Jökull


Jökull - 01.01.2009, Blaðsíða 131

Jökull - 01.01.2009, Blaðsíða 131
Society report Vorferð Jöklarannsóknafélags Íslands, 30. maí – 7. júní 2008 Magnús Tumi Guðmundsson Jarðvísindastofnun Háskólans, Öskju, Sturlugötu 7, 101 Reykjavík; mtg@hi.is Í þessari ferð dreifðist hópurinn víðar um Vatnajök- ul en oftast áður því auk margvíslegra mælinga í og við Grímsvötn, voru mælingaflokkar í Kverkfjöllum og á Goðahnjúkum mestan hluta tímans. Fyrir vikið var ferðaáætlunin heldur flóknari en oftast og þátttak- endur margir, alls 29 manns. Farartæki voru snjóbíll HSSR og Jöklarauður félagsins auk jeppa og vélsleða. Fararstjóri var Magnús Tumi Guðmundsson en Sjöfn Sigsteinsdóttir sá um birgðahald. Stærstur hluti hópsins lagði upp frá Reykjavík á föstudagskvöldi og hélt í Jökulheima þar sem allir gistu. Á laugardagsmorgun, síðasta dag maímánað- ar, var risið árla úr rekkju, gengið frá farangri, mikl- um eldsneytisbirgðum komið á kerrur og lagt upp frá jökulrönd eftir hádegið. Rigning var til að byrja með en síðan stytti upp og glaðnaði í lofti. Ferðin gekk að óskum og um kvöldið þegar á Grímsfjall kom, var orðið bjart um allan jökul. Á sunnudegi 1. júní hóf- ust mælingar og rannsóknir. Þriggja manna hópur fór austur á Goðahnjúka að mæla jaðarurðir og fjög- urra manna hópur í Kverkfjöll til rannsókna á jarð- hita. Einnig var vitjað um Esjufjallaskála. Þang- að voru fluttar vistir fyrir leiðangur líffræðinga sem hélt til í skálanum við rannsóknir seinna um sumar- ið. Ágætisveður var víðast hvar á mánudag og varð sá dagur mörgum drjúgur til verka. Þá bættust einnig fimm manns í hópinn, til mælinga kringum Skaftár- katla. Á þriðjudagi var vinnuveður á vestanverðum jöklinum en hvasst og inniseta í Kverkfjöllum og á Goðahnjúkum. Miðvikudag og fimmtudag var hríðar- veður lengst af, austan hvassviðri og inniseta í öllum húsum. Hópur vasks skíðafólks úr Hjálparsveitinni í Garðabæ heimsótti okkur þó á ferð sinni vestur um og dvaldi tvær nætur í tjöldum á Grímsfjalli. Þegar þau síðan lögðu upp var enn austan þræsingur. Ekki kom það að sök, því með vindinn í bakið gekk ferð þeirra niður Tungnaárjökul hratt og vel. Fimmtudag- inn 5. júní skiluðu allir hjáleigubúar sér heim á höf- uðbólið á Grímsfjalli. Einn vélsleða urðu þó Goða- hnjúkafarar að skilja eftir þar sem honum varð ekki komið í gang þegar til átti að taka. Var hann sóttur seinna um sumarið. Á föstudeginum fórum við svo til Jökulheima. Fyrir suma var sú ferð með allnokkr- um útúrdúrum því í leiðinni þurfti að sækja GPS tæki á skeri í Skeiðarárjökli og á Hamrinum. Veður fór batnandi þegar kom fram á þennan brottfarardag enda skjannabjart á Tungnaárjökli á niðurleið. Helstu verkefni ásamt frumniðurstöðum: 1. Vatnshæð Grímsvatna mældist 1360 m y. s. Hún er því lág eins og verið hefur um nokkurt árabil. Enda hagar ennþá svo til að sírennsli er úr Grímsvötnum til Skeiðarár. Vatnssöfnun er því óveruleg og ekki von á reglulegum Grímsvatnahlaupum. 2. Vetrarafkoma í Grímsvötnum var rúmir 5 metrar og vatnsgildi 3,2 m, sem er með meira móti. 3. Vetrarafkoma var mæld á Bárðarbungu, norðan Grímsvatna og á Háubungu. Einnig var sett upp sjálf- virk veðurstöð á Bárðarbungu. Þá var vitjað um veð- urstöðvar á Tungnaárjökli. 4. Grímsvatnasvæðið var kortlagt með GPS eins og undanfarin ár. Í vestanverðum Grímsvötnum, nærri gígnum frá 2004, hefur jarðhiti aukist mjög undanfar- in ár og nýir sigkatlar myndast. 5. Haldið var áfram rannsókn á lagskiptingu gjósku- lagsins frá 2004 en það verkefni er nú langt komið. Tanya Jude-Eton, doktorsnemi við Edinborgarháskóla hefur unnið þessa rannsókn og var þetta fimmta ferð hennar hingað í þessum tilgangi. 6. Í Grímsvötnum voru settar upp ísskriðsstikur og JÖKULL No. 59, 2009 131
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.