Jökull - 01.01.2004, Page 130
Magnús T. Guðmundsson
FÉLAGATAL
Skráðir félagar er nú 461. Heiðursfélagar er 14, al-
mennir félagar 389, fjölskyldufélagar 9, fyrirtæki og
stofnanir 42 og námsmenn 6. Einnig eru um 50 bréfa-
félagar auk þess sem Jökull er sendur 7 fjölmiðlum og
erlendir áskrifendur eru rúmlega 60. Samanlagt eru
þetta um 580 aðilar.
FJÁRMÁL
Hagur félagsins verður að teljast nokkuð góður.
Helstu tekjuliðir eru félagsgjöld og erlendar áskriftir
Jökuls, gistigjöld í jöklahúsum og styrkir vegna útgáfu
Jökuls. Helstu útgjaldaliðir eru prentkostnaður Jök-
uls, rekstur jöklahúsanna og bílsins. Önnur útgjöld og
tekjur eru smærri. Misvel hefur gengið á síðustu ár-
um að fá styrki til útgáfu Jökuls en á þessu ári lögðu
Umhverfis- og Menntamálaráðuneyti fram 200 þús.
krónur hvort og er heildarsumman töluverð framför
frá fyrra ári. Rétt er einnig að nefna Vegagerðina en
hún hefur styrkt eldsneytiskaup í vorferð mörg undan-
farin ár enda er í ferðinni aflað mikilvægra gagna um
Grímsvötn og önnur jökullón.
RANNSÓKNIR
Rannsóknir sem félagið kom að fóru einkum fram
í vorferð á Vatnajökul og í sporðamælingum félags-
manna. Einnig stóð félagið fyrir ferð á Mýrdalsjökul
til afkomumælinga og kom beint eða óbeint að ýms-
um öðrum verkefnum.
Vorferð
Ferðin stóð dagana 31. maí til 8. júní og var með hefð-
bundnu sniði. Þátttakendur voru 24 talsins. Fararstjóri
var sá sem hér talar. Helstu verkefni ferðarinnar og
bráðabirgðaniðurstöður koma fram í skýrslu um ferð-
ina í Jökli. Vorferðirnar eru einhver merkasti þáttur-
inn í starfi Jöklarannsóknafélagsins. Þeirra tímamóta
að 50 ár voru frá fyrstu ferðinni var minnst í Jökul-
heimum í lok ferðar. Ferðirnar hafa heppnast misvel
eins og gengur og veður jafnan átt stóran þátt í hvernig
til hefur tekist. Hitt má fullyrða að þekking okkar á
Vatnajökli væri minni í dag ef ekki hefði komið til
fimmtíu ára samfellt samstarf áhugamanna og vísinda-
manna í Jöklarannsóknafélaginu.
Ferð á Mýrdalsjökul
Farið var til afkomumælingar á Mýrdalsjökul aðra
helgina í júní. Aðstæður voru fremur óhagstæðar og
varð hópurinn frá að hverfa þegar boraðir höfðu ver-
ið 12 metrar niður í árlagið og telja mælingamenn að
þeir hafi ekki verið komnir niður að áramótum. Mæl-
ing var gerð vorið 2001 en þá var árlagið allt að 12
m þykkt. Veturinn 2002–2003 var mjög úrkomusam-
ur og líklega meiri vetrarákoma en var 2000–2001.
Stefnt er að því að efna til mælingaferðar á Mýrdals-
jökul í vor.
Sporðamælingar
Sporðar voru mældir á 54 stöðum haustið 2003. Fjöldi
mældra jökla er þó minni því sumir eru mældir á
fleiri en einum stað. Langflestir jöklar hopa en gang-
ur er í tveimur, Reykjarfjarðarjökli í Drangajökli og
smájökli í Búrfellsdal sem er afdalur Svarfaðardals.
Sporðamælingarnar hafa staðið yfir frá 1932 sumstað-
ar og með hverju árinu verða mælingarnar verðmæt-
ari, ekki síst nú á tímum mikilla breytinga í veðurfari.
Mælingamenn eru fjölmargir en umsjón með sporða-
mælingum hefur Oddur Sigurðsson.
Afkomumælingar, veðurathuganir og íssjármæl-
ingar
Rannsóknastofnanir og orkufyrirtæki standa fyrir um-
fangsmiklum mælingum á afkomu jökla. Félagið á
þar ekki beina aðild að öðru leyti en því að hluti mæl-
inga á Vatnajökli fer fram í ferðum félagsins. Raun-
vísindastofnun Háskólans og Landsvirkjun vinna að
mælingum á Vatnajökli en Vatnamælingar Orkustofn-
unar á Hofsjökli og Þrándarjökli. Afkoma jökla var
neikvæð þetta árið þrátt fyrir mikla vetarákomu. Því
olli eitt hlýjasta sumar frá upphafi mælinga.
Eins og undanfarin ár ráku Landsvirkjun og Raun-
vísindastofnun nokkrar veðurstöðvar á Vatnajökli og
Langjökli samhliða afkomumælingum til að fylgjast
með tengslum veðurþátta og leysingar. Þá vann Raun-
vísindastofnun ásamt Landsvirkjun áfram að íssjár-
mælingum á suðausturhluta Vatnajökuls. Með þessu
áframhaldi má búast við að sá merki áfangi náist innan
skamms að botn Vatnajökuls verði allur kortlagður.
130 JÖKULL No. 54, 2004