Jökull


Jökull - 01.01.2004, Síða 117

Jökull - 01.01.2004, Síða 117
löngum, og kerfisbundinn breytileika mátti sjá innan einstakra sprungusveima (sem síðar voru skilgreind- ir sem „eldstöðvakerfi“) og virtist benda til skorpu- áhrifa). Þessi vinna leiddi til „Stykkishólmskenning- arinnar“ (J. Petrol. 1982) þar sem þess er freistað að skýra bergfræði Íslands í heildstæðu líkani sem m.a. byggist á „kínematíska módeli“ Guðmundar Pálma- sonar (1973). Margir þræðir voru raktir á þessum ár- um (og eru raktir enn) varðandi uppruna súra bergs- ins, þróun eldstöðva o.fl. sem Guðmundur var aðili að, og má nefna súrefnissamsætur (Muehlenbachs et al. 1974) og Th-U-samsætur (Condomines et al. 1981). Aðstæður til bergfræðirannsókna bötnuðu mjög hér á landi þegar Norræna eldfjallastöðin tók til starfa 1973 en jafnframt þyngdist stjórnunarbyrði Guð- mundar. Hann tók við stöðu forstöðumanns Norrænu eldfjallastöðvarinnar árið 1974 og gegndi henni til árs- ins 1998. Norræna eldfjallastöðin var fyrsta fjölþjóð- lega vísindastofnun landsins og mikil lyftistöng ís- lenskum eldfjalla og jarðfræðirannsóknum. Upphaf- lega var byggð upp aðstaða til rannsókna á sviði berg- og jarðefnafræði en síðar bættist við tækjakostur til mælinga á jarðskorpuhreyfingum og aukin áhersla var lögð á ýmsar jarðeðlisfræðilegar mælingar í tengslum við eldfjallavöktun. Undir forustu Guðmundar skap- aði Norræna eldfjallastöðin sér virðingarsess á alþjóð- legum vettvangi. Áhugi Guðmundar á jarðeðlisfræði jókst með ár- unum. Honum varð snemma ljóst mikilvægi halla- og skjálftamælinga við eldfjallavöktun, en þær skiluðu miklum árangri í Kröflueldum 1975–1984. Í Kröflu- umbrotunum gafst í fyrsta sinn tækifæri til margvís- legra mælinga á samspili gliðnunar og kvikuhreyf- inga innan rekbeltisins. Það kom jarðvísindamönnum nokkuð á óvart þegar jarðskjálftavirkni á Kröflusvæð- inu tók að vaxa aftur vorið 1976, í kjölfar eldgoss- ins við Leirhnjúk í desember 1975 og umbrotanna í Kelduhverfi. Guðmundur var í forsvari hóps vísinda- manna sem túlkuðu þessa atburðarás sem merki um vaxandi kvikuþrýsting í kvikuhólfi á um 3 km dýpi undir Kröflueldstöðinni, en sú skoðun var þó talsvert umdeild. Kröfluhópurinn stóð þó fast á sínu og í Mbl. 27. ágúst 1976 birtist greinargerð þeirra um jarðfræði- legt ástand Kröflusvæðisins og ályktanir um hættu á eldgosi, sem hreyfði við mörgum. Í sama mánuði var eftirlit með svæðinu stóraukið. Kvikuhlaupskenning- in var síðan sett fram í kjölfar tveggja umbrotahrina í október og nóvember sama ár þegar mönnum varð ljóst að kvikan sem stöðugt safnaðist fyrir í kvikuhólf- inu við Leirhnjúk leitaði lárétt út eftir sprungusveimn- um í umbrotahrinunum. Þegar í ljós kom að Kröflu- umbrotin yrðu langvinn þróuðu tæknimenn Norrænu eldfjallastöðvarinnar sjálfvirkan, síritandi hallamæli sem komið var upp í stöðvarhúsi Kröfluvirkjunar haustið 1977 og síðar voru slíkir hallamælar settir upp innan Kröfluöskjunnar samhliða reglubundnum fjar- lægðarmælingum. Einnig kom Norræna eldfjallastöð- in sér upp rannsóknaraðstöðu í Reykjahlíð. Eldfjallarannsóknir efldust til muna á 7. áratugn- um með auknum tækjakosti til eldfjallavöktunar. Á fundi eldfjallamanna á Guadeloupe árið 1981 beitti Guðmundur sér fyrir stofnun alþjóðasambands eld- fjallastöðva og WOVO varð til. Meginmarkmið World Organization of Volcano Observatories er að efla sam- starf og tengsl stofnana á sviði eldfjallafræði, efla skoðaskipti, miðla reynslu af eldfjallavöktun og bæta vöktun eldfjalla, m.a. í þróunarlöndum sem búa við náttúruvá. Þess má geta að í dag eru um 70 stofnanir í samtökunum. Guðmundur gegndi þar formennsku í áratug og treysti það tengsl NE á alþjóðavettvangi til muna. Í gegnum WOVO sinnti NE m.a. náttúruvá í Suður-Ameríku og í Afríku. Ennfremur setti stofnun- in upp vöktunarkerfi á Azoreyjum hliðstætt því sem þróað var í tengslum við Kröfluelda. Kvikmyndaferill Guðmundar hófst í Kröflu. Þar kvikmyndaði hann eldgosin eftir því sem tök voru á. Síðar samdi hann handrit að sex þátta fræðslu- myndaröð fyrir sjónvarp sem nefndist Hin rámu reg- indjúp. Heiti þáttanna fléttaði Guðmundur saman í vísu: Um sól og jörð,/ um sjó og strönd./ Í sundur gliðna meginlönd./ Um kraft sem skelfir drótt og dýr./ Í dróma glóðin undir býr./ Ef notum vit sem guð oss gaf./ Vér getum kannski lifað af. – Í þáttunum fjallaði Guðmundur um þau öfl sem skapa og umskapa ásjónu jarðar og greindi frá áhrifum eldgosa og jarðskjálfta á mannlíf í ólíkum heimshlutum og aðgerðum til að draga úr tjóni af völdum slíkra náttúruhamfara. Í grein sem birtist í Mbl. 2. nóvember 1980 fjallar Guðmundur um hvort hægt sé að segja fyrir um eld- gos á Íslandi. Þar bendir hann réttilega á að þrátt fyr- JÖKULL No. 54, 2004 117
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.