Jökull


Jökull - 01.01.2004, Side 98

Jökull - 01.01.2004, Side 98
Þórarinn Björnsson fæddist á Djúpavogi 19. nóv- ember 1909. Foreldrar hans voru Björn Stefánsson frá Teigi í Vopnafirði, lengst af verslunarstjóri við verslanir Örum & Wulff á Austurlandi, og kona hans, Margrét Katrín Jónsdóttir. Voru þau bæði af kunn- um austfirskum ættum, hann af Burstarfellsætt en hún af Vefaraætt. Þegar Þórarinn var á 10. ári voru verslanir Örum & Wulff seldar og fluttist fjölskyld- an þá til Reykjavíkur. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1925 og réð sig þá um haustið sem sendisvein til Timburverslunar Árna Jónssonar og lauk þar starfsævinni árið 1985 þá sem forstjóri til margra ára. Þórarinn gekk til liðs við skátahreyfinguna árið 1925 í Skátafélaginu Ernir og sat þar í stjórn árin 1931 til 1938 er Ernir sameinuðust Væringjum í Skáta- félagi Reykjavíkur og hélt þar áfram stjórnarsetu til ársins 1948. Kusu þeir hann heiðursfélaga. Jafn- framt þessum störfum var hann einn af stjórnarmönn- um Bandalags íslenskra skáta á árunum 1931 til 1944. Þórarinn var mikill skíðamaður og beitti sér ásamt öðrum áhugamönnum fyrir byggingu skíðaskála Ár- menninga í Jósepsdal árið 1936 og hafði forystu um byggingu Þrymheima, skíðaskála skáta í Henglafjöll- um árið 1941. Þá lagði hann Árbæjarsafni lið þegar gamli Væringjaskálinn, sem reistur var í Lækjarbotn- um árið 1920, var fluttur í safnið árið 1962 og endur- byggður þar. Á þessum árum ferðaðist Þórarinn eins og kostur gaf, mest þó með skátunum og Ferðafélagi Íslands en í þá daga var það ærið ferðalag að fara um Hengils- svæðið eða í Jósepsdal, svo maður tali nú ekki um Kjöl eða Landmannalaugar. Þetta breyttist við lok Heimsstyrjaldarinnar því þá eignuðust ýmsir „láns- menn“ jeppa og urðu þá eldri víddir í ferðamennsku innan gæsalappa en við tók sjálf víðáttan, hálendi Ís- lands. Varð þetta til þess að smærri hópar ferða- manna mynduðust, eins og til dæmis „Mópokarnir“ og „Minnsta Ferðafélagið“. Þórarinn varð fljótlega meðlimur í hinu síðar nefnda og var ásamt félögum sínum á ferð í Vonarskarði þann örlagaríka dag 14. september 1950 þegar Geysir brotlenti á Bárðarbungu. Þar af varð önnur ferð Þórarins á Vatnajökul, en hann var lengst björgunarmanna á jöklinum við þær erfiðu aðstæður sem þar voru. Fyrri ferð hans var í júlí 1943 en þá gekk hann á Hvannadalshnúk, frá Hofi í Ör- æfum, ásamt sjö öðrum skátum. Afskipti Þórarins af málefnum Ferðafélags Íslands jukust jafnt og þétt og var hann kjörinn þar í stjórn árið 1952. Naut félagið styrks hans sem stjórnarmanns í 20 ár en á þeim tíma var sæluhúsið í Þórsmörk stækkað og ný hús byggð í Nýjadal, Veiðivötnum og Landmannalaugum. Störf hans fyrir Ferðafélagið voru á þann hátt metin að hann var einróma kjörinn heiðursfélagi á þriggja áratuga af- mæli þess árið 1977. Þegar stjórn Jöklarannsóknafélags Íslands ákvað á 4. ári þess að reisa skála í Jökulheimum þurfti fjárvana félag víða að leita fanga. Þá var sem fyrr, við innrétt- ingu fyrsta skála félagsins í Esjufjöllum sem reynd- ar komst aldrei lengra en að Breiðá, leitað til Timb- urverslunar Árna Jónssonar með þeim árangri að lít- ið finnst í bókhaldi félagsins varðandi timburkaup í skálann, heldur rausnarleg peningagjöf frá téðu fyrir- tæki. Er ekki örgrannt um að þar hafi timburreikn- ingar villst inn á eigin reikning Þórarins. Sama varð upp á teningnum við byggingu skálans á Grímsfjalli tveimur árum síðar að því viðbættu að hann léði alla aðstöðu til smíðinnar á athafnasvæði fyrirtækisins, en þar var samhliða timbursölunni rekið fullkomið véla- verkstæði, svo munað hefur um minna. Á næsta ára- tug var mikið byggt í Jökulheimum og reist þar, svo notuð séu fleyg vísuorð, „náðhús, svefnhús, skemma og skúr“ og naut félagið Þórarins við allar þær fram- kvæmdir. Árið 1975 ákvað stjórn JÖRFÍ að byggja tvo litla skála og koma öðrum í Esjufjöll en hinum í Kverkfjöll og var strax tekið út efni til smíðinnar hjá Þórarni. Af óviðráðanlegum ástæðum varð þó ekki af framkvæmdum fyrr en í ársbyrjun 1977 og því erf- iðleikum bundið að skattleggja menn fyrr, en Þórar- inn brosti og bað menn um að hafa engar áhyggjur hann vissi að þetta kæmi allt. Reyndin varð sú, þegar að uppgjöri kom, að engir vextir voru teknir og ansi fannst okkur margar nótur hafa gufað upp. Sama sag- an varð árið 1979 er byggðir voru tveir sams konar skálar, annar fluttur að Fjallkirkjunni á Langjökli en hinn á Goðahrygg austast á Vatnajökli, að því frá- skildu að nú var gert upp við Þórarin nokkrum mán- uðum seinna. Í bæði þessi skipti lagði hann áherslu á að eðli þessara viðskipta færi ekki víða. Hafa þær óskir hans að mestu verið virtar þar til nú. 98 JÖKULL No. 54, 2004
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.