Jökull


Jökull - 01.01.2009, Blaðsíða 122

Jökull - 01.01.2009, Blaðsíða 122
Fjölnir Torfason borð lónsins og skriðan sem lagðist að þverhnípinu þannig að við gátum smeygt okkur meðfram vatns- borðinu niður í skriðuna án þess að síga í köðlum. Í Draugagili Það var mikill léttir að vera kominn á nánast slétt land í botni Draugagils eftir að hafa brölt um brött fjöll- in allan daginn og gafst nú tóm til að líta aðeins í kringum sig án þess að eiga það á hættu að stingast á hausinn ef maður þurfti að snúa sér við eða færa sig eitthvað til að sjá betur. Við höfðum tekið eftir því úr Torfunni að tveir ljósir dílar voru við vatnsborðið sunnan megin jökullónsins. Að okkur hafði þegar sett illan grun um að þessir dílar væru hræ af kindum og höfðum ákveðið að kanna þetta nánar í sjónauka þegar við kæmumst niður að vatnsborðinu í gilinu. Það var eins og okkur hafði grunað, tvær kindur höfðu borið bein sín undir mörg hundruð metra háu klettafluginu þarna á móti. Dálítið bil var á milli hræjanna, fjar- lægðin var mikil og því ekki hægt að átta sig á hvort kindurnar höfðu hrapað niður flugin eða lent í sjálf- heldu undir þeim. Draugagil markast að vestanverðu eins og áður segir af hamrastáli sem ummargt minnir á misgengi af tröllaukinni stærðargráðu, að austanverðu eru kletta- veggir mun lægri en að vestanverðu, ekki samfelld- ir og virðast í fljótu bragði ekki vera gerðir úr sömu bergtegund. Gilið mældum við ekki, en breidd þess gæti ver- ið 40–50 metrar og lengdin gæti verið 200–300 metr- ar. Það sem einkum vakti athygli okkar var liturinn á skriðunni í gilinu. Hún var grámóskuleg og saman- stóð af steinum sem voru flestir af sömu stærð, tæp- lega hnefastórir. Engin sérstakur vantsfarvegur var sjáanlegur, en dældir og drýlur í skriðunni bentu til þess að nokkur hreyfing væri á jarðveginum og þá lík- legast vegna snjóálags eða snjóflóða. Enginn gróð- ur er í gilinu og stingur það mjög í stúf við gróskuna í torfunni við hliðina. Hér gátum við hæglega verið komnir til tunglsins, ekki vottur af skófum eða mosa á nokkrum steini, eins gróðurvana og maður hafði séð á myndum af eyðimörkum í útlöndum. Þegar við vor- um komnir nokkuð áleiðis yfir gilið sáum við skammt ofan við okkur einhverja þúst við hlið einnar grjótöld- unnar, við nánari skoðun kom í ljós að hér voru hræ af tveimur kindum. Það var eins og ullin á kindun- um hefði tekið lit af skriðunni. Það var ógerningur að greina lit ullarinnar sem nóg var af þarna, báðar kindurnar voru aðminnsta kosti í tveimur reifum. Það merkti að þær höfðu lifað af meira en eitt ár þarna í fjöllunum. Kindurnar voru ótrúlega heillegar þó lík- legt væri að þær hefðu legið þarna einhver ár, mark mátti sjá á annari þeirra og lambamerki var í vinstra eyra hennar. Kindin var frá Gerði og hafði vantað af fjalli nokkrumárum fyrr. Þrátt fyrir nokkra leit í gilinu fundum við engin merki um að fleira fé hefði dagað þar uppi, en við töldum líklegt að þessar kindur hefðu lokast þarna af í djúpum snjó og drepist úr hungri. Þetta brölt okkar í gilinu kringum hræin hafði taf- ið okkur drjúga stund og hröðuðum við okkur austur úr gilinu og upp á dálítinn slakka austan þess. Þar voru jökulsorfnir klettahnausar með grýttri skriðu á milli. Þarna hækkaði landið jafnt og þétt til norð- urs og austurs, en niður við jökullónið var hamraflug sem var ófært að komast eftir. Hér vorum við komn- ir í Sveinatungur, nafn sem þessum stað var gefið í ferðinni 1928. Hér var nokkur gróður, bæði grös af ýmsu tagi, víðir var þarna nokkur, en mest áberandi var ákaflega stórgerð hvönnin sem þarna hafði yfir- höndina yfir annan gróður. Afdrif fjárhópsins Við tókum eftir því að nokkuð upp í slakkanum vestan í Sveinatungum var hellisskúti neðan undir dálitlum klettahnaus. Okkur þótti úr fjarlægð líkt og einhverjar þústir væru við skútann og ákváðum að skoða nánar hvað þarna væri. Við hröðuðum okkur upp að skút- anum og sú sjón sem þar blasti við mun okkur seint líða úr minni. Þarna lágu fjórar kindur hlið við hlið, sneru höfði mót suðri, tómar augntóftir voru dimmar mót birtunni, að öðru leyti var eins og féð hefði lagst þarna fyrir þennan sama dag. Könnun okkar leiddi í ljós að enginn kindaskítur var í skútanum eins og þó var í bælum fjárins í Mávatorfu. Við drógum þá ályktun að féð hefði kafnað þarna, að öllum líkindum í sumarmálabylnum 25. apríl, þá um vorið. Blessaðar skepnurnar höfðu leitað sér skjóls fyrir hríðinni þarna í skútanum, lagst fyrir og beðið eftir að hríðinni slot- aði, ef til vill horft mót birtunni meðan hennar naut við, síðan varð allt svart. Féð sem þarna hafði lagst til að bíða af sér hríðina var, ær með hrút frá Kálfa- felli og hrútarnir tveir hennar Gömlu-Flekku á Breiða- 122 JÖKULL No. 59, 2009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.