Jökull - 01.01.2004, Page 85
Ísjármælingar á Drangajökli 8.–9. apríl 2004
Eyjólfur Magnússon, Finnur Pálsson og Helgi Björnsson
Jarðvísindastofnun Háskólans, Askja, Sturlugötu 7, 107 Reykjavík
email: eyjolfm@raunvis.hi.is
Í apríl 2003 var gerður út smáleiðangur til for-
könnunar á þykkt Drangajökuls. Í för voru Eyjólfur
Magnússon frá Krossnesi á Ströndum, nú starfsmað-
ur Jarðvísindastofunar Háskólans og Páll L. Pálsson
frá Reykjafirði syðri á Ströndum sem er einna kunn-
ugastur manna um hálendi Norður-Stranda og Horn-
stranda. Lagt var af stað í blíðskaparveðri þann 8.
apríl á snjósleðum en vegna snjóleysis þurfti að flytja
sleðana á bílum upp á Eyrarháls milli Mela við Norð-
urfjörð og Eyrar við Ingólfsfjörð. Þaðan var ekið um
tveggja tíma leið að suðurenda Drangajökuls og áfram
að Hljóðabungu. Gerðar voru mælingar með punkt-
íssjá Jarðvísindastofnunar á norðurhluta jökulsins (sjá
mynd), bæði á hábungunni og ofan Leirufjarðar áður
enn haldið var í náttstað. Þar sem útséð var að komist
yrði niður í Reykjafjörð vegna snjóleysis var ekið nið-
ur á Skorarheiði og þaðan niður í Hrafnsfjörð sem er
með eindæmum snjóþungur, enda reyndist þar greið-
fært niður að sjó.
Árla morguninn eftir var haldið aftur upp á jök-
ul. Veður var frekar þungbúið, skýað og skafrenn-
ingur upp á jökli. Því var ákveðið á hætta ekki á að
fara að kötlunum sem eru norðan við Hljóðabungu
eða út á Reykjafjarðarjökull. Búast mátti við að þar
væri jökullinn sprunginn því að nokkur gangur hef-
ur verið í honum að undanförnu. Þess í stað voru
mælingar gerðar á hájöklinum sunnanverðum sem og
ofan Kaldalóns og Skjaldfannardals (sjá mynd). Að
því loknu var haldið að eyðibýlinu Dröngum en þang-
að voru Steinstúnsmenn, sveitungar leiðangursmanna,
komnir í skemmtireisu. Eftir ánægjulega næturvist á
Dröngum var ekið heim á leið í kafaldsbil og komið
til byggða á Melum að kvöldi 10. apríl.
Niðurstöður mælinga má sjá á meðfylgjandi korti.
Mælingarnar sem gerðar voru eru alltof gisnar til að
gefa skýra mynd af landslaginu undir jöklinum. Til
þess þyrfti að mæla jökulinn mun þéttar, helst með
snið-íssjá. Mælingarnar gefa hins vegar grófa mynd
af þykkt jökulsins. Víða var jökullin mældur 100 til
200 m þykkur en mest röskir 250 m ofan Leirufjarðar
og litlu þynnri ofan Kaldalóns eða um 240 m. Yfir-
borðshæðir í íssjármælipunktum, mældar með GPS-
tækjum (um 2 m nákvæmni), voru bornar saman við
rösklega 10 ára gamalt handrit Landmælinga Íslands.
Hæðarmismunur var sjaldnast yfir 10 m og að meðal-
tali er munur svo til engin ef frá er talin mæling merkt
DR15 á mynd, á ofanverðum Leirufjarðarjökli sem
sýndi 34 m lækkun sem kann að stafa af því að Leiru-
fjarðarjökull er nýlega hlaupinn. Mæling á ofanverð-
um Kaldalónsjökli (DR9 á korti) sem einnig er nýlega
hlaupin sýndi einungis 13 m lækkun. Þar sem skýra
má helstu frávik gefur þessi samanburðar til kynna að
hið nýja handrit Landmælinga sé nokkuð áræðanlegt,
ólíkt eldri kortum af Drangajökli.
Ljóst er að Drangajökull er ekki á förum í bráð og
þeir sem kallað hafa þennan lægsta jökul landsins au-
virðlegum nöfnum á borð við skafl og skæni, mega sjá
að sér.
Þakkir
Auk Páls L. Pálssonar sem innilega er þökk-
uð leiðsögnin um Drangajökul og nágrenni, er Birni
Torfasyni á Melum og syni hans Torfa kærlega þökk-
uð afnot af vélsleða. Steinstúnsbræðrum, Gísla,
Samúeli og Guðlaugi Ágústssonum auk Samúels Ág-
ústs Samúelssonar, er þökkuð fylgdin frá Dröngum til
byggða.
JÖKULL No. 54 85