Jökull - 01.01.2004, Page 118
„Alveg yndislegt eldgos!“
Kaj Westym, Eysteinn Tryggvason, Karl Grönvold, Páll Einarsson, Halldór Ólafsson, Magnús Ólafsson og
Guðmundur Sigvaldason virða fyrir sér eldgosið í Gjástykki, 20. október 1980. – Admiring the Krafla eruption
in October 1980. Ljósm./Photo: Bryndís Brandsdóttir.
ir að hætta á manntjóni af völdum eldgosa sé lítil á
Íslandi beri að gera áhættumat fyrir mannvirkjagerð
á eldfjallasvæðum þannig að landnýting til framtíðar
taki mið af eldvirkni viðkomandi svæðis. „Slík mið
eiga ekki að vera blind afneitun vegna hugsanlegrar
eldvirkni heldur yfirvegað áhættumat byggt á þekk-
ingu.“ Síðan þá hafa möguleikar á vöktun einstakra
eldstöðva stórbatnað með nýrri tækni. Nú fylgjast
jarðvísindamenn með kvikuhreyfingum innan megin-
eldstöðva úr gervitunglum og fá má upplýsingar um
jarðskjálftavirkni á netinu.
Þegar eldvirkni fór vaxandi á sjöunda og áttunda
áratugnum skapaðist samband milli jarðvísindamanna
og Almannavarna. Til varð eins konar óformlegur
hópur ráðgjafa sem hittist þegar tilefni gáfust. Síð-
ar var hópurinn gjarnan kallaður Vísindamannaráð en
nokkur andstaða var gegn því að gefa honum formlega
stöðu innan kerfisins. Menn óttuðust að þá yrði hann
fljótt að hópi forstjóra og fulltrúa stofnana. Mikilvægt
er að hægt sé fyrirvaralítið að kveðja til þá vísinda-
menn sem næstir standa viðfangsefninu hverju sinni,
án tillits til stofnanatengsla. Guðmundur var nánast
alltaf meðal þeirra sem kallaðir voru til og á fund-
um hópsins var gjarnan litið til hans um forystu og
frumkvæði í málum. Hann var fljótur að komast að
kjarna málsins og taka af skarið ef taka þurfti afdrifa-
ríkar ákvarðanir. Reynsla Guðmundar af Kröfluum-
brotunum og innsýn hans í jarðeðlisfræðina kom að
góðum notum þegar ræddar voru misvísandi skoðanir
jarðskjálftafræðinga á orsökum öflugrar jarðskjálfta-
hrinu undir Bárðarbungu 29. september 1996. Á fundi
vísindamannaráðs með fulltrúum Almannavarna dag-
inn eftir réð hann úrslitum um útgáfu opinberrar við-
vörunar vegna eldgosahættu á Bárðarbungusvæðinu.
118 JÖKULL No. 54, 2004