Jökull


Jökull - 01.01.2004, Síða 127

Jökull - 01.01.2004, Síða 127
Jarðfræðafélag Íslands Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2004 STJÓRNARSTARF Fyrri hluta ársins störfuðu í stjórn félagsins Ármann Höskuldsson (formaður), Haraldur Auðunsson (vara- form.), Hjörleifur Sveinbjörnsson (gjaldkeri), Sigurð- ur Sveinn Jónsson (ritari), Vigdís Harðardóttir, Jórunn Harðardóttir og Þorsteinn Þorsteinsson. Á aðalfundi í maí fóru úr stjórn Haraldur Auðunsson, Hjörleif- ur Sveinbjörnsson, Sigurður Sveinn Jónsson, Jórunn Harðardóttir og Þorsteinn Þorsteinsson. Stjórn varð því að kjósa alla að nýju, þar sem 2 ára kjörtímabili Vigdísar og Ármanns var lokið. Ármann var end- urkosinn sem formaður og Vigdís til stjórnarsetu til 2 ára. Aðrir sem kosnir voru í stjórn til 2 ára voru þau Andri Stefánsson (ritari), Bjarni Richter (gjald- keri) Börge Wigum (varform.), Kristín Vogfjörð og Rikke Petersen (vefsíðustjóri). Ein lagabreyting var gerð á aðalfundi en hún fólst í því að nú er heimilt að halda aðalfund í öðrum mánuðum en maí. Breyting- in var lögð til þar sem að mæting á aðalfundi félags- ins hefur verið með afbrigðum dræm, eða á bilinu 5 til 10 manns. Með því að víkka tímasvigrúmið er nú hægt að halda aðalfund samfara vorfundi. Slíkt ætti að tryggja þátttöku fleiri félagsmanna í aðalfundarstörf- um. Alls eru nú um 253 félagar skráðir í félagið. FÉLAGSSTARF Störf félagsins voru með hefðbundnum hætti á árinu. Vorfundur og aðalfundur félagsins voru haldnir 14. maí og haustfundur 24. nóvember. Haustferð félags- ins var farin 30. október, verður komið nánar að þessu síðar. Tveir fyrirlestrar voru á vegum félagsins. Sá fyrri var haldinn í húskynnum Orkustofnunar þann 29. mars, en þar talaði dr. Gregg Corbett frá Ástralíu um “Epithermal Gold for Explorationists”. Síðari fyrir- lesturinn var haldinn 9. desember, en þar talaði dr. Árni Hjartarson hjá ÍSOR um mislægið mikla í Skaga- firði og jarðsögu þess. Báðir fyrirlestrar voru vel sótt- ir. Fyrirlestrahald félagsins hefur minnkað stórum, einkum vegna mikils framboðs fyrirlestra á vegum stofnana. Er það vísbending um mikla grósku í fag- inu og verður að teljast ánægjuleg þróun. Sigurðarmedalía var veitt á fundi IAVCEI í Chile í nóvember. Vinningshafinn í ár var dr. Wes Hildreth hjá USGS í Bandaríkjum Norður Ameríku. Hann hlaut útnefningu fyrir störf sín í bergfræði megineld- stöðva. En hann hefur einkum unnið við hin stóru eld- fjöll í Bandaríkjunum, eins og Valles og Yellowstone. Wes er sjötti jarðfræðingurinn til að hljóta þessa við- urkenningu sem til var stofnað til minningar um Sig- urðar Þórarinssonar prófessors. Von er á Wes Hildreth til Íslands næsta haust til að halda fyrirlestra. Tveir félagar féllu frá á árinu, Guðmundur Pálma- son og Guðmundur E. Sigvaldason. Félagsmenn minnast þeirra með virðingu og þakklæti fyrir mik- ilsvert framlag þeirra í þágu jarðvísinda. RÁÐSTEFNUR Vorráðstefna félagsins fór fram 14. maí. Hún var hald- inn í nýjum húsakynnum líf- og jarðvísinda í Háskóla Íslands, Öskju. Hana sóttu um 89 félagar. Alls voru kynntar niðurstöður um 43 verkefna með fyrirlestrum og veggspjöldum. Fundað var í 2 sölum og tókst í alla staði vel. Ekki er ólíklegt að framhald verði á því að hafa ráðstefnuna í tveimur setum. Haustráðstefna félagsins var haldinn 24. nóvem- ber og var helguð hafsbotnsrannsóknum á landgrunni Íslands. Ráðstefnan var haldin í Öskju, náttúruvís- indahúsi Háskóla Íslands. Um var að ræða hálfsdags- fund að venju. Á ráðstefnuna mættu um 90 manns. Alls voru flutt 10 erindi, sem fjölluðu um allt frá jarð- fræði og hafstraumum til dýraríkisins. Eftirfarandi erindi voru flutt: JÖKULL No. 54, 2004 127
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.