Jökull


Jökull - 01.01.2004, Page 75

Jökull - 01.01.2004, Page 75
Data report Jöklabreytingar 1930–1960, 1960–1990 og 2002–2003 Oddur Sigurðsson Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík; osig@os.is YFIRLIT — Veturinn 2002–2003 var mjög hlýr að því er kemur fram á vefsíðu Veðurstofu Íslands. Síðan mælingar hófust snemma á 19. öld hafa aðeins tvisvar mælst hlýrri vetur. Þrátt fyrir að úrkomusamt hafi verið um sunnanvert landið var óvenju snjólétt um land allt og hálendið sunnan jökla mátti heita alautt mestan hluta vetrar. Þegar svo fer um hábjargræðistíma jöklanna er ekki að undra að þeir láti á sjá. Jöklamælingamenn vitjuðu nú jökulsporða á 55 stöðum. Enn hopa flestir jöklar. Frá því eru fáar en athyglisverðar undantekningar sem verður getið nánar hér að neðan. Á fimm stöðum gengu jöklar fram en einn sporður stóð í stað. AFKOMUMÆLINGAR Hér fylgja í töflu 1 afkomutölur hvers árs frá 1988 fyrir norðurhlið Hofsjökuls (Sátujökul) og austur- (Þjórsárjökul) og suðvesturhliðina (Blágnípujökul) frá 1989 samkvæmt mælingum Orkustofnunar (Oddur Sigurðsson, 1989, 1991 og 1993; Oddur Sigurðsson og Ólafur Jens Sigurðsson 1998; Oddur Sigurðsson og fl. í útgáfu). Á Veðurstofu Íslands hefur verið sett saman nýtt kort af yfirborði Hofsjökuls úr hæðarlíkani af neðri hlutum jökulsins frá Ísgraf ehf. eftir loftmyndum frá 1999, GPS-mælingum Tómasar Jóhannessonar af efsta hluta jökulsins frá 2001 og fyllt þar á milli með korti Raunvísindastofnunar (Helgi Björnsson, 1988). Útlínur jökulsins voru dregnar eftir loftmyndunum frá 1999. Ísaskil hafa verið mörkuð á grundvelli þessa nýja korts og þess gætt að ekki sé mikið misvægi í hlutföllum milli ákomusvæðis og leysingarsvæðis milli ísasviða. Hæðardreifing yfirborðsins var endur- reiknuð. Þetta hafði í för með sér verulegar breyting- ar á afkomutölum Blágnípujökuls eins og sjá má af samanburði við töflur sem birst hafa í Jökli á undan- förnum árum. Enn er talsverður munur á heildaraf- komu mismunandi hliða á Hofsjökli (2,5 m meira en á Sátujökli og 3,5 m meira en á Þjórsárjökli) á þeim hálfum öðrum áratug sem mælingar hafa staðið þótt sá munur hafi minnkað við endurreikningana. Hann er þó ekki ósennilegur með öllu. Ef munurinn held- ur áfram að aukast ár frá ári er það til marks um að ekki hafi tekist sem skyldi að marka ísaskil og koma réttum tölum á dreifingu flatarmáls með hæð. Einnig gæti skýringin legið í að stengur, sem eru aðeins 5 á Blágnípujökli, hafi lent þannig í landinu að kerfis- bundin skekkja hljótist af. Raunar er mismunurinn ekki meiri en svo að hann rúmast innan skekkjumarka sem verður að gera ráð fyrir í svona mælingum. Neðst í töflunni fyrir hvern jökul er samantek- ið fyrir öll árin meðalvetrarafkoma, meðalsumaraf- koma, samanlögð ársafkoma og meðalhæð jafnvæg- islínu. Þar kemur í ljós að mest snjóar á Þjórsárjökul. Þar leysir líka mest og jafnvægislína er þar miklu neð- ar á jöklinum en á hinum hliðunum. Flatarmál Hofsjökuls hefur breyst stórlega undan- farna öld. Varla er nógu mikið að marka gömul kort af jöklinum til að þau gefi raunsatt flatarmál hans. Elsta kort, sem er byggt á gögnum frá öllum jöklinum á sama tíma, eru AMS kort Bandaríkjahers frá 1949 eft- ir loftmyndum frá 1945 og 1946. Samkvæmt mæling- um Skúla Víkingssonar á þeim var flatarmál Hofsjök- uls 946 km2. Eflaust er það ofurlítið ofmetið þar sem ólíklegt er að jaðar jökulsins hafi verið rétt greindur hátt í landinu vegna snjóa. Á Landsat 5 gervihnattar- mynd frá 1986 mældist flatarmál Hofsjökuls 911 km2 en á loftmyndunum frá 1999 var það 889 km2. Þar af JÖKULL No. 54, 2004 75
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.