Jökull - 01.01.2004, Side 77
Jöklabreytingar 2002–2003
Berjaspretta með fádæmum og aðalbláber full-
þroskuð síðustu viku í júlí. Hrútaber og rifsber einnig
snemma vel þroskuð. Fuglar verptu afar snemma,
þrestir jafnvel fyrir 1. maí og tví- eðar þríurpu sem
og margar aðrar fuglategundir. Til dæmis fann ég
heiðlóuhreiður helungað 21. ágúst. Þetta á þó ekki
við um rjúpuna. Jaðrakan bættist nú hér í varpfugla-
hópinn. Gífurlegir þrastasveimir komu hér við í haust
og var kliðurinn á morgnana í trjágarðinum oft þvílík-
ur að helst minnti á mjög suðlægar breiddargráður, en
enginn svefnfriður eftir að fór að skíma.
Skjaldfönn tók 6. júlí, fáeinar kolsvartar svellfann-
ir líklega frá móðuharðindum ef ekki eldri, þraukuðu
á háfjöllum eða fram við jökul.
Sauðfé feikivænt, jafnvel um of, því við eigum nú
í slíku árferði í glímu við heldur óskemmtilega send-
ingu; Bágt er líf hjá bóndaköllum/ berjast þeir við
draug./ Er lömbin koma feit af fjöllum,/ fellir matið
þaug.
Músagangur með fádæmum vegna góðærisins.
Kettir standa ráðalausir og halda að sér loppunum í
miðri þvögunni.
Vetur ber óvenju snemma að dyrum nú, og fé víð-
ast komið á hús og gjöf.“
Leirufjarðarjökull – Nú skreið jökullinn 3 m fram og
telst Ásgeiri Sólbergssyni framrás hans samtals 1163
m á 7 árum sem stendur heima við bækur Jöklarann-
sóknafélagsins. Hann segir einnig að Jökulfirðir beri
nafn með rentu. Í Hesteyrarfirði séu 4 jöklar, enginn í
Veiðileysufirði, 3 í Lónafirði og 2 í Hrafnfirði og ann-
ar þeirra þó nokkuð stór. Í Leirufirði er Drangajök-
ull. Mjög fáir stórir skaflar voru eftir í Jökulfjörðum
haustið 2003.
Reykjarfjarðarjökull – Þröstur Jóhannesson segir
nokkurn ruðning við sporðinn, sem er mjög brattur,
nánast þverhníptur. Jökuláin kom undan og meðfram
sporðinum í mörgum kvíslum. Jökullinn virðist skríða
til austnorðausturs upp brekku upp á holt sem er aust-
an við sporðinn (sjá mynd með jöklabreytingakafla í
Jökli nr. 52) og er nú kominn 70 m frá í fyrra. Mal-
arruðningur við jaðarinn er meira áberandi upp með
sporðinum að sunnan en þar sem mælt er. Jökuljað-
arinn er mjög sprunginn þar til kom að mótum jök-
ulsporðs og jökuls. Þar eru nokkuð skörp skil sem
virðast liggja eftir lægð í suðvestur norðan við Hljóða-
bungu. Á göngu yfir jökulinn 28. september 2003
voru sprungur til trafala. Nýr snjór náði mun lengra
niður eftir jöklinum Kaldalónsmegin.
Þröstur lætur ýmsan fróðleik fljóta með í bréfi sínu
frá 18. nóvember 2003. Mjög snjólétt var á svæðinu
veturinn 2001–2002 svo að allir sleða- og jeppamenn,
sem höfðu bókað hús í Reykjarfirði síðvetrar og um
páska, aflýstu vegna snjóleysis á láglendi. Í byrjun
maí var snjór í fjöllum álíka og í júlí árið áður. Veðrið
í sumar var blautt en hlýtt. Ragnar Jakobsson (fæddur
1931) sagði að þetta væri þriðja versta óþurrkasumar-
ið sem hann mundi. Frá fyrstu viku í júlí til fyrstu
viku í ágúst var ein vika með eindæmum góð en ann-
ars þokusælt og blautt.
Norðurlandsjöklar
Gljúfurárjökull – Árni Hjartarson segir jökultunguna
allbratta og ill- eða ógenga upp en þó ekki veru-
lega sprungna nema upp af vestari kvísl en þar marka
sprungur og niðurföll árfarveg undir ísnum. Nýsnævi
er einungis að finna undir efstu hömrum. Greinilegt
er á loftmyndum að jökullinn er mun meira sprunginn
ofantil (1. mynd) en hann var í september 2000.
Nú um skeið hefur verið gangur í litlum skál-
arjökli á Svarfaðardal sem heitir Búrfellsjökull (2.
mynd). Sveinn Brynjólfsson háskólanemi frá Dalvík
hefur gert sér ferð þangað nokkrum sinnum og setti
þar upp merki. Fylgst verður með jökulsporðinum á
næstu árum.
Bægisárjökull – Jónas Helgason skoðaði jökulsporð-
inn 9. sepember við bestu aðstæður og sagði að
þar hefði myndast „lítill en laglegur jökulgarður sem
væntanlega hefur ýst upp á árunum 2001–2002.“
Eiríksjökull
Klofajökull – Bjarni Kristinsson segir að áferð jökuls-
ins hafi breyst mjög. Hann hefur þynnst og aurlinsur
mynda ekki lengur skýrt yfirborðsmynstur.
Langjökull
Hagafellsjökull eystri – Theodór segir eyju hafa
myndast í Hagavatni og jökullinn standi þverhníptur
út í vatnið á tveim stöðum, sitt hvoru megin við nýjan
tanga.
Leiðarjökull – Kristjana G. Eyþórsdóttir segir jökul-
jaðarinn vera brattan í Jökulkróki milli Fögruhlíða og
JÖKULL No. 54, 2004 77