Jökull - 01.01.2004, Qupperneq 127
Jarðfræðafélag Íslands
Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2004
STJÓRNARSTARF
Fyrri hluta ársins störfuðu í stjórn félagsins Ármann
Höskuldsson (formaður), Haraldur Auðunsson (vara-
form.), Hjörleifur Sveinbjörnsson (gjaldkeri), Sigurð-
ur Sveinn Jónsson (ritari), Vigdís Harðardóttir, Jórunn
Harðardóttir og Þorsteinn Þorsteinsson. Á aðalfundi
í maí fóru úr stjórn Haraldur Auðunsson, Hjörleif-
ur Sveinbjörnsson, Sigurður Sveinn Jónsson, Jórunn
Harðardóttir og Þorsteinn Þorsteinsson. Stjórn varð
því að kjósa alla að nýju, þar sem 2 ára kjörtímabili
Vigdísar og Ármanns var lokið. Ármann var end-
urkosinn sem formaður og Vigdís til stjórnarsetu til
2 ára. Aðrir sem kosnir voru í stjórn til 2 ára voru
þau Andri Stefánsson (ritari), Bjarni Richter (gjald-
keri) Börge Wigum (varform.), Kristín Vogfjörð og
Rikke Petersen (vefsíðustjóri). Ein lagabreyting var
gerð á aðalfundi en hún fólst í því að nú er heimilt að
halda aðalfund í öðrum mánuðum en maí. Breyting-
in var lögð til þar sem að mæting á aðalfundi félags-
ins hefur verið með afbrigðum dræm, eða á bilinu 5
til 10 manns. Með því að víkka tímasvigrúmið er nú
hægt að halda aðalfund samfara vorfundi. Slíkt ætti að
tryggja þátttöku fleiri félagsmanna í aðalfundarstörf-
um. Alls eru nú um 253 félagar skráðir í félagið.
FÉLAGSSTARF
Störf félagsins voru með hefðbundnum hætti á árinu.
Vorfundur og aðalfundur félagsins voru haldnir 14.
maí og haustfundur 24. nóvember. Haustferð félags-
ins var farin 30. október, verður komið nánar að þessu
síðar. Tveir fyrirlestrar voru á vegum félagsins. Sá
fyrri var haldinn í húskynnum Orkustofnunar þann 29.
mars, en þar talaði dr. Gregg Corbett frá Ástralíu um
“Epithermal Gold for Explorationists”. Síðari fyrir-
lesturinn var haldinn 9. desember, en þar talaði dr.
Árni Hjartarson hjá ÍSOR um mislægið mikla í Skaga-
firði og jarðsögu þess. Báðir fyrirlestrar voru vel sótt-
ir. Fyrirlestrahald félagsins hefur minnkað stórum,
einkum vegna mikils framboðs fyrirlestra á vegum
stofnana. Er það vísbending um mikla grósku í fag-
inu og verður að teljast ánægjuleg þróun.
Sigurðarmedalía var veitt á fundi IAVCEI í Chile
í nóvember. Vinningshafinn í ár var dr. Wes Hildreth
hjá USGS í Bandaríkjum Norður Ameríku. Hann
hlaut útnefningu fyrir störf sín í bergfræði megineld-
stöðva. En hann hefur einkum unnið við hin stóru eld-
fjöll í Bandaríkjunum, eins og Valles og Yellowstone.
Wes er sjötti jarðfræðingurinn til að hljóta þessa við-
urkenningu sem til var stofnað til minningar um Sig-
urðar Þórarinssonar prófessors. Von er á Wes Hildreth
til Íslands næsta haust til að halda fyrirlestra.
Tveir félagar féllu frá á árinu, Guðmundur Pálma-
son og Guðmundur E. Sigvaldason. Félagsmenn
minnast þeirra með virðingu og þakklæti fyrir mik-
ilsvert framlag þeirra í þágu jarðvísinda.
RÁÐSTEFNUR
Vorráðstefna félagsins fór fram 14. maí. Hún var hald-
inn í nýjum húsakynnum líf- og jarðvísinda í Háskóla
Íslands, Öskju. Hana sóttu um 89 félagar. Alls voru
kynntar niðurstöður um 43 verkefna með fyrirlestrum
og veggspjöldum. Fundað var í 2 sölum og tókst í alla
staði vel. Ekki er ólíklegt að framhald verði á því að
hafa ráðstefnuna í tveimur setum.
Haustráðstefna félagsins var haldinn 24. nóvem-
ber og var helguð hafsbotnsrannsóknum á landgrunni
Íslands. Ráðstefnan var haldin í Öskju, náttúruvís-
indahúsi Háskóla Íslands. Um var að ræða hálfsdags-
fund að venju. Á ráðstefnuna mættu um 90 manns.
Alls voru flutt 10 erindi, sem fjölluðu um allt frá jarð-
fræði og hafstraumum til dýraríkisins. Eftirfarandi
erindi voru flutt:
JÖKULL No. 54, 2004 127