Jökull


Jökull - 01.01.2004, Síða 135

Jökull - 01.01.2004, Síða 135
Vorferð Jöklarannsóknafélags Íslands, 4.–12. júní 2004 Magnús Tumi Guðmundsson Jarðvísindastofnun Háskólans, Öskju, Sturlugötu 7, 101 Reykjavík; mtg@raunvis.hi.is INNGANGUR Vorferðin tókst ákaflega vel í þetta sinn enda var veð- urblíða með slíkum eindæmum að elstu menn muna vart annað eins. Bjartviðri var allan tímann og frá og með mánudegi 7. júní lék heiðríkja og hægviðri við hópinn. Eins og undanfarin ár var lagt upp frá Select við Vesturlandsveg. Nokkur töf varð á brottför þar sem dráttarbíllinn undir snjóbílinn tafðist í öðru verki fram eftir föstudagskvöldi. Því kom hópurinn ekki inn í Jökulheima fyrr en milli kl 3 og 4 aðfararnótt laugar- dags. Ferðin upp Tungnaárjökul laugardaginn 5. júní var áfallalaus. Á sunnudag hófust mælingar í Gjálp og víðar. Þá kom einnig á jökul gestur okkar, Siv Frið- leifsdóttir Umhverfisráðherra. Hún fór síðan með á Öræfajökul á mánudag þegar mæld var hæð Hvanna- dalshnúks í fyrsta sinn með nákvæmum GPS tækjum. Á þriðjudag hélt Siv ásamt nokkrum þátttakendum til byggða en þrír nýir bættust í hópinn. Verkefnum var að mestu lokið á miðvikudagskvöld. Á fimmtudegin- um 10. júní var því efnt til ferðar í Kverkfjöll og verð- ur hún eftirminnileg þeim sem hana fóru. Frá Jörfa, hæsta tindi Kverkfjalla, sást um heima alla. Óhemju mikil ísing var utaná húsunum eftir veturinn. Mann- frekasta verkefnið í ferðinni var að moka frá húsunum og bera á þau. RANNSÓKNIR 1. Að venju var var vatnshæð Grímsvatna mæld. Vötn- in standa nú hærra en verið hefur frá 1996 og mældist vatnshæðin 1407 m y.s. Má því búast við hlaupi innan tíðar. (Hlaupið kom í lok október). 2. Mælingar voru gerðar á vetrarafkoma í Grímsvötn- um, Háubungu og Bárðarbungu. Í vötnunum var ákoma síðasta vetrar 5,33 m af snjó, á Háubungu 6,74 m og 4,67 m á Bárðarbungu. Eru þessar tölur í rúmu meðallagi. Anna Líndal og Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra í Grímsvötnum. – In Grímsvötn. Ljósmynd/Photo. Magnús T. Guðmundsson. 3. GPS-landmælingar fóru fram í Jökulheimum, á Hamrinum og á Saltaranum við Eystri Svíahnúk. Sett- ur var upp nýr fastpunktur norðan við Kverkfjalla- skála, en ekki var mælt á honum nú. Að auki var hugað að mælingum á skeri vestan Esjufjalla og á Ör- æfajökli, en á hvorugum staðnum varð komist í berg vegna mikillar ísingar. Niðurstöður Eriks Sturkell frá Grímsfjalli sýna að Grímsvötn þenjast út og var Salt- arinn nú í svipaðri hæð og var fyrir gosið 1998. JÖKULL No. 54, 2004 135
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.