Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.01.2004, Qupperneq 85

Jökull - 01.01.2004, Qupperneq 85
Ísjármælingar á Drangajökli 8.–9. apríl 2004 Eyjólfur Magnússon, Finnur Pálsson og Helgi Björnsson Jarðvísindastofnun Háskólans, Askja, Sturlugötu 7, 107 Reykjavík email: eyjolfm@raunvis.hi.is Í apríl 2003 var gerður út smáleiðangur til for- könnunar á þykkt Drangajökuls. Í för voru Eyjólfur Magnússon frá Krossnesi á Ströndum, nú starfsmað- ur Jarðvísindastofunar Háskólans og Páll L. Pálsson frá Reykjafirði syðri á Ströndum sem er einna kunn- ugastur manna um hálendi Norður-Stranda og Horn- stranda. Lagt var af stað í blíðskaparveðri þann 8. apríl á snjósleðum en vegna snjóleysis þurfti að flytja sleðana á bílum upp á Eyrarháls milli Mela við Norð- urfjörð og Eyrar við Ingólfsfjörð. Þaðan var ekið um tveggja tíma leið að suðurenda Drangajökuls og áfram að Hljóðabungu. Gerðar voru mælingar með punkt- íssjá Jarðvísindastofnunar á norðurhluta jökulsins (sjá mynd), bæði á hábungunni og ofan Leirufjarðar áður enn haldið var í náttstað. Þar sem útséð var að komist yrði niður í Reykjafjörð vegna snjóleysis var ekið nið- ur á Skorarheiði og þaðan niður í Hrafnsfjörð sem er með eindæmum snjóþungur, enda reyndist þar greið- fært niður að sjó. Árla morguninn eftir var haldið aftur upp á jök- ul. Veður var frekar þungbúið, skýað og skafrenn- ingur upp á jökli. Því var ákveðið á hætta ekki á að fara að kötlunum sem eru norðan við Hljóðabungu eða út á Reykjafjarðarjökull. Búast mátti við að þar væri jökullinn sprunginn því að nokkur gangur hef- ur verið í honum að undanförnu. Þess í stað voru mælingar gerðar á hájöklinum sunnanverðum sem og ofan Kaldalóns og Skjaldfannardals (sjá mynd). Að því loknu var haldið að eyðibýlinu Dröngum en þang- að voru Steinstúnsmenn, sveitungar leiðangursmanna, komnir í skemmtireisu. Eftir ánægjulega næturvist á Dröngum var ekið heim á leið í kafaldsbil og komið til byggða á Melum að kvöldi 10. apríl. Niðurstöður mælinga má sjá á meðfylgjandi korti. Mælingarnar sem gerðar voru eru alltof gisnar til að gefa skýra mynd af landslaginu undir jöklinum. Til þess þyrfti að mæla jökulinn mun þéttar, helst með snið-íssjá. Mælingarnar gefa hins vegar grófa mynd af þykkt jökulsins. Víða var jökullin mældur 100 til 200 m þykkur en mest röskir 250 m ofan Leirufjarðar og litlu þynnri ofan Kaldalóns eða um 240 m. Yfir- borðshæðir í íssjármælipunktum, mældar með GPS- tækjum (um 2 m nákvæmni), voru bornar saman við rösklega 10 ára gamalt handrit Landmælinga Íslands. Hæðarmismunur var sjaldnast yfir 10 m og að meðal- tali er munur svo til engin ef frá er talin mæling merkt DR15 á mynd, á ofanverðum Leirufjarðarjökli sem sýndi 34 m lækkun sem kann að stafa af því að Leiru- fjarðarjökull er nýlega hlaupinn. Mæling á ofanverð- um Kaldalónsjökli (DR9 á korti) sem einnig er nýlega hlaupin sýndi einungis 13 m lækkun. Þar sem skýra má helstu frávik gefur þessi samanburðar til kynna að hið nýja handrit Landmælinga sé nokkuð áræðanlegt, ólíkt eldri kortum af Drangajökli. Ljóst er að Drangajökull er ekki á förum í bráð og þeir sem kallað hafa þennan lægsta jökul landsins au- virðlegum nöfnum á borð við skafl og skæni, mega sjá að sér. Þakkir Auk Páls L. Pálssonar sem innilega er þökk- uð leiðsögnin um Drangajökul og nágrenni, er Birni Torfasyni á Melum og syni hans Torfa kærlega þökk- uð afnot af vélsleða. Steinstúnsbræðrum, Gísla, Samúeli og Guðlaugi Ágústssonum auk Samúels Ág- ústs Samúelssonar, er þökkuð fylgdin frá Dröngum til byggða. JÖKULL No. 54 85
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.