Jökull - 01.01.2004, Page 97
Þórarinn Björnsson
19. nóvember 1909 – 25. desember 2004
Kveðja frá Jöklarannsóknafélagi Íslands
Enn styttist listinn, enn rofnar einn af þeim þáttum
sem tengt hafa okkur atburði sem varð í húsi Odd-
fellowa við Vonarstræti þann 22. nóvember 1950 þeg-
ar Jóni Eyþórssyni tókst að spinna saman úr 41 mislit-
um þræði þá taug sem síðan hefur eflst og dafnað og
er nú orðin að sterkum þætti í sögu jöklarannsókna á
Íslandi. Það er nú svo með flest reipi að ýmsir hlutar
kjarnans eru lítt sjáanlegir, þeir þræðir sem svo liggja
eru ekki áberandi og því fáum kunnir en skila sínu
verki í kyrrþey. Svo var um þá meginstoð Skálanefnd-
ar Jöklarannsóknafélags Íslands sem nú leggst á árar á
öðru sviði og í öðru rúmi en eflaust með annað augað á
okkur ekki alveg sáttur við að gert sé eitthvað með það
sem, svo notuð séu hans orð, „var ekki neitt, bara smá
liðlegheit“. Þórarinn var lítillátur og sú lindiseinkun
hans reið ekki við einteyming. Þegar við tveir, undir
handarjaðri bræðrungs hans, Sigurðar Þórarinssonar,
heimsóttum hann þann 15. nóvember 1980 þeirra er-
inda að afhenda honum gögn því til staðfestingar að
Jöklarannsóknafélag Íslands hefði kjörið hann heið-
ursfélaga, hálf hnubbaði hann frænda sinn fyrir tilvik-
ið en augun sögðu annað. Þegar þátt hans í uppbygg-
ingu félagsins bar á góma nærri tveimur áratugum síð-
ar varð hið sama upp á teningnum en glettnisblik kom
í augun. En öllum rósum fylgja þyrnar. Þegar Þór-
arinn lagðist á hinn vænginn varð honum ekki þokað.
Það kom meðal annars í ljós þegar honum var ítrek-
að ætlað sæti í virðingarmestu nefnd félagsins en án
árangurs, þá breyttist augnsvipurinn og málið var af
hans hálfu útrætt.
JÖKULL No. 54, 2004 97