Jökull


Jökull - 01.01.2004, Blaðsíða 130

Jökull - 01.01.2004, Blaðsíða 130
Magnús T. Guðmundsson FÉLAGATAL Skráðir félagar er nú 461. Heiðursfélagar er 14, al- mennir félagar 389, fjölskyldufélagar 9, fyrirtæki og stofnanir 42 og námsmenn 6. Einnig eru um 50 bréfa- félagar auk þess sem Jökull er sendur 7 fjölmiðlum og erlendir áskrifendur eru rúmlega 60. Samanlagt eru þetta um 580 aðilar. FJÁRMÁL Hagur félagsins verður að teljast nokkuð góður. Helstu tekjuliðir eru félagsgjöld og erlendar áskriftir Jökuls, gistigjöld í jöklahúsum og styrkir vegna útgáfu Jökuls. Helstu útgjaldaliðir eru prentkostnaður Jök- uls, rekstur jöklahúsanna og bílsins. Önnur útgjöld og tekjur eru smærri. Misvel hefur gengið á síðustu ár- um að fá styrki til útgáfu Jökuls en á þessu ári lögðu Umhverfis- og Menntamálaráðuneyti fram 200 þús. krónur hvort og er heildarsumman töluverð framför frá fyrra ári. Rétt er einnig að nefna Vegagerðina en hún hefur styrkt eldsneytiskaup í vorferð mörg undan- farin ár enda er í ferðinni aflað mikilvægra gagna um Grímsvötn og önnur jökullón. RANNSÓKNIR Rannsóknir sem félagið kom að fóru einkum fram í vorferð á Vatnajökul og í sporðamælingum félags- manna. Einnig stóð félagið fyrir ferð á Mýrdalsjökul til afkomumælinga og kom beint eða óbeint að ýms- um öðrum verkefnum. Vorferð Ferðin stóð dagana 31. maí til 8. júní og var með hefð- bundnu sniði. Þátttakendur voru 24 talsins. Fararstjóri var sá sem hér talar. Helstu verkefni ferðarinnar og bráðabirgðaniðurstöður koma fram í skýrslu um ferð- ina í Jökli. Vorferðirnar eru einhver merkasti þáttur- inn í starfi Jöklarannsóknafélagsins. Þeirra tímamóta að 50 ár voru frá fyrstu ferðinni var minnst í Jökul- heimum í lok ferðar. Ferðirnar hafa heppnast misvel eins og gengur og veður jafnan átt stóran þátt í hvernig til hefur tekist. Hitt má fullyrða að þekking okkar á Vatnajökli væri minni í dag ef ekki hefði komið til fimmtíu ára samfellt samstarf áhugamanna og vísinda- manna í Jöklarannsóknafélaginu. Ferð á Mýrdalsjökul Farið var til afkomumælingar á Mýrdalsjökul aðra helgina í júní. Aðstæður voru fremur óhagstæðar og varð hópurinn frá að hverfa þegar boraðir höfðu ver- ið 12 metrar niður í árlagið og telja mælingamenn að þeir hafi ekki verið komnir niður að áramótum. Mæl- ing var gerð vorið 2001 en þá var árlagið allt að 12 m þykkt. Veturinn 2002–2003 var mjög úrkomusam- ur og líklega meiri vetrarákoma en var 2000–2001. Stefnt er að því að efna til mælingaferðar á Mýrdals- jökul í vor. Sporðamælingar Sporðar voru mældir á 54 stöðum haustið 2003. Fjöldi mældra jökla er þó minni því sumir eru mældir á fleiri en einum stað. Langflestir jöklar hopa en gang- ur er í tveimur, Reykjarfjarðarjökli í Drangajökli og smájökli í Búrfellsdal sem er afdalur Svarfaðardals. Sporðamælingarnar hafa staðið yfir frá 1932 sumstað- ar og með hverju árinu verða mælingarnar verðmæt- ari, ekki síst nú á tímum mikilla breytinga í veðurfari. Mælingamenn eru fjölmargir en umsjón með sporða- mælingum hefur Oddur Sigurðsson. Afkomumælingar, veðurathuganir og íssjármæl- ingar Rannsóknastofnanir og orkufyrirtæki standa fyrir um- fangsmiklum mælingum á afkomu jökla. Félagið á þar ekki beina aðild að öðru leyti en því að hluti mæl- inga á Vatnajökli fer fram í ferðum félagsins. Raun- vísindastofnun Háskólans og Landsvirkjun vinna að mælingum á Vatnajökli en Vatnamælingar Orkustofn- unar á Hofsjökli og Þrándarjökli. Afkoma jökla var neikvæð þetta árið þrátt fyrir mikla vetarákomu. Því olli eitt hlýjasta sumar frá upphafi mælinga. Eins og undanfarin ár ráku Landsvirkjun og Raun- vísindastofnun nokkrar veðurstöðvar á Vatnajökli og Langjökli samhliða afkomumælingum til að fylgjast með tengslum veðurþátta og leysingar. Þá vann Raun- vísindastofnun ásamt Landsvirkjun áfram að íssjár- mælingum á suðausturhluta Vatnajökuls. Með þessu áframhaldi má búast við að sá merki áfangi náist innan skamms að botn Vatnajökuls verði allur kortlagður. 130 JÖKULL No. 54, 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.