Jökull


Jökull - 01.01.2009, Blaðsíða 130

Jökull - 01.01.2009, Blaðsíða 130
Magnús T. Guðmundsson Grímsvatnagosi og Skeiðarárhlaupi. Á mynd sem þá var tekin (2. mynd) sést að skerið hafði þá náð svip- aðri stærð og þegar við sóttum það heim vorið 2006. Í ferðinni í júní 2006 var komið fyrir fastmerki á steini og er það nú notað sem GPS landmælinga- punktur (4. mynd). Tilkoma þessa mælipunkts mun auðvelda mjög rannsóknir á landrisi vegna þynningar jökulsins. Fram til þess að skerið var kannað var ekki öðrum GPS mælipunktum en Grímsfjalli til að dreifa um miðbik Vatnajökuls. Þótt Grímsvötn séu flestum stöðum forvitnilegri eru þau og næsta nágrenni þeirra ekki heppileg til aðmæla áhrif ísfargsins á landið und- ir jöklinum. Stafar það af því að á Grímsfjalli er mjög erfitt að aðgreina landhæðarbreytingar vegna kviku- söfnunar og eldgosa frá breytingum vegna jökulrýrn- unar. Sú hugmynd hefur komið fram að nefna skerið eftir einum af könnuðum Vatnajökuls, William Lord Watts, en hálfþrítugur fór hann ásamt nokkrum Íslend- ingum fyrstu skráðu gönguna yfir jökulinn, sumarið 1875. Í Dyngjufjöllum sunnanverðum er dálítið fjall sem heitir Vatnsfell (eða Wattsfell) eftir þessum harð- duglega ferðamanni en ekkert örnefni í Vatnajökli er honum tengt, nema ef hægt sé að taka svo til orða um Pálsfjall. Watts gaf því nafn eftir samferðamanni sín- um Páli Pálssyni sem jafnan var nefndur Páll jökull eftir ferðir sínar með Watts. Íslendingar snéru nafni Watts og nefndu hann Vött. Um það ber m. a. vitni kvæði sem flutt var í brúðkaupi Páls jökuls og Önnu Sigurbjarnardóttur haustið 1876, en þar eru þessar línur: Hann er víðförull nóg, því með Vetti hann fló, yfir vindkaldar hrímþursa slóðir; og um láðið gervallt, bæði lognheitt og svalt, hefur leiðirnar kannað vor bróðir. Hér er nú lagt til að skerið í miðjum Skeiðarárjökli fái nafniðVöttur. UmWatts, Pál jökul og ferðir þeirra má fræðast í bók þess fyrrnefnda (Watts, 1962). Jón Eyþórsson þýddi bókina og skrifaði fróðlegan formála þar sem m. a. er að finna vísuna hér að ofan. Jón taldi reyndar aðWatts hefði ekki lifað mörg ár eftir Vatna- jökulsferðina þar sem heimildir um hann í Bretlandi voru engar eftir 1877. Nýlega kom í ljós að ástæð- an fyrir því að Watts hvarf úr skrám og heimildum á Englandi er sú að hann flutti vestur um haf. Þar átti hann merkilegan feril sem greint er frá í Lesbók Morgunblaðsins í júní 2009 (Gerður Steinþórsdóttir, 2009). A new nunatak in Skeiðarárjökull Due to the thinning of Vatnajökull, a nunatak has gradually emerged in the center of Skeiðarárjökull. On an aerial photo from 1961 it is fully covered by ice. In 1992, the very top is exposed and in 1997 the exposed part has increased considerably in area. By 2004 the exposed nunatak was 1.5 km long (east- west) and a few hundred meters wide (north-south). It rises to about 1050 m above sea level, and lies just be- low the equilibrium line of the glacier. It is the source of a large medial moraine. The nunatak is made of basaltic hyaloclastites, pillow lava and pillow breccia and most likely formed in subglacial volcanic activity. Moss has already formed on parts of the nunatak. It is suggested that the nunatak is given a name in mem- ory of William Lord Watts, who led the first crossing of Vatnajökull in 1875. Traditions in Iceland do not favour placenames in foreign languages. However, Watts was nicknamed Vöttur by some of his Icelandic contemporaries and it is suggested here that this nick- name is used for this gradually emerging nunatak. REFERENCES Gerður Steinþórsdóttir 2009. Undir sigurboga. Lesbók Morgunblaðsins 13. júní. Helgi Björnsson, Finnur Pálsson, Oddur Sigurðsson og Gwenn Flowers 2003. Surges of glaciers in Iceland. Annals of Glaciology 36, 82–90. Matthew J. Roberts, Finnur Pálsson, Magnús T. Gud- mundsson, Helgi Björnsson og Fiona Tweed 2005. Ice-water interactions during floods from Grænalón glacier-dammed lake, Iceland. Annals of Glaciology 40, 133–138. Oddur Sigurðsson 1998. Glacier variations in Iceland 1930–1995. Jökull 45, 3–25. Svanur Pálsson, Snorri Zóphóníasson, Oddur Sigurðs- son, Hrefna Kristmannsdóttir og Hákon Aðalsteins- son 1992. Skeiðarárhlaup og framhlaup Skeiðarárjök- uls 1991. Orkustofnun, OS-92035/VOD-09B, 41 bls. William L. Watts 1962. Norður yfir Vatnajökul 1875 (þýð. Jón Eyþórsson). Bókfellsútgáfan, Reykjavík, 208 bls. 130 JÖKULL No. 59, 2009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.