantinos á Hawke hefur vakið athygli vegna sam-
bands hans við móður hennar. Fyrr á árinu ræddi Thur-
man um samband sitt við leikstjórann og að sér hefði
fundist hún óörugg við upptökur á hasaratriði í Kill Bill.
Once Upon a Time in Hollywood gerist í Los Angeles
1969. Í myndinni leika m.a. Leonardo DiCaprio, Brad
Pitt, Margot Robbie, Dakota Fanning og Al Pacino.
Í fótspor móðurinnar
Feðginin
Ethan og
Maya
Hawke.
SJÓNVARP CBS, Warner Bros. TV og
Chuck Lorre Productions tilkynntu í vik-
unni að síðasti þátturinn af hinum vinsæla
gamanþætti The Big Bang Theory yrði
sendur út í maí á næsta ári þegar 12. þátta-
röðin klárast. Vefur People greinir frá því
að Jim Parsons hafi viljað hætta í þáttunum.
Parsons hefur unnið fern Emmy-verðlaun
og ein Golden Globe-verðlaun fyrir leik sinn
sem Sheldon Cooper. Samkvæmt Entertain-
ment Weekly þéna Parsons og samleikarar
hans Johnny Galecki, Kaley Cuoco, Simon
Helberg og Kunal Nayyar um milljón dali á
þátt eða um 110 milljónir króna.
Upphafið að endinum
AFP
Leikaraliðið úr Big
Bang Theory kveð-
ur brátt skjáinn.
Do the Right Thing (1990) Þrátt fyrir að vera orðin nærri þriggja áratuga
gömul á myndin enn erindi. Hún gerist á einum löngum og viðburðaríkum degi
í Bedford-Stuyvesant í Brooklyn og segir frá spennunni sem ríkir milli kyn-
þátta. Myndin fékk tvær tilnefningar til Óskarsverðlauna.
KVIKMYNDAFERILL
SPIKE LEE
Fjórar góðar
Inside Man (2006) Myndin kom Lee aftur á kortið ef svo má segja og er
stærsta mynd hans í peningum talið, en hún þénaði um 190 milljónir dala á
heimsvísu. Hún þykir með betri glæpamyndum áratugarins og skartar sem fyrr
í myndum Lee Denzel Washington í aðalhlutverki en á móti honum leika m.a.
Clive Owen, Jodie Foster og Willem Dafoe.
Jungle Fever (1991) Lee snýr staðalmyndunum á haus í þessu rómantíska
drama þar sem Wesley Snipes og Annabella Sciorra eru í hlutverki elskend-
anna. Samuel L. Jackson þykir líka sýna góða frammistöðu í myndinni.
Malcolm X
(1993) Denzel
Washington var
tilnefndur til Ósk-
arsverðlauna fyrir
leik sinn sem
presturinn og bar-
áttumaðurinn sem
þessi stórmynd er
nefnd eftir, en hún
gerir ævi Mal-
colms X góð skil.
VANTAR ÞIG STARFSFÓLK?
Suðurlandsbraut 6, 108 Rvk. | SÍMI 419 9000 | info@handafl.is | handafl.is
Við útvegum hæfa
starfskrafta í flestar
greinar atvinnulífsins
Handafl er traust
og fagleg
starfsmannaveita
með margra ára reynslu
á markaði þar sem við
þjónustum jafnt stór
sem smá fyrirtæki.