Jökull


Jökull - 01.01.2004, Blaðsíða 64

Jökull - 01.01.2004, Blaðsíða 64
Report Suðurlandsskjálftar 1896 mældust erlendis Leó Kristjánsson Jarðvísindastofnun Háskólans, Náttúrufræðahúsi, Sturlugötu 7, 107 Reykjavík; leo@raunvis.hi.is Á ofanverðri 19. öld jókst mjög áhugi meðal vísinda- manna í Evrópu á að fylgjast með jarðskjálftum og skrá þá. Var þá í fyrsta lagi safnað saman lýsingum fólks á áhrifum kringum upptök einstakra jarðskjálfta og unnin úr þeim m.a. kort yfir styrk hvers skjálfta. Í öðru lagi var reynt að þróa mælitæki sem gætu skráð komutíma jarðskjálftabylgna og greint hreyfingu jarð- arinnar. Tókst brátt að smíða tæki sem höfðu miklu næmari tilfinningu fyrir þeirri hreyfingu en mann- skepnan, og gátu þau gefið útslag þótt viðkomandi at- burðir ættu mjög fjarlæg upptök. Ekki verður saga þeirrar tækjaþróunar rakin hér, en skjálftabylgjurnar hafa alla tíð síðan reynst vísindamönnum afar gagn- legt tól til að kanna innri gerð jarðarinnar. Við hönnun skjálftamælitækjanna var það markmiðið (sem þó er aldrei hægt að ná til fulls) að einhver hlutur í tækinu sé kyrr á sama stað og hann var fyrir jarðskjálftann, en jörðin hristist til undir honum ásamt öðrum hlutum tækisins. Þessa afstæðu hreyfingu mátti svo magna upp og skrá með pennaoddi á sótað blað sem færðist með jöfnum hraða, eða láta mjóan ljósgeisla speglast frá nemanum á ljósnæma filmu. Á seinni hluta 19. aldar voru einnig komin í gagn- ið tæki til samfelldrar skráningar á sveiflum sem menn höfðu orðið varir við í segulsviði jarðar. Þær eru oft- ast óreglulegar og mjög mis-langar, frá sekúndum (og þaðan af styttri) upp í sólarhringa. Tækin samanstóðu af litlum stangseglum sem voru hengdir upp í mjóa þræði eða léku á hjörum. Kraftverkun sviðsins á þenn- an búnað var svo lítil að hann gat ekki knúið penna, þannig að fyrrnefnd skráningaraðferð með hjálp ljós- geisla var notuð. Mælarnir voru næmir fyrir ýmsu fleiru en segulsviðinu, ekki síst öllum hristingi. Höfundi þessa greinarkorns var kunnugt, að jarð- skjálftarnir á Suðurlandi í maí 1912 höfðu komið víða fram á mælitækjum og verið fjallað um þá á prenti. Sjá t.d. grein Inga Bjarnason o.fl. (1993) og aðra eft- ir E.G. Harboe (1914), sem starfaði í Kaupmanna- höfn og hafði (skv. Dansk Biografisk Leksikon) átt þátt í því um 1908 að jarðskjálftamælum var komið upp tímabundið hérlendis. Tams (1912) og Harboe (1913) skrifuðu einnig um jarðskjálfta sem varð um 200 km norður af Húsavík í janúar 1910 og fannst vel á Norðurlandi. Bylgjur frá honum sáust m.a. í Ottawa. Í síðastnefndu greininni er þess getið, að sex stöðvar erlendis hafi numið bylgjur frá jarðskjálfta er varð í nóvember 1906 á skaganum milli Eyjafjarðar og Skjálfanda, og fannst hann sömuleiðis víða nyrðra. Í grein 1915 nefnir Harboe skjálfta nálægt Grímsey í maí 1913, sem mælst hafi á fjórum stöðvum í Evrópu. Mér lék forvitni á að vita hvort einhverjar stöðvar erlendis hefðu séð bylgjur frá jarðskjálftunum sunn- anlands 1896, sem voru nokkrir og mjög sterkir sem kunnugt er. Þorvaldur Thoroddsen (1899) skrifaði um þá atburði merka bók, en ekki sé ég þar getið athugana erlendis frá. Lausleg leit mín að frekari erlendum heimildum um skjálftana 1896 bar lengi vel ekki árangur. A.m.k. tugur skjálftamæla í Evrópu að Rússlandi meðtöldu voru þó komnir í gagnið vorið 1894 og skráðu þá stóran jarðskjálfta með upptök í Japan, og að auki fjórar segulmælingastöðvar (Rebeur-Paschwitz 1895). Frásagnir af fjarskjálftum sem vart varð við á þess- um mælum, birtust tilviljanakennt í ýmsum ritum. Nokkrar skjálftastöðvar sem urðu vel þekktar um og eftir aldamótin, voru hinsvegar ekki teknar til starfa sumarið 1896. Til dæmis starfaði John Milne, einn kunnasti frumkvöðull í jarðskjálftafræðum, í Japan frá 1876 þangað til tæki hans eyðilögðust í bruna í febrú- ar 1895. Hann fluttist þá til Wight-eyjar við Suður- England, og skjálftamælar af nýrri hönnun hans voru settir upp á nokkrum stöðvum í Englandi frá 1897 með tilstyrk vísindafélaga (Milne 1939). Austurríska vísindaakademían var búin að koma sér upp jarð- 64 JÖKULL No. 54, 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.