Jökull


Jökull - 01.01.2009, Blaðsíða 104

Jökull - 01.01.2009, Blaðsíða 104
Oddur Sigurðsson Að lokum má geta þess að mjöll hins nýbyrjaða vetrar lagðist mjúklega á verulega hjarnskafla til fjalla og töluvert er enn eftir af Skjaldfönninni nú þegar þetta er ritað.“ Leirufjarðarjökull – Ásgeir Sólbergsson segir aðmjög snjólétt hafi verið á norðanverðum Vestfjörðum und- anfarin tvö ár og lítill snjór til fjall en hann hafi verið lengi að bráðna vegna lítils lofthita og úrkomuleysis. Honum finnst andstæður í veðráttu á suðvesturhorninu og norðanverðumVestfjörðum sífellt vera aðminnka; sérstaklega á þetta við um snjóalög. Þegar ófært er til Reykjavíkur landleiðina er það ekki vegna snjóa held- ur mikilla svellalaga og hvassviðris í Borgarfirði. Reykjarfjarðarjökull – Þröstur Jóhannesson segir óvenju mikinn snjó í fjöllum við Reykjarfjörð og lítið komið upp úr af jökulís í byrjun ágúst. Hann kennir líkt og Ásgeir í Leirufirði þurrviðri um litla leysingu og að hvassar vestanáttir hafi sjaldnar verið en oft áð- ur. Ekki hefur heldur vaxið í Reykjarfjarðarósi á góð- viðrisdögum eins hann á þó vanda til. Norðurlandsjöklar Gljúfurárjökull – Árni Hjartarson frá Tjörn veitti at- hygli jökulgruggi í ám: „Jökullitur talsverður er bæði á Svarfaðardals- og Skíðadalsá. Í Svarfaðardalsá kem- ur mestur aur frá Búrfellsá, sem er enn að hreinsa far- veg sinn eftir framhlaupið í Búrfellsjökli, þótt löngu sé komin ró á í jöklinum sjálfum. Þverá í Skíðadal er vel jökullituð sem og Gljúfuráin. Skíðadalsá inn- an Gljúfurár er hins vegar tær. Enginn snjór er í gili Gljúfurár allt inn að jökli. Áin kemur undan vestan- verðri skriðjökultungunni, eins og hún hefur gert und- anfarin ár, mest á fjórum stöðum á um 80 m langri línu vestan viðmiðröndina í jöklinum. Miðröndin nær nokkur hundruðmetra upp í jökulinn og virðist lengj- ast með hverju ári.“ Bægisárjökull – Jónas Helgason mælir sporðinn á fjórum stöðum ef því verður við komið en hér er að- eins birt mæling á staðnum sem tengist eldri mæling- um mest. Hann lýsir sviðinu svo: „Að sjá virðist ekki mikill snjór á sporðinum, en þó lágu víða fannir, miklu meiri en í hef séð þarna á liðnum árum. .... Einnig var gaman að skoða litla ruðninginn frá 2001–2002, sér- lega snotur garður, einkum vestan til.“ Meðfylgjandi myndir sýna það sem Jónas skrifar um. Langjökull Hagafellsjökul eystri – Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir hefur tekið við mælingum af Theodór Theodórssyni og mældi nú í fyrsta sinn ásamt Einari Ragnari og Gunnari Sigurðssonum. Hún sendi vandaða og ríku- lega myndskreytta skýrslu. Hofsjökull Nauthaga- og Múlajökull – Leifur Jónsson flikkaði upp á fastmerki og merkti með áletruðum álplötum. Hann tók með sér blaðamenn úr Vesturheimi og það ekki í fyrsta sinn. Vestasti mælistaður við Múlajökul hefur spillst enn einu sinni af vatnagangi sennilega frá lóni ofan við Hjartafell. Við austasta mælistaðinn (S) er ekki lengur lón sem hefur tafiðmælingar að undan- förnu. Leifur telur þar upp þrjú merki sem hann mælir frá en segir gömulmerki mun fleiri og nú í órafjarlægð frá jöklinum. Þau virðast hafa tekið nafnabreytingum í áranna rás. AFKOMA HOFSJÖKULS – MASS BALANCE OF HOFSJÖKULL Ár Flatar- Vetur Sumar Árið Jafnv.- mál lína Year area Winter Summer Net ELA km2 m m m (m y.s.) Sátujökull 2006–2007 81,6 1,53 -1,92 -0,39 1270 1987–2007 -10,07 1320 Þjórsárjökull 2006–2007 235,9 1,71 -2,58 -0,87 1230 1988–2007 -10,53 1220 Blágnípujökull 2006–2007 51,5 1,47 -2.33 -0,86 1365 1988–2006 -8,47 1320 Eyjafjallajökull Gígjökull – Jökulsporðurinn hefur styst um 955m síð- an 1996 og er leitun á öðru eins í sögu sporðamælinga. Vafalaust á lónið drjúgan þátt í afföllum jökulsins en nú nær hann ekki lengur út í það og má því búast við hóflegri tölum á næstu árum. 104 JÖKULL No. 59, 2009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.