Jökull - 01.01.2004, Side 133
Jöklarannsóknafélag Íslands
Vatnajökli. Vinna og rannsóknir eru auðveldari vegna
bættrar lýsingar og tryggs aðgangs að rafmagni, eins
og strax kom í ljós í vorferðinni sem farin var viku
eftir að verkinu lauk. Að þessu verkefni komu margir
og ekki rúm til að telja þá upp alla hér. Hins vegar
er á engan hallað þó það komi fram að Guðmundur
Þórðarson átti stærsta þáttinn í koma þessu verkefni í
höfn.
Nýja rafstöðin inni í vélageymslunni. – The generator
that was installed at Grímsfjall in May 2003. Ljós-
mynd/Photo. Magnús T. Guðmundsson.
BÍLAMÁL
Fordinn sem félagið keypti haustið 2002 var notaður í
vinnuferðir félagsins, bæði til rannsókna og í skála-
viðhald. Hann reyndist vel en ákveðið var að fara
út í breytingar á fjöðrunarbúnaði síðastliðið haust og
setja bíllinn á loftpúða. Því verki lauk um áramót.
Nú í haust flutti bílanefnd aðstöðu sína úr Eldshöfða í
Hjallahrauni 9 í Hafnarfirði, í mun hentugra húsnæði
til viðhalds. Skálanefnd aðstoðaði bílanefndina við
lagfæringar á nýja húsnæðinu.
ÁRSHÁTÍÐ
Árshátíð félagsins var 15. nóvember og hófst hún með
fordrykk í boði Artic Trucks á Nýbýlavegi. Síðan var
haldið út í óvissuna og endað í húsi Kívanisklúbbsins
Geysis í Mosfellssveit. Þar var góður matur og góð
stemning og dansinn stiginn fram eftir nóttu. Á há-
tíðina mættu tæplega 80 manns og þótti hún heppnast
mjög vel enda undir öruggri stjórn skemmtinefndar.
HUGMYNDIR UM ÞJÓÐGARÐ
NORÐAN VATNAJÖKULS
Auk áætlunar Ríkisstjórnarinnar um að stofna Vatna-
jökulsþjóðgarð, hefur stjórnskipuð nefnd kannað hug-
myndir að þjóðgarði norðan jökulsins. Fulltrúar fé-
lagsins mættu á fund í Umhverfisráðuneytinu vegna
þessarar vinnu síðastliðið vor. Áætlanir þessar snerta
starfsemi félagsins tiltölulega lítið. Þó þarf félag-
ið að huga að því að tekið sé tillit til helstu öku-
og gönguleiða á Vatnajökul úr norðri í skipulagningu
slíks garðs ef af verður. Mun stjórnin halda áfram að
fylgjast með þessum hugmyndum og gefa ráð í ljósi
þeirrar reynslu og þekkingar sem félagið býr yfir.
LOKAORÐ
Mjög mikilvægur þáttur í starfi Jöklarannsóknafélags-
ins er hin sterka arfleifð. Jón Eyþórsson veðurfræð-
ingur stofnaði félagið 1950 og kom þannig af stað
öflugum jöklarannsóknum með samstarfi við bestu
ferða- og fjallamenn þess tíma. Sigurður Þórarinsson
hefur gert fyrstu áratugi félagsins ódauðlega með sín-
um snjöllu söngtextum, en þá syngjum við á góðum
stundum enn þann dag í dag. Á þessum fyrstu ár-
um var lagður grunnurinn að starfi félagsins en hann
byggist á samstarfi áhugamanna og vísindamanna við
rannsóknir á jöklum og ferðum um jökla. Þar er það
leiðarljós sem við reynum að vinna eftir. Tryggð gam-
alla félagsmanna við Jöklafélagið er ein sönnun þess
hve sterk bönd voru bundin á fyrstu árunum. Einn
af heiðursfélögum okkar, Árni Kjartansson, sem tekið
hefur þátt í starfinu í yfir 50 ár hefur unnið töluvert að
því að koma arfleifðinni til skila. Í haust færði Árni fé-
laginu skannaðar kopíur af myndum úr fyrstu ferðum
félagsins og eru þær myndir ómetanleg heimild. Vil
ég fyrir hönd félagsins þakka Árna fyrir þessa gjöf.
Nú eru liðin sex ár síðan ég tók að mér for-
mennsku í félaginu. Þessi tími hefur liðið hratt. Frek-
ar ókyrrt hefur verið í náttúrunnar ríki þessi ár. Gríms-
vatnagos kom í kjölfar Gjálpargoss, framhlaup varð
í Dyngjujökli og nú síðustu árin hefur óróa gætt í
JÖKULL No. 54, 2004 133