Jökull


Jökull - 01.01.2009, Blaðsíða 119

Jökull - 01.01.2009, Blaðsíða 119
Ferðir í Fjöll Suðursveitar á stað í hamrabeltinu þar sem við töldum að fært væri að komast upp. Hamrabeltið var samsett úr nokkrum rákum og skriðum á milli, en efst var 15–20 metra hátt klettabelti sem alls ekki var fært nema ef til vill á einum stað. Við sáum að ef við kæmumst ekki þarna upp þyrftum við að ganga fyrir endann á klettinum og myndi það tefja okkur drjúga stund, hálfa til eina klukkustund. Okkur tókt að klifra upp hamrabeltið og létti okkur mikið að þurfa ekki að lengja leiðina með því að fara inn allan dalinn til að komast upp úr hon- um. Ofar tóku við snarbrattar skriður allt upp í hamra- beltið sem var í egginni sjálfri, þá var komið í meira en 1000 metra hæð. Við slógum okkur fram skriðurnar meðan við hækkuðumokkur og þegar við áttum eftir um hundrað metra upp í eggina vorum við komnir austur að flug- bröttu hamrastáli sem skilur að Mávatorfu og Leyni- dal. Nokkru ofar sáum við að rák lá austur efst í flug- inu og töldum ekki útilokað að við kæmumst hana yfir í hnausana ofan viðMávatorfuna. Ef það tækist myndi það spara okkur mikinn tíma og erfiði, komið var fram yfir hádegi, við vorum tvisvar búnir að brölta í um þúsund metra hæð í lausum skriðum og töldum okkur ekki vera hálfnaða með leiðina sem fara þyrfti þennan dag. Það var eins og hundurinn skildi hvað við vorum að tala um, hann fór rakleiðis upp að rákinni og skokk- aði hana til austurs eins langt og við sáum. Það stóð á endum að þegar við komum upp að rákinni þá er hundurinn að koma til baka og er glaðlegur á svip. Það merkti í mínum huga af fenginni reynslu að rákin væri fær fyrir menn. Ég hafði oft notað hann til að kanna leiðir í klettum og fjöllum og eins hafði ég notað hann til að sýna fólki hvaða leið það átti að fara í klettum ef ég þurfti að fara aðra leið sem ég treysti ekki óvönum að fara. Við fórum eftir rákinni, hundurinn hafði rétt fyrir sér, hér var ágætt að fara, en það var svolítið sér- stök tilfinning að brölta örmjóa klettarák í um 1000 metra hæð og horfa niður þverhnípt hengiflugið 600 metra niður, steinn skrapp undan fótum og stuttu síð- ar skall hann í jökulvatninu, langt langt niður í botni dalsins. Í Mávatorfu Við komum eftir skamma göngu í skriðuhnausana of- an viðMávatorfu og fórum þaðan nánast beint niður í Torfuna sjálfa. Að vera kominn í Mávatorfu var ólýs- anleg tilfinning. Hér hafði enginn maður stigið fæti sínum í meira en hálfa öld, þetta var næstum því eins og maður hefði sigrað í stórstyrjöld eða hér um bil eins og maður hefði komist til tunglsins. Munurinn á tunglinu og Mávatorfu var samt nokkur, umhverfið gróðurvana og hrikalegt hefði vel getað verið á tungl- inu, en Torfan sjálf gat vel verið af enn öðrum hnetti, svo algjörlega var hún ólík öllu öðru sem ég hafði aug- um litið. Mávatorfa er í brattri fjallshlíð, vísar móti suðri, hæð yfir sjávarmáli er u. þ. b. frá 450 metrum og að 600 metrum. Jaðrar torfunnar eru allvel grónir, en um miðbik er torfan gróin betur en bestu tún í byggð. Flat- armál þess hluta torfunnar sem best er gróinn áætl- uðum við 1,5 hektara, en sjá mátti að gróður hefur teygt sig nokkuð út frá jöðrum torfunnar, einkum til vesturs. Eins hefur gróið nokkuð upp neðan við að- altorfuna, heildar flatarmál gæti verið 3–4 hektarar. Gróður var ótrúlega fjölbreyttur og gróskumikill, blá- berjarunnarnir voru þaktir berjum og tóku þeir athygli okkar í byrjun. Þegar rann af okkur mesta berjaæðið þá fóru menn að dreifa sér um svæðið og kanna betur gróðurfar og eins hvort ekki væri að finna einhverjar vísbendingar um hvað orðið hafði um féð frá vetrin- um áður. Við fundum fljótlega svæði miðja vegu í torfunni austur við hamraflugið þar sem greinilegt var að féð hafði haldið sig um veturinn. Áberandi bæli og kindaskítur var á nokkru svæði, en ekki var hægt að sjá að féð hefði barist við hagleysi því landið var ekkert skemmt eins og venja er þegar fé heldur sig á litlum bletti yfir veturinn. Engar vísbendingar fund- um við um afdrif kindanna og hundurinn sýndi eng- in viðbrögð sem gæfu til kynna að lifandi sauðkind væri í nágrenninu. Hann var mjög næmur á slíkt og hafði oft vísað til kinda í eftirgöngum, stöku sinnum úr margra kílómetra fjarlægð. Hann hafði vanist því að vera sendur til að kanna fjöll eða dali, var fljótur að því og vísbending sem hann gaf um hvort kind væri á svæðinu var að hann neitaði að fara heim þegar hann kom úr slíkri leit. Jafnvel þó ég sneri heim á leið, þá fór hann í öfuga átt og varð þrjóskulegur á svipinn, þetta brást aldrei. Nú var komin lítilsháttar vindkæla. Við fundum okkur því þægilegan stað í dálítilli dæld, komum okk- JÖKULL No. 59, 2009 119
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.