Jökull


Jökull - 01.01.2004, Síða 77

Jökull - 01.01.2004, Síða 77
Jöklabreytingar 2002–2003 Berjaspretta með fádæmum og aðalbláber full- þroskuð síðustu viku í júlí. Hrútaber og rifsber einnig snemma vel þroskuð. Fuglar verptu afar snemma, þrestir jafnvel fyrir 1. maí og tví- eðar þríurpu sem og margar aðrar fuglategundir. Til dæmis fann ég heiðlóuhreiður helungað 21. ágúst. Þetta á þó ekki við um rjúpuna. Jaðrakan bættist nú hér í varpfugla- hópinn. Gífurlegir þrastasveimir komu hér við í haust og var kliðurinn á morgnana í trjágarðinum oft þvílík- ur að helst minnti á mjög suðlægar breiddargráður, en enginn svefnfriður eftir að fór að skíma. Skjaldfönn tók 6. júlí, fáeinar kolsvartar svellfann- ir líklega frá móðuharðindum ef ekki eldri, þraukuðu á háfjöllum eða fram við jökul. Sauðfé feikivænt, jafnvel um of, því við eigum nú í slíku árferði í glímu við heldur óskemmtilega send- ingu; Bágt er líf hjá bóndaköllum/ berjast þeir við draug./ Er lömbin koma feit af fjöllum,/ fellir matið þaug. Músagangur með fádæmum vegna góðærisins. Kettir standa ráðalausir og halda að sér loppunum í miðri þvögunni. Vetur ber óvenju snemma að dyrum nú, og fé víð- ast komið á hús og gjöf.“ Leirufjarðarjökull – Nú skreið jökullinn 3 m fram og telst Ásgeiri Sólbergssyni framrás hans samtals 1163 m á 7 árum sem stendur heima við bækur Jöklarann- sóknafélagsins. Hann segir einnig að Jökulfirðir beri nafn með rentu. Í Hesteyrarfirði séu 4 jöklar, enginn í Veiðileysufirði, 3 í Lónafirði og 2 í Hrafnfirði og ann- ar þeirra þó nokkuð stór. Í Leirufirði er Drangajök- ull. Mjög fáir stórir skaflar voru eftir í Jökulfjörðum haustið 2003. Reykjarfjarðarjökull – Þröstur Jóhannesson segir nokkurn ruðning við sporðinn, sem er mjög brattur, nánast þverhníptur. Jökuláin kom undan og meðfram sporðinum í mörgum kvíslum. Jökullinn virðist skríða til austnorðausturs upp brekku upp á holt sem er aust- an við sporðinn (sjá mynd með jöklabreytingakafla í Jökli nr. 52) og er nú kominn 70 m frá í fyrra. Mal- arruðningur við jaðarinn er meira áberandi upp með sporðinum að sunnan en þar sem mælt er. Jökuljað- arinn er mjög sprunginn þar til kom að mótum jök- ulsporðs og jökuls. Þar eru nokkuð skörp skil sem virðast liggja eftir lægð í suðvestur norðan við Hljóða- bungu. Á göngu yfir jökulinn 28. september 2003 voru sprungur til trafala. Nýr snjór náði mun lengra niður eftir jöklinum Kaldalónsmegin. Þröstur lætur ýmsan fróðleik fljóta með í bréfi sínu frá 18. nóvember 2003. Mjög snjólétt var á svæðinu veturinn 2001–2002 svo að allir sleða- og jeppamenn, sem höfðu bókað hús í Reykjarfirði síðvetrar og um páska, aflýstu vegna snjóleysis á láglendi. Í byrjun maí var snjór í fjöllum álíka og í júlí árið áður. Veðrið í sumar var blautt en hlýtt. Ragnar Jakobsson (fæddur 1931) sagði að þetta væri þriðja versta óþurrkasumar- ið sem hann mundi. Frá fyrstu viku í júlí til fyrstu viku í ágúst var ein vika með eindæmum góð en ann- ars þokusælt og blautt. Norðurlandsjöklar Gljúfurárjökull – Árni Hjartarson segir jökultunguna allbratta og ill- eða ógenga upp en þó ekki veru- lega sprungna nema upp af vestari kvísl en þar marka sprungur og niðurföll árfarveg undir ísnum. Nýsnævi er einungis að finna undir efstu hömrum. Greinilegt er á loftmyndum að jökullinn er mun meira sprunginn ofantil (1. mynd) en hann var í september 2000. Nú um skeið hefur verið gangur í litlum skál- arjökli á Svarfaðardal sem heitir Búrfellsjökull (2. mynd). Sveinn Brynjólfsson háskólanemi frá Dalvík hefur gert sér ferð þangað nokkrum sinnum og setti þar upp merki. Fylgst verður með jökulsporðinum á næstu árum. Bægisárjökull – Jónas Helgason skoðaði jökulsporð- inn 9. sepember við bestu aðstæður og sagði að þar hefði myndast „lítill en laglegur jökulgarður sem væntanlega hefur ýst upp á árunum 2001–2002.“ Eiríksjökull Klofajökull – Bjarni Kristinsson segir að áferð jökuls- ins hafi breyst mjög. Hann hefur þynnst og aurlinsur mynda ekki lengur skýrt yfirborðsmynstur. Langjökull Hagafellsjökull eystri – Theodór segir eyju hafa myndast í Hagavatni og jökullinn standi þverhníptur út í vatnið á tveim stöðum, sitt hvoru megin við nýjan tanga. Leiðarjökull – Kristjana G. Eyþórsdóttir segir jökul- jaðarinn vera brattan í Jökulkróki milli Fögruhlíða og JÖKULL No. 54, 2004 77
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.