Jökull


Jökull - 01.01.2004, Síða 65

Jökull - 01.01.2004, Síða 65
Suðurlandsskjálftar 1896 skjálftanefnd 1896, en í skýrslu hennar fyrir það ár (Mojsisovics 1897) er sagt að stefnt sé að uppbygg- ingu nokkurra fyrstu mælistöðva þar í landi á árinu 1897. Í grein um merka jarðskjálftastöð í Göttingen (Wiechert 1899) virðist mega ráða að hún hafi hafið starfsemi 1898, og skv. efni á veraldarvefnum er svo að sjá að stöðvar t.d. í Hamborg, Leipzig og Jena hafi farið í gang á því ári eða síðar. Jarðskjálftamælir (séð ofan á á neðri mynd). Þrír lá- réttir pendúlar eru í málmkatlinum A (sjá efri mynd) sem er e.t.v. um 1 m á breidd og stendur á þrífættri plötu. Ljósgeislar frá lampanum L falla gegnum göt á katlinum á spegil s á hverjum pendúl, og þaðan á ljósmyndapappírs-tromluna d sem knúin er af úrverki U. Teikning úr yfirlitsgrein A. Siebergs um skjálfta- mælingar í 4. bindi tímaritsins Das Weltall, 1904. – Schematic diagram of an early 20th century seis- mometer (triple Ehlert-Rebeur horizontal pendulum) with photographic recording. Af tilviljun rakst ég síðan á þrjár klausur í hinu þekkta vísinda-vikuriti Nature, þar sem lýst er truflun- um á mælitækjum er skjálftarnir hér gætu hafa valdið. Hvatinn að ritun þeirra virðist einkum hafa verið grein um skjálftana eftir Jón Stefánsson rithöfund í Lundún- um, í hefti því sem út kom 15. okt. 1896. Jón tekur fram, að harðastir urðu kippirnir að kvöldi 26. ágúst, morguninn eftir, og tvisvar aðfaranótt 6. september. Fyrsta klausan sem birtist 5. nóv., er stutt og seg- ir að truflanir hafi sést á segulsviðsmæli í rannsókna- stöð við París þrívegis á 10 mínútna tímabili kvöldið 26. ágúst. Höfundur er Th. Moureaux (1896), sem starfaði lengi við mælingar á jarðsegulsviðinu, þar með kortlagningu misvísunar sviðsins í Frakklandi og kringum Ísland. Í franska ritinu La Nature, bindi 24(II) 1896, bls. 330 er einnig nafnlaus klausa um skjálftana á Íslandi, og þar sagt að Moureaux hafi tek- ið eftir þessum truflunum hinn 29. ág. meðan hann var á ferð í Rússlandi. Þetta er ekki fyllilega skýrt, en hugsanlega hafa honum verið sendar filmur úr Parísar- stöðinni þangað til að skoða. Önnur klausa er strax á eftir hinni í Nature 5. nóv. og er frá Th. Heath (1896) starfsmanni við Kon- unglegu stjörnuathuganastöðina í Edinborg. Sú stöð á sér jafnframt merka sögu í jarðskjálftarannsókn- um. Heath segir frá ýmsum truflunum sem sést hafi á pendúl-jarðskjálftamæli (bifilar pendulum) 25.–30. ág. einkum um hádegi og kvöld þess 26. og morgun- inn 27., sem og að morgni 6. sept. Geti þær tengst atburðunum á Íslandi. Þriðja klausan kom svo í Nature 15. apríl vorið eftir, og er hluti smágreinar (Gerland 1897) um jarð- skjálfta sem fundist hafi á nokkurra mánaða tímabili með tækjum í skjálfta-stöð í Strassburg við landamæri Þýskalands og Frakklands. Höfundurinn var fjöl- hæfur vísindamaður sem m.a. stofnaði þekkt tímarit, „Beiträge zur Geophysik“. Láréttur stangarpendúll í stöð hans sýndi hreyfingar aðfaranótt 27. ág. og fram yfir hádegi, og aftur 5.–6. og 12.–13. sept. Gerland nefnir einnig smærri truflanir sem geti hafa stafað frá skjálftum á Íslandi, eina átta daga í september. Að síðustu hafði ég upp á viðamikilli skýrslu nefndar (Symons o.fl. 1897) um jarðskjálftarannsókn- ir, sem lögð var fram á árlegu þingi Vísindasambands Bretlands og var J. Milne einn þeirra nefndarmanna. Þar er upplýst, að mælingar hans á Wight-eyju hafi hafist strax síðsumars 1895. Stöð Milnes nam Suð- urlandsskjálftana 26. ágúst 1896 og er birt mynd í JÖKULL No. 54, 2004 65
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.