Jökull - 01.01.2004, Blaðsíða 135
Vorferð Jöklarannsóknafélags Íslands, 4.–12. júní 2004
Magnús Tumi Guðmundsson
Jarðvísindastofnun Háskólans, Öskju, Sturlugötu 7, 101 Reykjavík; mtg@raunvis.hi.is
INNGANGUR
Vorferðin tókst ákaflega vel í þetta sinn enda var veð-
urblíða með slíkum eindæmum að elstu menn muna
vart annað eins. Bjartviðri var allan tímann og frá og
með mánudegi 7. júní lék heiðríkja og hægviðri við
hópinn. Eins og undanfarin ár var lagt upp frá Select
við Vesturlandsveg. Nokkur töf varð á brottför þar
sem dráttarbíllinn undir snjóbílinn tafðist í öðru verki
fram eftir föstudagskvöldi. Því kom hópurinn ekki inn
í Jökulheima fyrr en milli kl 3 og 4 aðfararnótt laugar-
dags. Ferðin upp Tungnaárjökul laugardaginn 5. júní
var áfallalaus. Á sunnudag hófust mælingar í Gjálp og
víðar. Þá kom einnig á jökul gestur okkar, Siv Frið-
leifsdóttir Umhverfisráðherra. Hún fór síðan með á
Öræfajökul á mánudag þegar mæld var hæð Hvanna-
dalshnúks í fyrsta sinn með nákvæmum GPS tækjum.
Á þriðjudag hélt Siv ásamt nokkrum þátttakendum til
byggða en þrír nýir bættust í hópinn. Verkefnum var
að mestu lokið á miðvikudagskvöld. Á fimmtudegin-
um 10. júní var því efnt til ferðar í Kverkfjöll og verð-
ur hún eftirminnileg þeim sem hana fóru. Frá Jörfa,
hæsta tindi Kverkfjalla, sást um heima alla. Óhemju
mikil ísing var utaná húsunum eftir veturinn. Mann-
frekasta verkefnið í ferðinni var að moka frá húsunum
og bera á þau.
RANNSÓKNIR
1. Að venju var var vatnshæð Grímsvatna mæld. Vötn-
in standa nú hærra en verið hefur frá 1996 og mældist
vatnshæðin 1407 m y.s. Má því búast við hlaupi innan
tíðar. (Hlaupið kom í lok október).
2. Mælingar voru gerðar á vetrarafkoma í Grímsvötn-
um, Háubungu og Bárðarbungu. Í vötnunum var
ákoma síðasta vetrar 5,33 m af snjó, á Háubungu
6,74 m og 4,67 m á Bárðarbungu. Eru þessar tölur
í rúmu meðallagi.
Anna Líndal og Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra
í Grímsvötnum. – In Grímsvötn. Ljósmynd/Photo.
Magnús T. Guðmundsson.
3. GPS-landmælingar fóru fram í Jökulheimum, á
Hamrinum og á Saltaranum við Eystri Svíahnúk. Sett-
ur var upp nýr fastpunktur norðan við Kverkfjalla-
skála, en ekki var mælt á honum nú. Að auki var
hugað að mælingum á skeri vestan Esjufjalla og á Ör-
æfajökli, en á hvorugum staðnum varð komist í berg
vegna mikillar ísingar. Niðurstöður Eriks Sturkell frá
Grímsfjalli sýna að Grímsvötn þenjast út og var Salt-
arinn nú í svipaðri hæð og var fyrir gosið 1998.
JÖKULL No. 54, 2004 135